Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 23

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 23
Verðrar og loglausrar framkomu. Sú spurning vaknar hvers sú þjóð geti vænst, sem óvirðir þær skyldur, sem hún hefur gengist undir, þau lög, er gilda í samskiptum þjóða og þær siðferðilegu kvaðir, sem því fylgir að vera í samfélagi þjóða heims. Vissulega höfum við jafnan lagt áherslu á að teljast fullgildir í fjölskyldu þjóðanna. Þannig erum við t. d. aðilar að Sameinuðu þjóðunum og tökum þátt í margvíslegu sam- starfi þjóðanna og heimsmótum, allt frá feg- urðarsamkeppni til Olympíuleika, þá fáum við margvíslega fyrirgreiðslu á alþjóðavett- vangi. Getum við vænst þess að njóta þessara fríðinda, án þess að sýna samþjóðum okkar til- lit og þeim alþjóðlegum stofnunum, sem þær hafa komið upp til tryggingar réttlæti, friði og framförum í heiminum. Ein slík stofnun er einmitt Alþjóðadómstóllinn og reyndar sú mikilvægasta, eins og allir hugsandi menn hljóta að viðurkenna, enda eigi unnt né rétt að líta á starf hans í öðru ljósi, en það gerum við með því að óvirða hann. Það er undarlegt að heyra sæmilega viti- borna menn finna Alþjóðadómstólnum til for- áttu að hann skuli skipa gamlir menn. Vissu- lega er það rétt að meðalaldur dómenda Al- þjóðadómstólsins er nokkru hærri en meðal- aldur alþingismanna, tveir þeirra eru eldri en elzti alþingismaðurinn. í þessu sambandi er þess að gæta, að þeir sem veljast til þessara æðstu starfa á sviði lögvísinda, þurfa jafnan nokkurn tíma, jafnvel áratugi, til að sýna með starfi sínu að þeir verðskuldi slíkan trúnað og eins hitt, að menn vitkast með aldrinum, þeir læra af reynslu sinni og eins geta þeir aflað sér aukinnar menntunar allt fram á efri ár. Því má bæta við, að yngstu dómendur Al- þjóðadómstólsins eru talsvert yngri en yngsti dómari Hæstaréttar íslands. Annars er allt svona tal um aldur manna óraunhæft, því engum kemur til hugar að neinn fulltrúi á þingi Sameinuðu þjóðanna færi að kjósa elli- sera menn til svo mikilvægra embætta, sem Alþjóðadómstóllinn er. Þá heyrist því stundum haldið fram, að dómendur Alþjóðadómstólsins séu einungis leppar stórveldanna eða ríkisstjórna sinna. Slíkar getsakir eru gjörsamlega út í hött að því er tekur til dómenda frá lýðfrjálsum ríkjum. Það væri álíka fjarstætt og að halda því fram að ríkisstjórnin reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. í þessu sambandi má geta þess, að ísland hefur t. d. undanfama áratugi átt dómara í mannréttindadómstól Evrópu, og er ég þess fullviss að ríkisstjórnin hefur aldrei reynt að hafa áhrif á atkvæði okkar manns í þeim dómstól og jafnsannfærður er ég um, að dóm- arinn sjálfur myndi ekki taka tillit til slikra afskipta. Óhætt mun vera að fullyrða, að afstaða rík- isstjórna hinna lýðfrjálsu ríkja er hin sama, en öðru máli gegnir um dómara lögregluríkja, sem jafnan verða að hugsa um að falla ekki í ónáð heima fyrir og verða þvi beint eða óbeint að taka tillit til óska ríkisstjórna sinna. Að mínu mati hefur aldrei verið ástæða til að efast um að rök okkar leiði til sigurs í málinu fyrir réttlátum dómstól. Þá vaknar sú spurning, er dómstóllinn þannig skipaður, að íslendingar megi vænta réttlátrar niður- stöðu. Á það hafa ýmsir borið brigður og nefna þar einkum til þær tvær ástæður, sem hér hefur verið vikið að og sýnt er fram á að eru í meginatriðum ekki á rökum reistar. Hins er að gæta að Alþjóðadómstólnum ber í starfi sínu að taka tillit til þróunar þjóða- réttar og í því efni er ekki að efa, að hún hef- ur verið okkur hagstæð. Óhætt mun vera að fullyrða, að af 15 dóm- endum munu um 10 vera á okkar bandi. 1 andstöðunni verður brezki dómarinn, sem mun telja 12 sjómílna víðáttu alþjóðareglu, senni- lega einnig rússneski dómarinn og sá pólski, sem hætt er við að verði á sömu skoðun. Hef ég áður fært rök að þessu áliti mínu, en því skal þó bætt við, að fjórir dómenda Alþjóða- dómstólsins eru frá löndum með 50 sjómílna landhelgi eða stærri. Til þess að einfalda og skýra mál er oft gripið til dæma úr daglega lífinu. Segjum að í þessu dæmi séu Bretar eins og stórbóndi á eyju, eða eyjarhöfðingi, sem langa tíð hefði verið yfirgangssamur í garð nágranna sinna. Segjum ennfremur að í dæminu sé íslenzka þjóðin smábóndi, sem hefur mátt þola það að eyjarhöfðinginn í trausti valds og ofbeldis, hefur flutt fé sitt upp á land til beitar í landi smábóndans og stoðar honum lítt að leita til bjargálna bónda, granna síns, sem tekið hefði sér það vald að vera í fyrirsvari fyrir smá- ÆGIR — 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.