Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1974, Side 15

Ægir - 01.04.1974, Side 15
Gunnar Jónsson, fiskifræðingur; Sjaldséðir fiskar árið 1973 Eftirfarandi sjaldséðir fiskar bárust Haf- rannsóknastofnuninni til rannsókna árið 1973: I- ÍSLANDSMIÐ 1- Gíslaháfur Apristurus laurussonii (Sæ- mundsson). 13. mars, Grindavíkurdjúp (63^05'N- 22°26'V), 750 m dýpi, lengd 66 cm, bv, r/s Bjarni Sæmundsson. 2. Þorsteinsháfur Centroscymnus crepidater (Bocage & Capello). Sami staður og tími og gíslaháfur hér að ofan. Lengd 61 cm. 3- Náskata Raja fullonica L. 23. nóv., SV af Selvogsbankatánni (62°55'N 22°33'V), dýpi 958—1032 m, lengd 75 cm bv, r/s Bjami Sæmundsson. 4. Pólskata Raja fyllae Lútken. Sami staður og tími og náskatan hér að ofan. Lengd 46 cm. 5. Maríuskata Bathyraja spinicauda (Jensen). Sami staður og tími og náskatan og pólskat- an hér að ofan. Lengd 134 cm. 6. Geirsíli Paralepsis sp. a) janúar, undan Austfjörðum (65°54'N— 11°12'V), lengd 27 cm, r/s Árni Frið- riksson; b) 28. maí, undan Austfjörðum (64019'N— ll042'V), 4 stk. mikið skemmd. 7. Pokakjaftur Saccopharynx sp. 10.-15. júní, Víkuráll, vestanverður, dýpi 256-311 m, lengd 165 cm, bv, Vestmanna- ey VE. Þetta er í fyrsta skipti, sem fiskur af þessari ættkvísl veiðist á íslandsmiðum. E. t. v. er hér um alveg nýja tegund fyrir vísindin að ræða. Alls munu þekkjast fjór- ar tegundir þessarar ættkvíslar og hafa þrjár þeirra fundist í Atlantshafi, en sú fjórða aðeins í Indlands- og Kyrrahafi. Fiskur sá, sem veiddist í Víkurál, virðist líkjast mest tegundinni S. flagellum. 8. Djúpáll Synaphobranchus kaupi Johnston. 23. nóv., SV af Selvogsbankatánni (sama stað og nr. 3 hér að framan), lengd 31 cm. Mynd 2. Djúpáll (Fish. Res. Board of Canada, Bull. No. 155). Skv. erlendum heimildum hefur fiskur þessi fundist áður hér við land. Annars eru heimkynni hans á 250-3600 m dýpi eftir landgrunnshallanum frá Madeira og Asór- eyjum norður á bóginn til Færeyja og suð- urstrandar Islands. Þá er hann einnig að finna í vestanverðu N-Atlantshafi frá Stórabanka til S-Karólínu. Loks mun hann vera í S-Atlantshafi og Kyrrahafi. Nær allt að 66 cm lengd. ÆGIR — 111

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.