Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.1951, Blaðsíða 14
162 Æ G I R Bi'örn Pórðarson, Grindavik. Teddy frá Hafnarfirði. Bátarnir fiskuðu allir á línu og í net, nema tveir, Hörður og Óðinn fiskuðu eingöngu á línu. Tíðarfarið var ágætt alla vertíðina, mátti heita stöðugar gæftir og aldrei nein stór- viðri. Afli var yfirleitt tregur alla vertíðina. Jafnbeztir róðrar fengust í net í marz og í byrjun apríl. Allir bátarnir fiskuðu ein- göngu á línu í febrúar, en í byrjun marz kom loðnuganga, og þá lögðu þeir bátar þorskanet, sem áttu þau, eða 11 bátar af 13. í netin fiskaðist sæmilega, en aflinn var mjög misjafn. Seinni partinn i marz fór að draga úr loðnugöngunni og aflinn þá að verða tregur í netin, og i byrjun april tóku bátarnir að fiska á línu aftur, allir nema Grindvíkingur, hann færði net- in af grunninu og fór að fiska á Selvogs- banka í þau. Hann fékk marga góða róðra þar, en varð að hætta vegna netjaleysis upp úr miðjum apríl. Aðallega varð hann l'yrir netjatjóni af völdum togara þar á bankanum. Mestan afla í róðri fékk m/b Grindvík- ingur hinn 4. april, 20 200 kg af sl. þorski, og fékk það í net. Grindvíkingur var og liæstur með afla yfir vertíðina, fékk 579 786 kg af slægðum fiski í 69 róðrum, og 53 602 lítra af lifur. Tvö liraðfrystihús og ein fiskþurrkunar- stöð keyptu aflann af bátunum. Hraðfrysti- húsin bæði frystu um 25 þús. kassa af þorski og ýsu yfir vertíðina, hitt var allt saltað, nema keila, hún var seld í fiski- mjölsvinnslu og til herzlu. í fiskimjölsverksmiðjunni var skipt um vélar í byrjun ársins, lögð niður gömlu tækin, sem afköstuðu um 15 smál. á sólar- hring og sett upp ný tæki, sem vinna úr 35—40 smál. á sólarhring. Hin nýju tæki tóku til starfa 12. marz og var eftir það unnið úr þeim beinum, er til féllust á staðnum. Útgerðarmenn söltuðu gotuna sjálfir af flestunum bátun- um. Óskar Halldórsson, Ltd. keypti gotu al tveimur bátum á kr. 1.30 lítrann, og brað- frystihúsin keyptu afla óinnanifarinn af sínum bátnum hvort. Óskar Halldórsson Ltd. keypti alla lifur af bátum hér yfir vertíðina. Verð á lifrinni er umsamið að verði hér hið sarna og endanlega verður í Keflavík. Um lokin borgaði hann kr. 2.00 út á lítrann, svo sem gert var í Keflavík, en endanlegt uppger verður ekki fyrr en í haust. Lifrarverð hér síðastl. ár var kr. 1.30 lítrinn. Hraðfrystihúsin seldu bátunum beitu- síld á kr. 170.00 tunnu og höfðu nóg af lienni út vertíðina. Veiðarfæratap var með ininna móti, mest að þakka hinni góðu veðráttu alla vertíðina. Frátafir báta vegna veikinda á mann- skap voru ekki teljandi, þrátt fyrir að in- flúenza gekk í marz og fram í byrjun apríl- mánaðar. Hæstur hlutur er áætlað að verði á m/b Grindvíking, um kr. 28 000.00. Hann er eign hlutafélagsins Ingólfur I, en eigendiir þess eru aðallega þeir menn, sem við bátinn vinna. Formaður á bátnum var Björn Þórðarson, 31 árs að aldri, ættaður úr Vestmannaeyjum. Hann hefur verið með bátinn frá því hann var smíðaður árið 1947, alltaf hæstur eða með þeim hæstu í afla. Hann var og aflakóngur í Grinda- vík vertíðina 1950. HeimildarmaSur: Guðsteinn Einarsson, hrepp- stjóri, Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.