Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 11

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 11
Hagnýting fiskaflans var með svipuðu sniði og s. 1. ár, eins og meðfylgjandi tafla ber með sér, nema hvað allmikil aukning varð á loðnu- frystingu. Tölurnar fyrir árið 1973 eru að sjálfsögðu bráðabirgðatölur. Verðlag sjávarafurða var yfirleitt mjög hagstætt. Má segja, að verð flestra mikilvægra vöruflokka hafi hækkað milli 50 og 100%. Sem dæmi má nefna, að fiskblokk á Bandaríkja- markaði hækkaði úr 48 centum pundið í 82 sent. Áþekkar hækkanir urðu á skreið og salt- fiski. Afkoma vinnslustöðva var í ýmsum grein- um all góð, einkum þar sem hráefnisframboð var gott og stöðugt, enda þótt hækkanir á kaupgjaldi og öðru verðlagi væru miklar á árinu. Þá ollu sveiflur á gengi helztu gjald- miðla allmiklum erfiðeikum í viðskiptum. Astand fiskstofna. íslenzku síldarstofnarnir virðast nú vera í vexti, þótt hægur sé. Að ráði Jakobs Jakobs- sonar sameinuðust samtök sjávarútvegsins um, að bann við veiðum í herpinót skyldi framlengt til 1. sept. 1974. Ýmsar takmarkanir á sókn í humarstofn- inn tóku gildi á árinu, og orkuðu sumar tví- mælis vegna óhagstæðra áhrifa á rekstur báta- flotans. Hámarkskvóti var ákveðinn 3000 lest- ir, sem ekki var fylltur, auk þess svæða- og tímatakmarkanir. Sem fyrr segir, voru settar takmarkanir á veiði hörpudisks. Svipaðar reglur giltu áfram á árinu um rækju- og loðnuveiðar, svo og um veiðar með dragnót og þorsk- og ufsanót. Þá giltu sömu meginreglur og áður um veiðisvæði fyrir línu-, net og botnvörpu. Viðkomandi reglugerða hefur jafnóðum ver- ið getið í Ægi og þarf ekki að rekja nánar. Flestir stofnar botnlægra fiska eru ýmist ofnýttir eða fullnýttir. Voru sett ýmis ákvæði um lokun svæða sem þann tilgang hafa að vernda uppeldis- og hrygningarstöðvar. Fljót- lega komu þó í Ijós annmarkar þess að fast- ákveða slíka svæðaskipan fyrirfram til langs tíma í senn. Hafði stjórn Fiskifélagsins og Fiskiþing varað við þeirri stefnu. Taldi stjórn félagsins og telur, að meiri sveigju verði að gæta í ákvörðunum um lokun veiðisvæða í þessu skyni, ef árangur eigi að nást. Merkasti áfanginn, sem náðist á árinu um takmörkun sóknar í umrædda fiskstofna, var samkomulag við Breta um verulega minnkun sóknar þeirra á íslandsmið. Hefur efni þess samkomulags þegar við getið í Ægi. Enda þótt sá er þetta ritar hefði fremur kosið fastákveð- inn hámarksafla Breta á samningstímabilinu en fækkun veiðiskipanna, en þó helzt hvort- tveggja, er þó ekki nokkur vafi á því að ákvæði samkomulagsins muni leiða til minni sóknar Breta á samningstímabilinu. Þegar þetta er ritað hefur enn ekki náðst samkomu- lag við V.-Þjóðverja um að þeir dragi úr sókn sinni og afla hér við land og hlýti íslenzkri lögsögu við veiðamar. Því miður virðast samn- ingar við þá eiga langt í land. — Hér gildir hið sama og sagt er að framan, höfuðáherzlu ber að leggja á hámarksafla og veiðisvæði. Tafla II. HEILDARAFLINN 1973 og 197 2. Bráðabirgðatölur um hagnýtingu 1973. Til frystingar Til söltunar Til herzlu ísfiskur Annað Samtals 1973 1972 1973 1972 1973 1972 1973 1972 1973 1972 1973 1972 1. Þorskafli 227.3 243.3 104.8 108.0 12.7 3.3 18.5 19.6 17.8 11.5 381.1 385.7 2. Síldarafli — 2.1 — 0.6 — 3.3 45.0 38.3 — 0.5 45.0 41.5 3. Loðnuafli 22.0 7.0 — — — — — — 414.8 270.0 436.8 277.0 4. Rækja 7.0 5.3 7.0 5.3 5. Hörpudiskur 3.5 7.3 3.5 7.3 6. Humarafli 2.9 4.3 2.9 4.3 7. Hrognkclsi — — — — — — — — 4.5 3.3 4.5 3.3 8. Annar afli — — — — — — — — 13.2 1.4 13.2 1.4 SAMTALS 262.7 269.3 104.8 108.6 12.7 3.3 63.5 57.9 450.3 286.7 894.0 ÆGIR 725.8 — 3

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.