Ægir - 01.04.1974, Blaðsíða 17
Spjall um
Lófótveiðarnar
Fyrri hluta febrúar ár hvert safnast 5—6
þúsund íiskimenn saman í Lófót. Þessir
fiskimenn koma frá allri ströndinni allt frá
Vestui -Ögðum til Finnmerkur.
Þoxskurinn, sem þeir ætla að veiða, kemur
af uppeldisslóðunum í Barentshafi, og við
Bjamarey og Svalbarða. Göngurnar fara fram-
hjá yztu Lófoteyjunum og Skomvær og síga
inn á hrygningarsvæðin í Vesturfirði og alveg
inn til Lödningen.
Fiskifræðingar reikna með, að um það bil
helmingur þessara fiskgangna verði veiddur
áður en vertíð lýkur eða fram í endaðan apríl,
að fiskurinn gengur aftur til baka af hrygn-
ingaslóðunum og norður og austur.
Það er búizt við lélegum afla við Lófót í
ár, en undanfarin þrjú ár hafa aflabrögðin
verið mjög góð. Þorskaflinn við Lófót var
næstum 60 þús. tonn í fyrra og árið þar áður
um 98 þús. tonn. Um miðjan áratuginn síðasta
var aflamagnið allt niður í 20 þús. tonn og
niargir óttast að það verði eitthvað um það
bil nú á þessari vertíð. Þessi ótti er ekki
ástæðulaus, því að fiskifræðingar álíta, að
það hafi gengið helmingi minna fiskmagn á
hrygningarslóðirnar við Lófót nú en í fyrra.
Ef þessi verður raunin á, getur ekkert bjargað
fiskimönnunum nema geysihátt verð. Lág-
marksverðið hefur hækkað um 60% frá því á
vertíðinni í fyrra. Markaðsútlitið er gott, og
það er engin ástæða til að búast við neinum
vandkvæðum á að losna við saltfiskinn og
skreiðina.
Góður árgangur.
Hinir fræðilegu útreikningar fiskifræðing-
anna og hin nýja og mikla hjálpartækni hef-
ur gert mönnum kleift að reikna út stærð
hvers þorsksárgangs. Fiskifræðingurinn Arvid
Hylen hefur sagt, að árgangurinn 1963 —
það er elzti árgangurinn, sem hefur áhrif á
veiðarnar þetta ár — hafi verið 2000 milljónir
fiska að tölu, þegar árgangurinn var 3ja ára.
En þó að þetta hafi verið stór árgangur, þá
er nú varla mikið eftir af honum.
Árgangarnir 1965—67, sem hefðu átt að
vera burðarásarnir í hrygningastofninum nú,
voru allir mjög veikir. Þegar þessir árgangar
voru hver um sig 3ja ára, þá taldi hver þeirra
ekki nema um 200 milljónir fiska eða minna,
en það er ekki nema einn tíundi af árgangin-
um 1963, eins og áður er sagt frá. Á vertíðinni
1972 voru þessir árgangar komnir niður í 24
milljónir (árg. 1965), 37 milljónir (árg. 1966)
og 82 milljónir (árg 1967). Um nýrri talningu
er ekki enn að ræða, en gera má fastlega ráð
fyrir að tveggja ára hörkusókn (1972 og ’73)
hafi höggvið allverulegt skarð í þessa árganga
frá þessari síðustu talningu.
Fiskifræðingarnir gera ráð fyrir að þorsk-
stofninn nú sé ekki nema 2,5% af því, sem
hann var í endaðan fimmta áratuginn. En þá
hafði öflugur árgangur frá 1937 fengið að
lifa í friði fyrir togurum öll fimm stríðsárin
á uppvaxtarslóðunum.
3 mögnr ár, en þá fer að glæðast afli á ný.
Sveiflurnar í stærð árganga hafa áhrif á
Lófót veiðarnar 7—10 árum síðar. Talið er,
að árgangurinn 1970 hafi orðið mjög stór, og
í fyrra var reiknað út, að hann myndi vera
um 1700 milljónir fiska talsins. Hann kemur
til að hrygna við Lófót á vertíðinni 1977
í fyrsta skipti.
Ef togararnir veiða ekki um of af ungfisk-
inum á uppeldisslóðunum ætti vertíðaraflinn
við Lófót að aukast að þremur—fjórum ár-
um liðnum.
Áhyggjuefnið nú er, að hrygningastofn
veiku árganganna verður jafnan mjög lítill.
Arne Hylen segir að fram til 1975 sé gild
ástæða til að óttast að hrygningastofninn
verði svo lítill að ekki verði um nægjanlega
endumýjun að ræða. Hann álítur einnig, að
svo geti farið, að fiskifræðingarnir neyðist
til að ráðleggja að veiðar verði takmarkaðar
ÆGIR — 113