Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 8
Um þróun fiski
ræktar í Japan
Grein þessi er eftir Dr. P. H. Milne. Hann er verk-
fræðingur að mennt, og kennir vi'ð Strathclyde
háskóla í Glasgow. Sérsvið hans er bygging og
uppsetning sjóeldisstöðva og hefur hann verið
ráðgefandi við uppsetningu tveggja slíkra stöðva
á Bretlandseyjum. Hinar ýmsu þjóðir heims eru
nú mjög farnar að gefa gaum að hinum öru fram-
fárum Japana á sviði fiskeldis og fiskiræktar,
enda þykir það ekki lítið að tæp 7% af heildar-
fiskframleiðslu Japana skuli vera ræktunar- og
eldisfiskur. Athyglisvert er live mikill fjöldi
manna vinnur við uppbyggingu og tilraunir á
fiskeldi í Japan, enda er það nauðsynlegt, ef
skjótur árangur á að nást.
Ingimar Jóhannsson.
Fiskiræktarmenn á Vesturlöndum hafa tek-
ið eftir hinum öru framförum Japana á þessu
sviði, en af því að mest af því sem skrifað hef-
ur verið um fiskirækt í Japan hefur aðeins
verið birt á japönsku, er það flestum ekki að-
gengilegt.
Forysta Japana í fiski- og skelfiskarækt
hefur lengi verið viðurkennd. Árið 1971 reynd-
ist framleiðsla fiskiræktarinnar 608.000 lest-
ir, eða 6.7% af öllum veiðum Japana sem eru
um 9.130.000 lestir. Samanborið við 94.000
lestir á árinu 1951 og 340.000 lestir á árinu
1961, sést þróun um 20 ára skeið mjög greini-
lega.
Þang, bæði „Nori“ og „Wakame“ er um
helmingur framleiðslu fiskiræktarinnar (um
310.000 lestir), og fisk- og skelfiskafurðir um
300.000 lestir. Telja má víst, að ostrurækt gefi
af sér um 20.000 lestir. Aðrar tegundir, sem
ræktaðar eru aðallega gulsporður (Seriola
quinqueradiata) ásamt „Kuruma“ rækju, „sea
bream“ fiskur, „abalone“ skeljum og smokk-
fiskum.
Sem betur fer, hafa japanskir fiskiræktar-
menn notið stuðnings hins opinbera og í
nokkra áratugi hefur verið varið miklum fjár-
munum til fiskiræktar, sem hinir 29.000 fiski-
ræktarmenn hafa notið góðs af. Fiskiræktar-
mönnum er veitt framkvæmdarleiðbeining,
fjárstyrkur til eflingar starfseminni, vitneskja
um nýja tækni ásamt hjálp við umsjón með
sjúkdómum.
Aðstoð þessi er veitt fiskiræktarmönnum
af 79 höfuð- og 76 útibúrannsóknarstofnun-
um í öllum hlutum landsins. Um 1500 menn
mynda starfslið þessara stofnana, og eru í
hópi þeirra líffræðingar, efnafræðingar og
tæknifræðingar.
Það má geta þess, að fiskeldi er kennslu-
grein við tvo háskóla í Japan þar sem 1890
nemendur eru við nám í fiskirækt. Þá eru einn-
ig iðnskólar, sem hafa fiskeldi að kennslu-
grein.
Eflaust hefur fiskiræktin þróazt vegna að-
stoðar hins opinbera.
Mynd 1. Kort af Japan, þar sem merktar eru
inn á helztu fiskiræktarstöðvar, sem nefndar eru
í greininni.