Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 28

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 28
NÝ FISKISKIP Fjölnir ÍS 177 30. oktober s. 1. afhenti Slippstöðin h.f. nýbyggingu nr. 51, Fjölnir ÍS 177, sem er eign Sæbjargar h.f., Þingeyri. í 10. tbl. Ægis 1973 er m/s Bjarnarey VE 501 lýst, sem var nýbygging nr. 45 hjá Slippstöðinni. M/s Fjölnir er byggður eftir sömu teikningu og m/s Bjarnarey, nema hvað breyting hefur verið gerð á skut skipsins, sem er gafllaga. Skipið er byggt úr stáli, 142 brl. að stærð og mesta lengd 31,15 m. Að öðru leyti vísast í mál og stærðir fyrir m/s Bjarnarey í 10. tbl. þó eru brennsluolíugeymar heldur stærri, eða um 30 m3. Undir þilfari eru fimm vatnsþétt þil sem skipta skipinu í eftirtalin rúm: Stafnhylki (neyzlu- vatn); íbúðir framskips; fiski- lest; vélarúm; íbúðir aftur- skips og skuthylki fyrir brennsluolíu. Undir íbúðum framskips eru ferskvatns- geymar, en milli íbúða og fiskilestar eru asdikklefi, keðjukassar og brennsluolíu- geymar. í vélarúmi eru tveir síðugeymar fyrir brennsluolíu. Tveir 3ja manna klefar eru í framskipi, en í afturskipi eru einn 3ja manna og tveir einsmanns klefar. Fremst á aðalþilfari er lok- aður hvalbakur, þar sem er snyrtiklefi og geymsla fyrir veiðafæri. Að aftan er þilfars- hús. Út við síðu, bakborðsmeg- in í þilfarshúsi, er gangur fyr- ir beitningaraðstöðu, en aftast í þilfarshúsi er ca. 16 ms beitu- frystir (línubalakælir) og auk þess lítill affrystiklefi fyrir beitu. Til hliðar við gang og framan við beitufrysti eru vistarverur áhafnar, þ. e. borð- salur, eldhús, matvælageymsl- ur, snyrting og vélareisn. Á bátaþilfari er stýrishús, kortaklefi og skipstjóraklefi. Aðalvél skipsins er MWM, gerð TBD 440-6, 765 hö. við 850 sn/mín. Vélin tengist gegnum niðurfærslugír (2:1) Liaaen skiptiskrúfuútbúnaði, gerð ACG 45/355. Skrúfa skipsins er 3ja blaða með 1600 mm þvermáli. Utan um skrúfu er skrúfuhringur. Hjálparvélar eru tvær Cater- pillar D 330 NA, 67 hö. við 1500 sn/mín. Hvor vél knýr Newag-Stanford rafal 45 KVA, 3x220 V, 50 rið. Stýrisvél er rafstýrð vökvaknúin af gerð- inni Tenfjord L 115. í skip- inu er hydroforkerfi, bæði sjó- og ferskvatns-, frá Bryne Mek. Verksted. íbúðir eru hitaðar upp með rafmagnsofnum. Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lágþrýst kerfi) frá Vélaverkstæði Sig. Svein- björnssonar h.f. Togvinda er af svonefndri 16 tonna gerð. Vindan hefur tvær togtromlur, sem hvor um sig tekur um 600 faðma af 2 vír, tromlu fyrir bómuvír, 2 keðjuskífur og 2 spilkoppa. Togátak vind- unnar á miðja tromlu (630 mm^) er 6,8 t. og vírahraði 60 m/mín. Línuvinda hefur 2,5 t. togátak og bómuvinda 0,7 t. Framan á aðalvél er afl- úttak fyrir vindudælu, sem er Allweiler SNH 2200. Á ann- arri hjálparvélinni er vara- dæla fyrir vindukerfi, Allweil- er SNH 440. Skipið er búið toggálgum fyrir skuttog. f skipið var sett norsk línu- vélasamstæða frá Trio-Must- ad. Línuvélasamstæða af þess- ari gerð var reynd um borð í Ásþór RE 395 sumarið 1972 (sjá Ægi 1972, 16. tbl.). Sam- kvæmt upplýsingum eigenda Fjölnis ÍS var vélasamstæðan aðeins örfáa daga um borð, þar sem árangur var að þeirra áliti óviðunandi. Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd með 4-ra mm stálplöt- um. Lestarstoðir eru úr stáli, en uppstilling úr áli. Lest skipsins er kæld og eru kælileiðslur i lofti lestar. Kæli- vél fyrir lest er Bitzer IV W. Fyrir beitufrysti (línubala- kæli) er Bitzer IV W kæli- þjappa og Kuba blástursele- ment. Fyrir matvælakæli, matvælafrysti og affrystiklefi er Bitzer n W kæliþjappa. Kuba blásturselement eru í matvælaaffrysti og affrysti- klefa, en kælileiðslur í mat- vælakæli. Kælimiðill er Freon 12. Af siglinga-, fiskleitar- og fjarskiptatækjum eru þau helztu: Ratsjár: 2 stk. Decca, RM 926 (60 sml.) og RM 916 (48 sml.) Miðunarstöð: Koden KS 500. Loran: Mieco, gerð 6805. Sjálfstýring: Sharp Helsman. Dýptarmælir: Simrad EQ 38. Fisksjá: Simrad C I. Asdik: Simrad SL Talstöð: Sailor T 122/R 105, 400 W, S. S. B. Örbylgjustöð: Sailor RT 141. Skipstjóri á Fjölni ÍS er Trausti Egilsson og 1. vél- stjóri Matthías Bjarnason. Framkvæmdastjóri útgerðar- innar er Magnús Amlín. * Ægir óskar eigendum og áhöfn til hamingju með þetta glæsilega fiskiskip. 20 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.