Ægir - 01.07.1947, Side 33
Æ G I R
215
erkibiskup sagði 11111 þau við vígslu ísleifs
biskups 1056 og Hákon konungur og Vil-
hjálmur kardináli í boðskap sínum til ís-
lendinga og Grænlendinga 1247.
En viljir þú ekki leggja trúnað á orð
^ ilhjálms Finsens, ])á segðu þér þetta
sjálfur og sláðu t. d. upp upphafinu á kap.
■‘‘74 í Staðarhólsbók. Þar stendur: Ef maðr
verðr sekra gröna lande oc er huerr þeirra
manna sekr lier er þar er sekr.“ í þessum
orðum er m. a. sagt, að grænlenzkur dóm-
nr geti ekki aðeins gert Grænlendinga og
úllendinga seka á íslandi, heldur einnig
Islendinga búsetta á íslandi. Grænlenzkur
dómur getur svipt þá hinum íslenzka þegn-
i'étti þeirra, svipt þá öllum rétti og mann-
helgi, breytti þeim úr þegni og' manni í hlut,
yarg, sem í rauninni voru allar bjargir
hannaðar nema glæpir, og menn sektust á
að veita nokkra björg. Og þetta gildi fær
dómurinn við uppsögn sína á Grænlandi,
ekki fyrst við hina eftirfarandi uppsögn
s,na að Löghergi.
Sérlu ekki prófessor í stjórnlagafræði,
i'éttarsögu og þjóðarétti við háskóla ís-
lands, ])á mun þér óðara vera ljóst, að þetta
eða slíkt sen) þetta getur aðeins innlend
stofnun' gert. Síðan hnöttur þessi hyggðist,
hefur aldrei nokkurt frjálst og fullvalda
þjoðfélag verið til, sem ekki réði þvi sjálft,
hverjir voru þegnar þess og' hverjir þegnar
l'ess héldu mannréttindum sinum á þess
e>gin réttarsvæði. En innlendir geta græn-
lenzkir dómar því aðeins hafa verið, að
Gramland hafi verið í .várum lögum.
>>Enn sva scal her sökia vm biorg hans
ens sekia manz er ut þar [á Grænlandi]
'arð sekr fullre secð sem liann yrðe her
sekr á vár þingi þar til er sagt er til secðar
hans á A!þingi“ (St„ kap. 374). í þessum
orðum siðar í sama kapítula felst það, að
l'eir einir sektuðust á björg við skógar-
inann dæmdan á Grænlandi eða vorþingi
á Islandi, er fregnað höfðu sektina. En eftir
nppsögn sektarinnar að Lögbergi, sektuð-
nst menn á hjörg við þá, hvort sem þeir
eissu um sektina eða ekki. Lögberg er
þannig sameiginlegur æðsti hirtingarstaður
Islands og Gfænlands, enda töldu Græn-
lendingar í tíð Jónsbókar birtingu á Al-
þingi á íslandi hindandi fyrir Grænland.
Allir höfundar eru sammála um það, að
Grágás hafi gilt sem lög á Grænlandi, og
allar réttarminjar, sem við höfum frá
Grænlandi á þjóðveldistímanum, eru úr
Grágás. Þetta er því aðeins mögulegt, að
öll íslenzk lög hafi fengið gildi fyrir Græn-
land sem isl. nýlendu um leið og þau fengu
lak á Alþingi við Öxará, því allir, einnig
Ólafur Lárusson, eru sammála um það, að
Grágás sé nýtízku-lögbók, gerólík þeim
lögum, er giltu, er Grænland var numið, og
fyrir þessum sífelldu lagahreytingum eru
ótal sannanir.
Er Jónsbók hafði fengið tak á Alþingi
1281, var hún uin leið að sjálfsögðu orðin
að lögum lyrir Grænland, og' var hún send
lil Grænlands eftir þingið og birt þar. Ótal
sannanir eru fyrir þvi, að Jói>sbók var
lögbók Grænlands upp frá því. Er það þá
ekki efamál, að Grænland var i „várum
Iögum“ upp frá þvi og undirgefið íslenzku
löggjafarvaldi. Um lögþingið í hennar
umdæmi, hinu ísl.-grænl. þjóðfélagi, segir
Jónsbók: „En vér skulum lögþingi várt
eiga at öxará á þingstað réttum.“ Þarna
var lögþing Grænlands háð og konungur
]>ess hyltir, unz þingið var flutt til Reykja-
víkur. Tvö lögþing i einu forngerm. réttar-
samfélagi (lögum) er ómöguleiki, sem
aldrei nokkurs staðar hefur átt sér stað.
I 8. kapítula í Farmannalögum segir
Jónsbók Grænland vera innanlands og Iegg-
ur refsingar við afbrotum innlendra og út-
lendra manna þar. Textinn hljóðar svo:
„Nú ef háseti rýfr skipan undir stýri-
manni, ok verðr hann at því vitnissannr,
rýfr liann skipan innan lands, þá er hann
sekr. mörk fyrir lest hverja við stýrimann,
er af berz. En ef hann rýfr skipan fyrir
stýrimanni i Danmörku eða í Gautlandi
. . .. [upp talin ýmis lönd og sektir] . . . Nú
rýfr maðr skipan á Grænlandi eða hér á
íslandi, sá er útlenzkr er, eða austr i Görð-
um, sekr VIII örlugum ok XIII mörkum
silfrs, hálft konungi en hálft stýrimanni,"