Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 18

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 18
Útgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í desember 1973. Gæftir voru yfireitt slæmar viðast hvar á svæðinu en svæðið er stórt og veður því mis- jafnt. Smærri bátar hafa hætt og sumir eru að undirbúa sig undir vetrarvertíðina og nokkrir hinna stærstu báta bæði frá Vest- mannaeyjum, Hornafirði og víðar hafa fiskað fyrir erlendan markað. Afli bátaflotans í mánuðinum miðað við óslægðan fisk varð bolfiskur 3805 lestir, hörpudiskur 159 lestir og ruslfiskur 60 lestir. Aflinn í einstökum verstöðvum: Hornafjörður: Þaðan stunduðu 5 bátar veið- ar, þar af 4 með botnvörpu og 1 með línu. Afl- inn var 49 lest bolfiskur. Vestmannaeyjar: Þar var landað 149 lestum af bolfiski og 26 lestum af ruslfiski. Stokkseyri: Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með botnvörpu. Aflinn var 2 lestir bolfiskur. Þorlákshöfn: Þaðan stunduðu 13 bátar veið- ar, 6 með botnvörpu, 6 með net og 1 með línu. Aflinn var 882 lestir bolfiskur. Grindavík: Þaðan stunduðu 25 bátar veiðar, 8 með botnvörpu, 6 með net, og 11 með línu. Aflinn var 749 lestir bolfiskur og 34 lestir ruslfiskur. Sandgerði: Þaðan stundaði 21 bátur veiðar, 7 með botnvörpu, 10 með línu, 4 með net og öfluðu 225 lestir bolfisk. Keflavík: Þaðan stunduðu 39 bátar veiðar, 5 með botnvörpu, 8 með net, og 26 með línu og öfluðu 517 lestir bolfisk, ennfremur land- aði þar skutskipið Dagstjarnan. Vogar: Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með net. Aflinn var 10 lestir bolfiskur. Hafnarfjörður: Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með botnvörpu og línu. Aflinn var 79 lestir bolfiskur. Ennfremur lönduðu þar tog- arar. Reykjavík: Þaðan stunduðu 12 bátar veiðar og öfluðu 154 lestir bolfisk, 4 með net, 2 með línu og 6 með botnvörpu. Ennfremur lönduðu þar togarar. Akranes: Þaðan stunduðu 7 bátar veiðar, 6 stunduðu línu og 1 botnvörpu. Aflinn var alls 315 lestir bolfiskur. Rif: Þaðan stunduðu 9 bátar veiðar og öfl- uðu 239 lestir af bolfiski. Ólafsvík: Þaðan stunduðu 18 bátar veiðar, 4 með botnvörpu, 11 með línu og 3 með net. Aflinn varð 379 lestir bolfiskur. Grundarfjörður; Þaðan stunduðu 6 bátar veiðar, 2 með línu, 3 með net og 1 með skel- plóg. Aflinn varð 56 lest bolfiskur og 5 lestir hörpudiskur. Stykki shól mur: Þar stunduðu 8 bátar hörpudisksveiðar og öfluðu 154 lestir. VESTFIRBINGAFJÓRÐUNGUR í desember 1973. Gæftir voru nokkuð góðar fram að jólum, en stöðug ótíð milli hátíðanna. Sjósókn var þó mjög erfið í desember, þar sem frosthörk- ur voru miklar nálega allan mánuðinn og því mikil ísing á miðunum. Fyrri hluta mánaðar- ins var almennt tregfiski hjá línubátunum, en um miðjan mánuðinn lifnaði víða verulega yfir aflabrögðum, og fengu nokkrir bátar þá ágætan afla. Afli togbátanna var aftur á móti jafn og góður allan mánuðinn. í desember stunduðu 35 bátar róðra frá Vestfjörðum, réru 27 með línu, en 8 stunduðu togveiðar, þar af eru 5 skuttogarar. Á sama tíma í fyrra réru 30 bátar með línu, en 5 stunduðu togveiðar. Heildaraflinn í mánuðinum varð nú 4.176 10 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.