Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 4
152 Æ G I R bleksvörtu lcaffi úr fanti ásamt skonroki og kringlum, sperrtum við eyra við hverju orði, sem sagt var. Þá heyrðum við margt hermt frá ísafirði. Það var stór staður i hug okkar, við þekktum orðið „Neðsta“ og „Hæsta“. Við bárum einnig orðið kennsl á ýmis stórmenni þar vestra, en ekkert þeirra var þó nefnt jafn oft og Árni Jóns- son. Hann var talinn mikill karl, þungur á báru og fámáll. Við strákarnir höfðum margvíslegar hugmyndir um Árna, því að svo læra börin málið, sem það er fyrir þeim haft. Og enginn okkar, sem annars hafði nokkru sinni stigið út í jullu, var svo ófróður, að hann vissi ekki, að „pung- arnir“ voru kenndir við hann. Urn haustið komu svo feður okkar að vestan og unglingarnir, sem giftu sig í sumarmálagarðinum þá um vorið. Þeir voru orðnir menn með mönnum, hömpuðu sjóferðabók með innfærðri einkunnargjöf skipstjórans. 1 einni þeirra stóð: „Batn- andi er manni bezta að lifa.“ Sú einkunn flaug um þorpið. „Helvízkur þrællinn, hann gat látið það ógert að skrifa nokkuð“, mælti maður við mann. En það scm mest þótti um vert við komu manna að vestan eflir sumarið, var að þeir færðu oftast með sér björg í bú upp á veturinn. Slíkur staður, sem það gat lát- ið í té, var meira en kauptúnskorn í okkar augum. ísafjörður var því í vitund okkar bær mikilla möguleika og mikilla athafna. Ég var ])ess dulinn, þegar þessar minn- ingar voru að mótast, að þær áttu sér lang- an aðdraganda, merkilega forsögu. Engan lieyrði ég segja frá því, að á ísafirði hefði verið stofnaður og starfræktur fyrsti sjó- mannaskóli á Islandi og því síður, að þeir hefðu fremur verið þar tveir en einn uxn skeið. Enginn nefndi, að þar hefði hákarla- veiði á þilskipum staðið með mestuni blóma hér á landi um miðja síðustu öld. Enginn gat þess, að fyrsta ísl. gufuskipið hefði átt heirna á ísafirði og verið í eigu ísfirðings og því síður, að það hefði þótt nokkur viðburður, að annað eins skip og Stóri-Ásgeir, skyldi keyptur af íslending- Ekki var heldur haft orð á því, að öld vél- báta hér á landi hefði hafizt vestra. Allt lilheyrði þetta orðið sögunni, þegar kynni mín urðu al' snæfellskum sjómönnum a isfirzkum þiljuskipum. En eigi að síður a þetta allt sinn þátt í tilurð og þróunarferli ísafjarðar sem útgerðarbæjar. Isafjörður hefur inátt reyna það, sem ýmsir aðrir útgerðarstaðir, að sjávargjöf reynist oft svipul. Af þeim sökum skiptast á góðæris- og harðindakaflar í sögu stað- arins. Undanfarin ár hefur afli brostið, og af því markast líf Isfirðinga um þessar mundir. En enn eiga þeir dugmiklum sjó- mönnum á að skipa og mikluin og marg- víslegum tækjum til að afla og nýta sjávar- feng, þá er hann gefst. Er óskandi, að sá tími sé stutt undan, að Isfirðingar þreiti á því á nýjan leik, að fengsæl mið séu eklti langt frá landi, því að þá mun ekki einungis batna þeirra hagur, heldur jafn- framt verða til í nýrri mynd minningar um stað, sem getur miðlað framandi sjo- mönnum björg í bú. L. K. Kaupir allar tegundir af lýsi, hrogn, fiskimjöl, síldarmjöl og tóm- Bernh. Petersen. a^t,,n",,, Reykjavlk. Sfmi 1570. — Símnefni: Bernhardo. Selur: Kaldhreinsað meðalalýsi, fóðurlýsi, lýsistunnur, salt og kol í heilum förmum. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.