Ægir - 01.04.1974, Side 9
A síðasta áratug hefur áherzla verið lögð á
að stofna fiskiræktarstöðvar, en aðeins eftir
að fullkornnar rannsóknir hafa verið gerðar á
svæðinu.
Aður fyrr höfðu verið byggðar fiskiræktar-
stöðvar, án undangenginna rannsókna á svæð-
inu. Þetta varð til þess að stöðvar þessar voru
reistar á miður góðum stöðum, sem síðar
varð að leggja niður, en höfðu þó kostað ærið
(Sjá mynd af einni slíkri stöð).
Hér fer á eftir stutt yfirlit um helztu teg-
undir og aðferðir sem notaðar eru við fiski-
raekt í Japan.
Ostrurækt.
Framleiðsla ostruræktarinnar er mest, næst
á eftir þanginu. Um 200.000 lestir eru fram-
leiddar til matar árlega. Helztu aðferðir við
ostrurækt í Japan eru hinar svokölluðu fleka-,
grindar-, og langlínuaðferðir, og svo að sá
ostrunum á sjávarbotn. Fleka- og grindar-
aðferðirnar eru notaðar í Suður-Japan, en
langlínuaðferðir eru algengari á norðurströnd
Japans. Minna er nú orðið um það en áður að
sá ostru á sjávarbotn, og stafar það aðallega
af mengun, þ. e. a. s. óhreinindi falla niður á
botninn og skemma lífsskilyrði ostrunnar þar.
Af 3686 hekturum sem ræktaðir eru, er sáð
aðeins á 225 hektara. Flekarnir eru mest not-
aðir og er slík rækt á 2363 hekturum.
Miðpunktur ostruræktarinnar er Setosund
(Seto Inland Sea). Af 2299 hekturum eru
2042 notaðir til flekaræktarinnar þar. Þetta
svæði, einkanlega nálægt Hiroshima, er hent-
K, iWÍi'iV'iTi A.
Mynd 2. Yfirgefin fiskiræktarstöð við Seto-
sund. Á myndinni sést að girðingunni hefur verið
skipt í smærri einingar, en það varð til þess að
gegnumstreymi og endurnýjun var ekki nógu
mikil, þannig að fiskeldið gekk ekki vel.
ugt ostruræktinni vegna þess, að munurinn
á flóði og fjöru er aðeins 80 cm. Skeljasöfn-
unarútbúnaður festur á víra, er notaður til að
safna hrognunum í strokka. Þegar klakið er
komið í strokkana, er því dreift aftur á flek-
ana þar sem ungviðið vex og nær söluhæfri
stærð. Flekarnir, sem notaðir eru til ostru-
ræktar í Setosundi, eru um 16 m á lengd og
8 m á breidd, og rúma 500—600 strokka. Flek-
ar þessir eru tiltölulega einfaldir í smíðum,
og gerðir úr bambusstöngum, sem eru 10—15
cm í þvermál og bundnar saman, þannig að
þær mynda ferhyrndan ramma, sem flýtur á
flotholtum úr bikuðum viði. Á opnari svæðum,
þar sem munurinn á flóði og fjöru er meiri, er
línuaðferðin frekar notuð, vegna þess að hún
verður að minna leyti en hinar aðferðirnar
fyrir áhrifum af vindi, bylgjum og straumum.
Þessi aðferð hefur verið notuð á 429 hekt-
ara svæði. Um leið og mengun á skjólgóðum
svæðum verður áberandi, mun þessi aðferð
leiða til þess, að japanskir ostruræktarmenn
sækja lengra út á haf.
Gulsporður.
í Japan nýtur gulsporður mestrar almenn-
ingshylli sem ræktunarfiskur. Frá framleiðslu
á 2620 lestum árið 1961 hefur eldi þessarar
fiskitegundar eflst það mikið, að 52.000 lest-
ir voru seldar árið 1971. Þróun þessi er til
komin vegna uppörvunar og fjárhagsaðstoðar
stjórnvalda. Gulsporðaeldi er einkanlega smá-
um fyrirtækjum hentug, enda stunda um 1500
fyrirtæki gulsporðaeldi.
Þrenns konar eldistækni er notuð:
1. Tjarnir, sem byggðar eru með upphlöðn-
um bökkum og flóðgáttum til að hafa
hringrás á vatninu.
2. Netjagirðingar í hafinu.
3. Fljótandi netjabúr, sem notuð eru á skjól-
góðum fjörðum.
Tjarnir.
Á árunum í kringum 1928 voru byggðar
tjamir með flóðgáttum hjá Adoike við Seto-
sund. Nú á tímum er ekki talið hagkvæmt
að búa til slíkar tjarnir, og kemur þar margt
til, en aðalþröskuldurinn er, að erfitt er að fá
Æ GIR — 105