Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1947, Page 32

Ægir - 01.07.1947, Page 32
214 Æ G I R Dr. jur. Jón Dúason: Hvaá sagði Vilhjálmur Finsen um réttarstöðu G rænlands? Vilhjálnnu' Finsen liæstaréttardómari í hæstarétti Dana gat sér mikið frægðar- orð um ÖII germönsk lönd og þó enn víðar fyrir hina eindæma vönduðu útgáfu sína af allri Grágás með ágætum skýring- um, og fyrir hinar brautryðjandi ritsmíðar sínar um lög og stjórnskipun íslenzka þjóðveldisins í tíð Grágásar. Má með sanni segja, að Vilhjálmur Finsen hafi verið lærðari maður en nokkur annar á síðari öldum um hið íslenzka þjóðveldi, enda hefur Vilhjálmur Finsen hlotið meiri frægð en nokkur annar lögfræðingur is- lenzkur á síðari timum. Þess mætti og' geta, að Hafnarháskóli kjöri hann heiðurs- doktor í lögum. Sért þú, sem ólögfróður maður, i vafa um réttarstöðu Grænlands i fornöld, og viljir leita upplýsinga hjá einhverjum sérfróð- um, þá er ekki hægt að benda á nokkurn með meiri lærdómi og tiltrú, né með meiri grandvarleika en Vilhjálm Finsen, því hann var allra manna grandvarastur og samvizkusamastur. Ekkert skyggir á góð- an orðstír þessa dána manns. Sláir þú upp í nafna- og staðaskránni aftan við Skálholtsbók, sláir þú upp skýr- ingargreininni lög aftan við þá bók, svo og á blaðsíðu 224 í dönsku þýðingunni hans á Konungsbók, finnur þú á öllum jiessum l'.reinur stöðum ótvíræð orð Finsens um, að Grænland hafi verið nýlenda íslands og hluti hins íslenzka þjóðfélags. Hann talar um það sem verandi undir islenzku þjóð- félagsvaldi og valdskipulagi íslands laga og sem hluta hins islenzka réttarsvæðis, „várra laga“. Þótt segja megi, að Vilhjálmur Finsen lilyti heimsfrægð fyrir hin ágætu vísinda- störf sín, hefur aðalrit hans, almenn rétt- arsaga íslenzka þjóðfélagsins í tíð Grágás- ar, ekki komizt á prent. Hinn síðari hluti þessa verks var að vísu ekki svo fullgerð- ur, er Vilhjálmur dó, að frágangurinn nægði hinum ströngu kröfum hans, en prýðilegt verk er hann fyrir því, og hinn fyrri hluti verks þessa, er liggur i Árna- safni sem A.M., acc. fi, er fullgerður. í þess- um hluta ritsins (bls. 43) segir hann svo frá réttarstöðu Grænlands: „20. Tertorium, Grænland fþegnréttur]. Frá íslandi byggðist Grænland 896, og þessi nýlenda var talin tilheyra hinu ís- lenzka réttarsvæði, hér til vísa orðin „í várum lögum“ (Grg. I a, 226, II, 70). Það má því teljast víst, að öll hin íslenzku lög og réttarvenjur (den islandske Ret) hafi að sjálfsögðu verið gildandi á Grænlandi, er raunar sést að hafa liaft sérstakt þing', Garðaþing, er virðist hafa verið skapþing (ekki eins og þau norsku), en raunar að- eins verið dómþing, ekki löggjafarþing- Getið er um biskupsdæmi á Grænlandi.“ Nokkru síðar í þessari óprentuðu réttar- sögu hefur Vilhjálmur krotað sér lil minnis á spássíu bókarinnar: „Hér ætti, ef til vill, að gera grein fyrir landssvæði hins is- lenzk-grænlenzka þjóðfélags.**1) Hér er það sagt af hinum lærðasta og al- mætasta fræðimanni, að ísland og Græn- land séu eilt þjóðfélag, eins og Aðalbert 1) Her hör maaskc omhandlcs dcn islandsk- iírönlandskc Stats Omraadc.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.