Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 25

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 25
árslok 1974. Krafa þessi er sett fram í trausti þess að 200 sjóm. víðáttan verði samþykkt sem alþjóðaregla á Hafsbotnsráðstefnunni, sem vægast sagt litlar sem engar likur eru til. Hitt er svo annað mál að úr því að svona margir ábyrgir menn telja 200 sjóm. vænleg- ar til sigurs, þá ættu 50 sjóm. að vera það þeim mun fremur. Manni hefði fundist nóg að gert í bili og réttara hefði verið að standa einhuga saman um þegar afmarkaðar aðgerðir, í stað þess að rugla málstað okkar fyrir Alþjóðadómstólnum og hóta Bretum áframhaldandi þorskastríði næstu áratugi út af 200 sjómílna landhelginni. Að mínum dómi er á þessu stigi máls alls ekki heldur fýsilegt að hengja okkur aftan í 200 sjómílna þjóðirnar, því má ekki gleyma, að þær eru ekki aðeins þróuncu-þjóðir á efna- hagssviðinu, heldur einnig á menningar-, stjórnmála- og siðferðissviði, svo sem afdrif Allende Chileforseta er nú nýjasta dæmið um. 200 sjómílna landhelgin við Suður-Ameríku- strendur talar þannig sínu máli um hug þeirra þjóða og hvemig t. d. Perúmenn hafa nýtt sína landhelgi með ofveiði, er og dæmigert, — að vísu ferst okkur ekki að tala, þegar t. d. hugsað er til ofveiði síldarinnar, sem er al- þjóðleg vísbending um skammsýni okkar, en ætti að verða okkur til ævarandi varnaðar. — í því sambandi má ekki gleyma sérstöðu okk- ar, að gegnum aldirnar var talið eðlilegt, af þeim sem til þekktu, að ísland hefði stærstu landhelgi, sem þá var vitað um, og hefði það átt að vera innlegg í málið fyrir Alþjóðadóm- stólnum, í stað þess að spilla nú e. t. v. fyrir okkur með því að heimta 200 sjómílur, sem er ótímabært eins og er, af ýmsum ástæðum, sem ekki skulu raktar hér. Það virðist vera til eitt skref í þessu mikil- væga máli íslenzku þjóðarinnar og það er að einbeita sér að því að sigra Breta og Vestur- Þjóðverja á grundvelli laga og réttar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Fari svo, að ríkis- stjómin treysti sér ekki til að láta reka málið á þann hátt, sem vera ber, er spurning hvort sú virðulega stofnun, Alþingi, verði þeim vanda vaxin að stuðla að aukinni virðingu fyrir alþjóðarétti þjóða í milli og hafi dug til að senda málflytjendur til Haag. Heiður þjóðarinnar út á við á 1100 ára afmæli hennar er í húfi og þá er það tvimælalaust skylda Alþingis að hafa vit fyrir ríkisstjórn í þessu efni og senda fulltrúa til Haag til þess að bjarga málstað íslands, þótt seint sé. — Heilbrigð skynsemi heimtar slíkar aðgerðir af hálfu þeirrar stofnunar, sem elzt er meðal löggjafarstofnana heims. Áhættan er engin, þegar litið er á allar aðstæður, svo sem nú og áður hefur verið drepið á, svo og með tilliti til aukinnar viðurkenningar á 200 sjómílum, en einmitt í sigri þess meira, er fólginn sigur hins minna. íslenzka þjóðin á vissulega heimtingu á að fá að vita hvað valdið hafi því, að sú leið var valin, sem hlaut að leiða til vandræða, eins og á daginn er komið. Þessi spurning hlýtur að vera þeim mun brýnni, þar sem íslendingar hafa lýst yfir ævarandi vopnleysi og hafa aldrei trúað að vopn geti leyst neinn vanda. í fáum orðum sagt, er niðurstaða þessara hugleiðinga sú, að í þessu máli, sem öllum öðrum, er dómstólaleiðin farsælust en óvirðing á lögum og rétti, kallar yfir okkur smán, háska og illindi, að ekki sé meira sagt. Nótaviðgerðir í Noregi Við yfirförum og gerum við hvers kyns nætur og troll. Ennfremur setjum við upp ný veiðarfæri og höfum troll- og snurpuvír á lager, ásamt öllum gerðum af tógi. Við tökum að okkur að geyma varanætur. Höfum einnig til leigu tvær hringnætur í fyrsta flokks ástandi. Þjónusta allan sólarhringinn. EGERSUND TRAWLVERKSTED Verkstæðissími 91-695 og 91-520. Heimasími Kaare Mong 91-681. Skrifstofan sími 91-219. Egersund, Noregi. Æ GIR — 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.