Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 15

Ægir - 15.01.1974, Blaðsíða 15
á sölu meðalalýsis, enda að öllu jöfnu fengist betra verð fyrir það en óhreinsað lýsi til ann- arra nota. Þegar snöggar og miklar hækkanir verða á heimsmarkaðsverði feitmetis skapast erfiðleikar í meðalalýsissölunni. Meðalalýsi hefur hækkað talsvert í verði, einkanlega á síðasta ársfjórðungi 1973. Kaup- endur að þessari tegund af lýsi eru fyrirtæki, sem framleiða og verzla með alls konar meðul, en á þeim vörum eru mjög litlar verðsveiflur. Fylgjast þessir aðilar lítið með verðlagi á feitmetismarkaðinum og tekur það því langan tíma að koma kaupendum í skilning um hækk- andi verð á meðalalýsi, sérstaklega þegar um er að ræða mikla hækkun. Á meðan á því stendur verða seljendur að sætta sig við til- tölulega óhægstætt verð, ef þeir vilja halda viðskiptum áfram, en heita má að þessir kaup- endur séu fastir viðskiptamenn ár eftir ár. Af þessu leiðir það einnig, að meðalalýsisverðið helst lengur uppi, þegar um verðlækkanir á feitmetismarkaðinum er að ræða. Útflutningur Norðmanna á meðalalýsi 1973 (heimild Fiskets Gang) er um 1100 tonn. Sam- bærileg tala fyrir ísland er útflutt 1343 tonn. Eftir sömu heimild er verð á vertíðarlifur sem svarar ísl. krónum 5.00 (ekki vitað hvor aðil- inn, kaupandi eða seljandi annast flutning lifrarinnar) sambærileg tala fyrir Suðvestur- land er kr. 8.61 á aðgerðarstað. Bragi Eiríksson: Skrciíiai'frainloiðslan 1973 Hinsvegar lauk vertíð þannig að aflabrögð í apríl/maí ollu því að framleiðslan varð ekki meiri en að framan greinir. Ritstjóri Ægis hef- ir óskað eftir því að ég gerði stutt yfirlit um skreiðarfram- leiðslu og skreiðarút- flutning árið 1973. Framleiðslan. Fiskifélag íslands telur að framleiðsla hafi numið um 2100 tonnum af þurri skreið. Mest hefur verið hengt upp af þorski eins og vant er og töluvert magn af ufsa. Útlit með verðlag skreiðar á árinu 1973 var nokkuð gott. Gert var ráð fyrir að skreið til Nígeríu mundi geta hækkað um 30 til 40%. Miðað við árið 1972, þá hækkaði verðið til Ítalíu um 40%. í áætlun, sem lögð var fyrir Seðlabanka Islands, voru þessar hækkanir lagðar til grundvallar við útreikning á væntanlegu sölu- verði framleiðslunnar og ákvað stjórn Seðla- bankans að miða við kr. 74/- per kg af þurri skreið, sem grundvöll afurðalána. Margir framleiðendur undirbjuggu verkun skreiðar fyrst og fremst með lagfæringum á skreiðarhjöllum og með því að kaupa inn talsvert magn af hjallatimbri. Útflutningur. Skreið hefur verið flutt til eftirgreindra landa. Stuðst er við Hagtíðindi október 1973 og skýrslu Fiskmats ríkisins um útflutning í nóvember og desember. Tonn Danmörk .................... 0,1 Færeyjar ................... 0,3 Grikkland ................. 11,9 Italía ................. 1.440,4 Júgóslavía ................ 45,0 Bandaríkin ................ 17,8 Kanada ..................... 0,7 Efra Volta ................ 16,2 Gabon ...................... 6,8 Kamerún ................... 18,0 Holland .................... 0,5 Nigeria ................... 61,2 Samtals 1.618,9 Nigeria. Til Nigeriu hafa aðeins verið flutt 61,2 tonn og var það gert í ársbyrjun 1973 út á inn- flutningsleyfi, sem giltu til 31. marz 1973. Eftir 1. apríl 1973, en þann dag hófst fjár- lagaárið, sem endar 31. marz 1974, hafa engin innflutningsleyfi verið gefin út í Nigeríu. Opinbert lágmarksverð var gefið út í maí- ÆGIR — 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.