Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1974, Síða 10

Ægir - 01.04.1974, Síða 10
góða hringrás á vatnið, þannig að það endur- nýjast ekki nógu vel. Netjagirðingar. Til þess að komast hjá annmörkum upphlað- inna bakka, sem hindra hringrás vatns, fóru japanskir fiskiræktarmenn árið 1959 að búa til netjagirðingar með því að hengja net á stangir bvert um vík eða fjörð, þannig, að eldisfiskar geta ekki synt burt, né ránfiskar skaðað þá. Girðingarnet eru notuð á 73 stöðum í Japan, þar á meðal 28 við Seto-sund. Mjög mikilvægt er að góð hringrás og straumur sé þar sem girðinganet þessi eru staðsett. Rannsóknir, sem gerðar voru af dr. H. Inoue og dr. Y. Tanaka við Kagawa háskóla, sýndu, að straumur var minni innan við girðingarnar en utan við þær. Fiskar þarfnast góðs straums bæði til að nóg sé af súrefni, og eins til að flytja burtu óhreinindi. Árið 1968 voru netjagirðingar búnar til að Yashima og Sakaide. Eftir straumamælingum, sem gerðar voru af Kagawa háskóla, áttu þessi svæði að vera hentug fyrir eldi þar sem notaðar eru netjagirðingar. Yashimasvæði (um 3.5 hektarar) var skipt í fimm svæði og vegna þess minnkaði hringrás vatns innan við girðingarnar mjög mikið. Það leiddi aftur á móti til þess að netin urðu full af gróðri, vegna lítils gegnumstreymis. Vegna skemmda á netjagirðingunni, sem ölduhreyfingin olli, var fiskiræktarstofnun að Yakashima, sem hafði kostað um 45.000 sterlingspund, yfirgefin.. Af því að netjagirðingum við Sakaide (8 hektarar að stærð) var ekki skipt í deildir, minnkaði straumurinn minna þar og fiskeldið gekk bet- ur. Þess skal getið, að yzta „netið“ var galvani- serað vírnet, sem þurfti lítið að gera við og var auðvelt að hreinsa. Af þessu sést, að nauð- synlegt er að gera nákvæmar rannsóknir á svæðinu, til að ákveða hvaða aðferðir skuli nota, ef árangur á að nást. Á síðasta áratug hefur fiskeldi í flotbúrum þróazt ört í Japan. Fyrstu búrin voru þannig að pokar eða nætur úr næloni voru hengdar á bambusstengur, sem flutu á þar til gerðum flotholtum. Hin fyrstu búr voru aðeins 2 m2. Því miður fúnuðu bambusstengurnar fljótt, og mikill gróður settist á flotholtin, auk þess sem netin fylltust af gróðri. Til þess að verja flot- ÆGIR — 106 holtin fyrir óhreinindum voru notaðir plast- pokar til að þekkja þau. í staðinn fyrir að hreinsa flotholtin var nú aðeins skipt um poka á flotholtunum árlega. Bambusstengur verður að skipta um 2. eða 3. hvert ár vegna fúa. Næt- urnar fyllast af gróðri á sumrin, og þess vegna verður gegnumstreymi lélegt. Verður því að hreinsa og skipta um þær reglulega. Að Shirahama við Seto-sund er skipt um netin áttunda hvern dag, þó að í flestum tilfellum sé nægjanlegt að skipta hálfsmánaðarlega. Vandkvæðin, sem upp komu vegna fúa í bambusstöngunum og óhreinindi, sem komu í næturnar vegna gróðursins, urðu til þess að T. Harada prófessor, forstjóri fiskirannsókna- stöðvar við Kinki-háskóla í Shirahama fór að huga að þessum vandamálum. Harada pró- fessor fór árið 1954 að rækta fiska í búrum, og hefur síðan reynt að þróa ný og betri búr, með góðum árangri. í stað bambusstanganna notar hann nú galv- aniserað stál til að hengja netin á. Stálið hefur reynst mjög vel. Hin nýju búr eru hringlaga. 1972 var farið að nota búr 8 m. í þvermál og 6 m. á dýpt, en vorið 1973 voru tekin í notkun búr sem eru 14 m. í þvermál og 7 m. á dýpt. Til þess að minnka sem mest viðhald og vinnu við búrin notar Harada prófessor galv- aniserað vírnet. Þegar búr eru eins djúp og þessi er óframkvæmanlegt að nota stirðan möskva. Þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs, að tengja vírnetið á nokkrum stöðum saman með beygjanlegum hlekkjum. Botn búrsins var hringlaga og úr stáli. Þegar tæma á búrið, er hringur þessi reist- ur upp á yfirborðið. Mynd 3. Gulfiskagirðing við Sakaide hjá Seto- sundi. Á myndinni sést að girðingunni er ekki skipt í smærri einingar og þess vegna er gegn- umstreymi gott.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.