Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1974, Side 7

Ægir - 01.04.1974, Side 7
Séð yfir eldisker í stöðinni. Þá hefur félagið samvinnu við Fiskifélag íslands, fiskræktarstöð ríkisins í Kollafirði og nokkra einstaklinga. Stærsta átak félagsins er bygging þeirrar fiskiræktarstöðvar á Öxnalæk, sem vígð var 2. tnarz. Hér er um að ræða 900 fermetra hús, með fullkomnasta búnaði, sem völ er á, en eldis- kerin eru 88 talsins. Síðan verða gerðar úti- tjarnir, og er hugmyndin að þar verði undir vatni allt að 7000 fermetrum. í stöð þessari er fyrst og fremst ætlunin að ala silung til nianneldis, bæði bleikju og sjóbirting, Verða seiðin alin innandyra í u. þ. b. 10 cm stærð, en síðan flutt í útitjarnir, þar sem þau verða nlin í u. þ. b. 200 gramma þyngd, en þá sett á markað, og er hver fiskur einn málsverður. Vonir standa til þess, að framleiðslan geti orðið um 50 tonn á ári, en jafnframt verður um að ræða eitthvert eldi á seiðum til sölu °g til sleppingar í þær ár, sem félagið er að rækta. Segja má, að hér sé um að ræða fyrstu til- raunina á íslandi til eiginlegs fiskibúskapar. Veltur auðvitað á miklu, að sú tilraun takist eins og efni standa til. Aðstæður á Öxnalæk eru allar hinar ákjósanlegustu og þá fyrst og fremst vatnið, sem er 12 gráðu heitt lindar- vatn, sem raunar má hita meira með íblöndun heitara vatns. Það er von okkar, sem að þessu félagi stönd- Eldisseiði í keri. um, að þessi tilraun megi bera þann árangur, að víða um land verði hafizt handa um sil- ungsrækt, að uppspretturnar og bæjarlækirnir verði notaðir einn af öðrum til fiskiræktar og hún geti orðið það búsílag á mörgum býlum, sem um munar. Ef sú verður raunin, mun enginn telja erf- iðið eftir sér. En margir hafa að sjálfsögðu lagt hönd á plóginn, smiðir og aðrir iðnaðar- menn, opinberir aðilar og lánastofnanir. Og vona ég, að það verði ekki talið óviðurkvæmi- legt, að ég óski þeim og okkur öllum til ham- ingju með þann árangur, sem náðzt hefur. í stjórn Tungulax hf. eru: Eyjólfur Konráð Jónsson, Kristinn Guðbrandsson, Þuríður Finnsdóttir, en í varastjórn Dýrfinna Tómasdóttir. Framkvæmdastjóri Tungulax hf. er Guðmundur Hjaltason. Æ GIR — 103

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.