Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1971, Page 9

Ægir - 01.12.1971, Page 9
ÆGIR 359 2. mynd. Svona er þetta í raun og veru. því samtímis yfir 60x6 gráður og geislasam- stæðuna er hægt að senda út, hvort heldur er lóðrétt eða lárétt, því að leitarspeglinum er hægt að snúa um 90 gráður og allt þar á milli. Senditíðnin er 38 kílórið og dragvídd geislanna er 500 metrar, það er að segja á þeirri vegalengd ná þeir smæstu torfum. Siglingatækjasamstæðan Siglingatækjasamstæðan byggist á eins- konar fjór-átta skriðmæli (dopplerloggi) og gýróáttavitanum. Skriðmælirinn er bergmælir og þannig gerður, að hann send- ir í fjórar áttir í einu: framundan, til bak- borða og stjórnborða, og afturundan. Senditíðnin er 300 kílórið. Hreyfingar skipsins, áfram, afturábak eða til hliðanna, eru mældar þannig, að sent er að ákveðnu marki, til dæmis hafsbotninum, en hann er hægt að nota sem viðmiðun á 200 metra dýpi, eða miðað er við eitthvað í sjónum, svo sem átubletti eða loftbólur. Sendingar frá þessum bergmálsmæli umreiknast í tölvunni og hreyfingar skipsins koma fram í myndfletinum á skerminum. Nákvæmnin í stöðumyndinni er það mikil, að hugsanleg skekkja eftir 5—10 mínútur er ekki nema sem svarar skipslengdinni. 3. mynd. Svona kemur það fram á myndskerminum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.