Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 16

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 16
mánuði s. 1. og var skreiðin yfirleitt hækkuð um 70%. Stjómvöld í Nigeríu vildu hinsvegar ekki samþykkja lágmarksverðið og hafa því enn ekki gefið út neitt innflutningsleyfi eftir 1. apríl s. 1. í Nigeríu eru nokkrar vörutegundir enn háð- ar innflutningsleyfum og er skreiðin þar á meðal. Á árinu 1973 var greiðslufrestur stytt- ur úr 6 mánuðum í 3 mánuði. Þann 1. apríl n. k. kemur í ljós, hvort skreið verði áfram háð leyfisveitingum eða gefin frjáls. að fyrr. Markaðsástandið á ítalíu fór mjög batnandi strax á árinu 1972 en þá var seld þangað Afríkuskreið, Astra-skreið. Það hefur gengið mjög vel að selja skreið- ina til Ítalíu og hafa sendingar farið jafnharð- an og metið hefur verið. Það hefur háð út- flutningnum nokkuð, að sumir framleiðendur hafa ekki getað látið meta og pakka fyrr en seint á árinu og nokkrir eru ekki búnir enn. Ástand og horfur. Venðlag á skreið til ítalíu. Eftirfarandi tafla gefur skýra mynd af hækkun verðs frá árinu 1970. Allt verð er mið- að við 1.000 kg. cif. Ítalía, og er verðið í sterl- ingspundum. 1970 1971 1972 1973 Edda 70/UP £460 £580 £812 £1218 Edda 60/70 £445 £560 £784 £1176 Edda 50/60 £425 £535 £749 £1123 Edda 40/50 £380 £475 £665 £ 998 Edda 20/40 £330 £410 £574 £ 871 Saga IG £530 £665 £931 £1397 Saga IM £490 £615 £861 £1291 Saga IP £450 £560 £784 £1176 Þessar tegundir af skreið eru þær, sem ítalir hafa ávallt keypt, og eru gæði þessara teg- unda viðurkennd á ítalíu. Nú hefur það gerst að seinni hluta árs 1973 hafa ítalir keypt eftirtaldar tegundir á mjög háu verði en þær tegundir skreiðar hafa næst- um eingöngu verið seldar fyrr til Nigeríu og annarra markaða í Afríku: ASTRA og STELLA þorskur 20/40 ASTRA og STELLA þorskur 30/50 ASTRA og STELLA þorskur 50/70 ASTRA og STELLA þorskur 70/UP Ufsi, allar stærðir Ýsa, allar stærðir Keila, allar stærðir Langa, allar stærðir Polar þorskur (ath. lægsti matsfl.) £1.000.— £1.020.— £1.035,— £1.050,— £850.— £775,— £1.000,— £1.000,— £850.— Það kemur skýrt í Ijós að þegar vantar venjulegar tegundir á ítalska markaðinn, þá er hægt að selja þangað aðrar tegundir, sem næstum aldrei hefur verið hægt að selja þang- Það er jafnan erfitt að spá og ekki síst nú. Hvort Nigería muni gefa skreiðarinnflutning- inn frjálsan, getur enginn sagt um og heldur ekki, hvaða verð gæti fengist í Nígeríu fyrir þær birgðir, sem enn eru eftir i landinu nema það verði kannað sérstaklega. Birgðir nú eru ekki miklar, einkum er það ufsi og þorskur í lægsta gæðaflokki. ítalir hafa nú fengið nokkur sýnishorn af þessum lokabirgðum og á það eftir að koma í Ijós, hvort þeir kaupi eitthvert magn af því sem eftir er. Um verðlag á skreið 1974 á Ítalíu er einnig erfitt að segja. Ef framleiðslan verður lítil bæði í Noregi og á íslandi, þá verður eftir- spumin mikil. Núverandi ástand í heiminum kann að valda samdrætti í iðnaði á ítalíu sem og annars- staðar og slíkt ástand veldur atvinnuleysi og minni kaupgetu. Það má gera ráð fyrir að hinn góði skreið- armarkaður á Italiu verði nýttur eins og hægt er með því að framleiða skreið og að hinir miklu möguleikar i Nígeríu verði kannaðir til hlítar. Nigería er mikill markaður. Þar búa yfir 60 milljónir manna. Nigería er komið í flokk 10 stærstu olíuframleiðslulanda í heimi. í Nig- eríu er hægt að kaupa timbur í ýmsum teg- undum og krossvið í öllum tegundum. Nú er stjórnarfari í Nigeríu þannig háttað að þar er hernaðarstjórn. f þeirri stjóm eru margir aðilar frá Norður-Nigeríu og eru þeir sterkasta aflið í stjóminni. Nú er ekki borðuð skreið í Norður-Nigeríu og þessvegna hafa þeir engan áhuga á að láta kaupa og flytja inn skreið. Norður-Nigería er kjötframleið- andi, því þar eru beitilönd fyrir stórar hjarð- ir nautpenings. í öðrum hlutum Nigeriu getur nautpeningur ekki lifað. Það má því ætla að 8 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.