Ægir - 01.07.1947, Qupperneq 34
21(5
Æ G I R
Um þenna lagataxta sagði hinn lærði
réttarsöguprófessor Norðmanna, Absalon
Taranger: „Viðbótin: um útlending stafar
af þvi, að ef það er íslendingur eða Græn-
lendingur, ]>á fellur það undir regluna um
brot á skipun innanlands í upphafi 1. gr.“
Hver og einn gelur séð, að þetta er rétt. En
þetta felur í sér, að bæði sé G.rænland inn-
a.nlands í íslenzka þjóðfélaginu, og Islend-
ingar séu innlendir menn á Grænlandi. En
l'yrir því eru og til margar aðrar Sannanir.
Ef Grænland hefði ekki verið nýlenda
Islands frá upphafi, mundi það með lög-
lök.u Jónsbókar hafa orðið hjálenda ís-
lands. En Jónsbólc er að réttum lögum lög-
hók Grænlands enn í dag.
Grágás, Járnsíða Jónsbók, Kristinrétti
Árna biskups og meira að segja öllum
fornbókum vorum, fornbréfum og fornum
sáttmálum ber öllum saman um það, að
öll útlönd séu fyrir austan ísland, og
stefnan til sérhvers iitlands er austur eða
utan, og stefnan l'rá sérhverju útlandi lil
svæðis vors þjóðfélags var út eða vestur.
En í vestur (eða norður) frá íslandi eða
svæði því, er íslenzka þjóðfélagið tók
yfir, þekktist ekkert útland, heldur lita
lögin á allt það svæði, bæði höf og lönd,
sem innanlands. \ranlar þó ekki, að lög-
l*ækurnar þekki þessi lönd. T. d. er sátt-
málinn frá 1016—23 við Ólaf digra, elzta
riluð heimild um nýlendu íslands á Græn-
landi og' Vínlandsferðirnar, og Grágás tek-
ur landhring islenzku heiinsmyndar-
innai' upp í formála sinn fyrir griðum.
Eng'inn íslenzkur maður gat afplánað
sekt sína samkvæmt lögunum með þvi, að
fara í vestur. Þeir urðu að fara vestan
(utari), Sögurnar og Sturlunga o. II. heim-
ildir sýná, að þeir fóru allir utan, en eng-
inn vestur. Enginn sekur Grænlendingur
hefur heldur nokkfu sinni komið til ís-
lands. Þeir fóru fram hjá íslandi til Noregs
og sellust þar að.
I Grænlandsmálinu milli Danmerkur og
Noregs úrskurðaði Fasti alþjóðadómstóll-
inn í Haag, að réttur sá, sem varð til yfir
Grænlandi við nám hinna fornu isl. land-
námsmanna hafi svarað lil landsyfirráða,
og að hann hafi tekið yfir allt Grænland.
Þessi landsyfirráð hafi síðar verið yfirfærð
lii Noregskonunga, en þeir hafi á ölluin öld-
um sýnt svo mikinn áhuga fyrir Grænlandi,
að ekki komi lil greina, að landið hafi ver-
ið gefið upp, og þar sem erlend riki hati
enga kröfu gert til Grænlands, hafi lands-
yfirráðaréttur konunganna haldizt um all-
ar aldir, svo að 1814 hafi Grænland sem
land tilheyrandi Noregs krónu á grund-
velli hins ævaforna réttar (ekki sem sam-
eignarland frá tímum Hans Egedes) kom-
ið undir krónu Danmerkur. Þar með er
viðhald landsyfirráðanna sannað, því gegn
þessu verður aldrei dæmt.
í þessúm orðum dómsins felst það, þótt
ekki sé það sérstaklega tekið fram, að
landsyfirráð þess lands. íslands, sem átti
Grænland upphaflega, voru enn óslitin, er
Grænland fylgdist með því undir krónu
Danakonungs. Og siðan hefur ekkert gerzt,
er svipt hafi ísland landsyfirráðum sínum
yfir Grænlandi.
Sjómenn! Um tíu ára skeið hafið það á
hverjum stórfundi sjómanna, er haldinn
hefur verið, samþykkt áskoranir lil lands-
stjórnarinnar og' Alþingis, að Alþingi ís-
lands, sem hið rétta löggjafarþing Græn-
lands, setti lög', er opnuðu Grænland fyrir
íslenzkum atvinnurekstri. Þetta er rétta
leiðin. En það verður að taka á þessu máli
ineð miklu sterkari og harðari lökum en
gert hefur verið hingað til. Þið sjómenn,
\erðið að standa á því, að vér íslendingar
eigum Grænland, en Danir eru þar óboðmr
útlendingar, sem engin réttindi eiga þar.
Og þið verðið að lemja því með slegg'ja-
slög'um inn í méSvitund fulltrúa ykkar i
landsstjórn og á þingi, að geri þeir ekki
að vilja ykkar i þessu ykkar mesta vel-
ferðarmáli, séu þeir ekki lengur, og' g'd*
ekki lengur verið ykkar umboðsmenn.
lúð verðið að sýna af ykkur sömu rögg nu
á 20. öld og Þorgnýr lögmaður og bónda-
alnuiginn i Svíþjóð á Uppsalaþingi forð-
um. Þá mun skriður kóma á þettn mál og
rétlur ykkar ná fram að ganga.