Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 10

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 10
Tafla I. HEILDARAFLI (Br áðabirgðatölur) 1973 1972 þús. lestir þús. lestir I. Þorskaf li: ósl. ósl. a) Bátaafli 285.0 322.8 b) Togaraafli .... 95.0 56.9 Samtals 380.0 385.7 II. Síldarafli 45.0 41.5 III. Loðnuafli 437.0 277.0 IV. Rækjuafli 7.0 5.3 V. Humarafli 3.0 4.3 VI. Hörpudiskur 3.5 7.3 VII. Hrognkelsi 4.3 3.3 VIII. Annar afli 14.0 4.8 Samtals 894.0 720.2 þess að bæði skip og verksmiðjur nýttust bet- ur en ella hefði orðið. Fleiri verksmiðjur tóku á móti loðnu til vinnslu en áður. Að sjálfsögðu eru ómetin þau áhrif, er gosið í Heimaey hafði, þar sem hinar stóru og vel búnu verksmiðjur þeirra Vestmannaeyinga nýttust aðeins að litlu leyti á þessari vertíð. Rækjuaflinn var betri en nokkru sinni fyrr. Eru enn óskýrðar þær miklu sveiflur, sem eru á viðkomu þessa stofns og þar af leiðandi á afla. Að venju veiddist mest rækja í ísafjarð- ardjúpi, þótt Arnarfjörður, Húnaflói og Breiði- fjörður skiluðu drjúgum afla. Þá veiddist nokkuð magn við Reykjanes og lítilsháttar var veitt í Berufirði. Síldaraflinn var svipaður á s. 1. ári og 1972. Að undanteknum nokkur hundruð lestum, er fengust í reknet hér við land, veiddist öll síld- in í Norðursjó og nærliggjandi svæðum og var nær allri landað í Danmörku. Verðlag var mjög hagstætt. í öðrum afla kvað mest að spærlingi. Voru 6-8 bátar gerðir út með spærlingstroll á s. 1. sumri. Var afli þeirra yfirleitt góður. Gefa þarf þeim möguleikum, sem þarna eru fyrir hendi, meiri gaum á næstunni. Vertíðin. Þorskafli bátaflotans á vetrarvertíð var all- miklu minni samkvæmt skýrslum en árið áður, eða um 20 þús. lestum. Stafar það bæði af minni fiskgengd og því, að nokkur tilfærsla afla átti sér stað milli báta og togara, þar sem afli allra skuttogara án tillits til stærðar var talinn með togurum á árinu 1973. Á árinu 1972 var aftur á móti afli minni skuttogara talinn til bátaafla. Þorskafli togaranna var aftur á móti svipaður bæði árin, um 27 þús. lestir, þrátt fyrir langvinnt verkfall togara- sjómanna í febrúar og marz. Stafar það m. a. af fyrrnefndri aflatilfærslu og einnig af því, að allmörg ný skip bættust flotanum á tíma- bilinu. Ógerningur er að meta áhrif gossins í Vest- mannaeyjum, þeirrar aðlögunar, sem varð að eiga sér stað hjá bátaflota Vestmannaeyinga, svo og breytinga á afkastamöguleikum vinnslustöðva á vertíðarsvæðinu. Þótt merki- legt megi virðast, var afli Vestmannaeyjabáta á vertíðinni 1973 nokkurn veginn hinn sami og á vertíðinni 1972, þrátt fyrir þá óhemju erfiðleika, sem þeir áttu við að glíma. Sýnir þetta dugnað Vestmannaeyinga og harðfengi. Hitt er svo annað mál, hvort aflamagn báta frá Vestmannaeyjum hefði ekki reynzt meira en raun bar vitni, ef þeir hefðu getað athafn- að sig frá heimahöfn. Sumar- og haustafli bátaflotans var rýr og almennt nokkuð lakari en árið áður. Má auk tregari afla sjálfsagt eitthvað kenna þeim breytingum á sókn, sem víða hafa orðið og or- sakast af tilkomu hinna nýju skuttogara. Afli skuttogaranna var hinsvegar góður þegar á heildina er litið, sérstaklega yfir sum- armánuðina, en tregðaðist er á haustið leið. Ekki verður sagt, að fjárhagsleg afkoma flotans hafi verið góð á árinu, þrátt fyrir auk- inn heildarafla og ört hækkandi verðlag. Á móti vógu miklar hækkanir á rekstrarkostnaði og rýr afli hjá stórum hluta flotans. Að sjálf- sögðu var afkoman mjög misjöfn. T. d. batn- aði hún verulega hjá loðnu- og síldarbátum borið saman við árið 1972, en það ár var um almennan taprekstur að ræða hjá þessum bát- um. Hjá meginþorra þeirra báta, er þorsk- og humarveiðar stunduðu var afkoman afleit, eins og reikningar Aflatryggingasjóðs bera með sér. Ekki eru enn fyrirliggjandi hjá Fiskifélag- inu nægilega skýr gögn um afkomu skuttog- aranna. Þó virðist ljóst, að rekstur þeirra hafi gengið erfiðlega, þrátt fyrir góðan afla hjá mörgum þeirra. Mun innan tíðar birt hér í Ægi ýmis gögn um rekstur þeirra og afkomu, svo og annarra fiskiskipa. 2 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.