Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 12
160 Æ G I R son á Bergi í Vestmannaeyjum verið skip- stjóri á honum. Annar aflahæsti báturinn var Baldur, er fékk 560 smál. af fiski og 54 smál. af lifur í 38 róðrum. Meðalafli þessa báts í róðri varð því um 14.7 smál. Skipstjóri á Baldri er Haraldur Hannesson í Fagurlvst. Erlingur II var þriðji aflahæsti bátur- inn, en hann fékk 540 smál. af fiski og 51.5 smál. af lifur í 49 róðrum. Þessir bátar allir fengu meiri hluta afl- ans í net. Af togbátum var Von II aflahæst, féklc 497 smál. af fiski og 39 smál. af lifur. Skipstjóri á Von II er Guðmundur Vigfús- son. Aflahæsti dragnótabáturinn var Skuldin II, féklc 205,6 smál. af fiski og 11.5 smál. af lifur í 48 sjóferðum. Skipstjóri á þess- um bát er Guðjón Jónsson. Heildaraflinn i Vestmannaeyjum á ver- tíðinni varð 17 510 smál. miðað við sl. fislc með haus, og er það 3637 smál. minna en árið áður. Aflinn var hagnýttur á þennan hátt: Saltað 9180 smál., fryst 7730 smál., flutt út ísvarið 480 smál. og flutt út saltað (Stjarnan) 120 smálestir. Lifrarfengurinn reyndist 1505 smál., og er það 105 smál. minna en 1950. Úr lifrinni fengust 900 smál. af lýsi. Lifrarverð 1950 var kr. 2.10 pr. kg, en fyrir hrogn var greitt kr. 1.02. Á vertíð- inni 1951 var verð á síld til beitu kr. 1.70 kg. Frystihúsin sátu uppi með óseldar birgðir af síld sökum þess, hve línuver- tíðin stóð stutt. Heimildarmaður: Helgi Benónýsson, útgerðar- maður i Vestmannaeyjum. Stokkseyri. Fimm bátar stunduðu veiðar þaðan og öfluðu þeir allir með línu og netjuni. Vertíð hófst 26. janúar og slóð til 9. xnaí. Tið var einmunagóð til sjávarins allan veturinn, alltaf norðan- og norðaustanátt, fremur vindhæg, en oft töluverð frost. Nú- lifandi menn muna eklti aðra eins gæfta- vertíð á Stokkseyri, því að segja má að varla tæki úr dag frá róðrum og þá ekki nema einn í senn. Byrjað var að róa með nct 3. marz, og voru þau notuð úr því það sem eftir var vertíðar. Afli var yfirleitt lieldur tregur hæði á línu og í net, 3—5 smál. í róðri. Einstöku sinnum fékkst þó góður afli, Ú* —20 smál., en sjaldan náðist slíkur afli nema 1—2 daga í senn. Um 19. apríl skipti þó um til hins betra, því að þá kom afla- hrota, er hélzt þar til vertíð lauk. Aflaðist þá jafnan 10—14 smál. i róðri. — Þótt talið sé, að veiði hafi yfirleitt verið heldur treg, reyndist vertíðin þó ágæt, ein ineð þeiin beztu, er þar hafa komið, og er það einkum því að þakka, hve gæftir voru góðar. Vélbáturinn Ægir varð aflahæstur, fékk um 294 smál. af fiski og 25 189 1. af lifur. Mest fékk hann í róðri 29 smál. Háseta- hlutur á Ægi varð um 13 þús. kr. Bátur þessi er 15 rúml. að stærð, eign Jóns Magnús- sonar og Karls Karlssonar og er Karl for- maður á honum. Afli hinna bátanna var 182—229 smál. Heildarafli í verstöðinni varð 1131 smál. Af honum voru saltaðar um 600 smál., en hitt fryst. Óskar Halldórsson keypti gotuna fyrir kr. 0.80—1.20 lítrann. Heimildarmaður: Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri, Stokkseyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.