Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 35
Æ G I R
183
Togarinn „Sólborg",
einn af yngri nýsköp-
unartogurum, sem is-
firðingar hafa nýverið
eignast.
1919 og 1920, höfðu leikið ýmsa ísfirðinga
grátt.
Árið 1924 voru svo stofnuð tvö togara-
utgerðarfélög í bænum. Nefndist annað
þeirra Græðir eftir hinu fyrra félagi. Aðal-
]nenn þess voru þeir Jón Auðunn Jónsson
°g Sigurjón Jónsson. Jón Auðunn var jafn-
framkvæmdastjóri félagsins. Hitt féiag-
1]5 nefndist Togarafélag ísfirðinga. Voru
helztu frumkvöðlar að stofnun þess félags:
rryggvi Jóakimsson og Helgi Guðmunds-
s°n, þáverandi forstjóri Landsbanka-úti-
búsins í bænum.
Báðir togararnir komu til landsins í
íebrúar 1925 og hófu þá veiðar. Voru þeir
þá nýlegir, annar smíðaður 1916, en hinn
1919. Stærð þeirra var um 324 smálestir.
l°gari Græðisfélagsins var nefndur „Haf-
steinn“, en skip Togarafélags ísfirðinga var
sblrt „Hávarður Isfirðingur“. Hafsteinn
^afði um skeið heimilisfang á Flateyri.
ar hann seldur suður 1936.
.,Hávarður“ var nokkuð þrautseigari í
•ffinum. Félag það, sem að honum stóð, var
geít upp nieð nýju innskotsfé, og varð að
s,ðustu gjaldþrota. Framkvæmdastjórar
félagsins voru: Tryggvi Jóakimsson, Matt-
hías Ásgeirsson og að síðustu Finnur Jóns-
son alþm. Var þá stofnað nýtt hlutafélag
um skipið, er nefndist Valur h.f. „Hávarð-
ur“ var þá líka sldrður upp, og hét nú
„Skutull“. Bæjarstjórn Isafjarðar og eink-
um Guðmundur G. Hagalín, þáverandi for-
seti bæjarstjórnar, átti aðalþátt í að fé-
lag þetta var stofnað. Lögðu bæjarsjóður
og nokkrir sjóðir bæjarins, svo sem hafnar-
sjóður og lóðasjóður, fram nær hehning
hlutafjárins, en aðrir helztu hluthafar voru
þau systkin Soffía Jóhannesdóttir og Ágúst
Jóhannesson, Kaupfélag ísfirðinga, Lúðvík
Vilhjálmsson skipstjóri og Árni Ingólfs-
son, síðar skipstjóri. Ágúst Jóhannesson
var framkvæmdastjóri, en stjórnina skip-
uðu þau Guðmundur G. Hagalín, Soffía
Jóhannesdóttir og Kristján Jónsson frá
Garðsstöðum.
„Skutli“ var haldið úti af félagi þessu þar
til i nóvember 1941. Þá var skipið selt til
Reykjavílcur. „Skutull“ lenti að nokkru í
gróðahöppum fyrri hluta ófriðaráranna, og
varð því góður hagnaður af skipinu, og þó
einkum af sölu þess. Nokkuð hefur verið