Ægir - 01.04.1974, Side 19
erlendar fréítir
Svo til eingöngu stórsíld
Norðmenn veiddu fyrstu stórsíld vetrarins
við Ráey úti af Viknaströndinni. Það var til-
raunabátur, sem veiddi þessa síld í reknet
þann 1. febrúar. Aflinn var 30—40 hl. Síldar-
rannsóknarmennirnir við Norsku hafrann-
sóknarstofnunina segja, að hér hafi nær ein-
vörðungu verið um síld af atlanto-skandinav-
iska stofninum að ræða og um 100% af árgang-
inum 1969. Það voru aðeins nokkrar síldar í
Prufunum, sem ekki voru af þeim árgangi.
Þetta var stórsíld af suðlægari vaxtargerð-
inni og meðallengdin var 33,5 cm. Aðeins 5%
af þeirri síld, sem veiddist, var tekin til rann-
sóknar. Þessi síld var að koma inn til fyrstu
hrygningar (stadium 5) - eftir gamalli reynslu
þá hrygnir síld, sem er á 5. stigi i byrjun
febrúar, í endaðan þann mánuð. Þar sem þetta
var aðeins rannsókn á afla úr einni lögn, geta
þessar niðurstöður breytzt eitthvað við víð-
tækari rannsóknir. Þó að áliðið væri, þá var
enn fita í bolnum, sem bendir til að síldin
hafi hafzt við á góðum ætisslóðum. Það verð-
ur að segjast, að síldin er nokkuð seint á
ferð til hrygningar miðað við hversu stór
hún er, en það ætlum við að merki, að hún
hafi alizt upp við önnur skilyrði en þau, sem
vetrarsíld við ísland bjó við fyrrum.
Tilraunabáturinn má veiða 1000 hl. af síld.
Samskonar veiðirannsóknir báru lítinn árang-
Un í hitteðfyrra en í fyrra voru þær mjög vel-
heppnaðar og báru vott um að síldarstofninn
væri að endurnýja sig. Þá reiknuðu síldar-
fræðingarnir með að um 90% af stofninum
yæri síld af árg. 1969, það er síld, sem kæmi
1 fyrsta skipti inn til hrygningar í fyrra.
Seiðarannsóknir í apríl staðfestu þessa skoð-
un.
Norðmenn ætla að reyna að kortleggja
niagnið og gera sér betri grein fyrir ástandi
stofnsins nú. G. O. Sars fann síld norður af
Torsvær í desember. Rússamir hafa verið við
sildarrannsóknir líka úti af Vikna-ströndinni.
Norðmenn rannsaka, hve
margt sé sérfróðra manna
í fiskveiðunmn
Við Norska fiskveiðilýðháskólann, sem
starfar við háskólann í Tromsö, er verið að
rannsaka, hvað sé mikið af sérfróðum mönn-
um starfandi við fiskveiðar og annað, sem að
þeim lýtur. Hér er um að ræða allskonar tækni-
menn og verkfræðinga, lögfræðinga og hag-
fræðinga og aðra háskólamenntaða menn. Ætl-
unin er að afla upplýsinga, sem gætu komið
að haldi við að leggja grundvöll að kennsl-
unni og kennslukerfinu í fiskveiðunum, og
gera sér grein fyrir á hvaða fög eigi helzt að
leggja áherzlu og hversu marga stúdenta
vanti.
Rannsóknin leiðir í ljós, hvernig ástandið
er í þessum efnum og hvers eðlis starf hinna
sérfróðu manna sé. Fyrirtæki og stofnanir
eru krafin um upplýsingar um hversu margt
starfsfólk það hafi af ofannefndum menntun-
argráðum og hvað þau telja að þörfin verði á
árunum 1975—1980. Þessir starfsmenn, sem
fyrir eru, verða svo spurðir að því, hvernig
þeir álíti af sinni reynslu að haga beri kennsl-
unni og menntuninni, svo að hún komi að sem
beztu gagni innan hvers starfssviðs um sig.
Rannsóknin nær til allra greina fiskveið-
anna og hliðargreina þeirra, svo sem fiskifé-
laga, fisksölusamlaga, útvegsmanna, skipa-
smiða, veiðarfæragerða- og tækjasala, verk-
stæða, útflytjenda, kennslu- og rannsóknar-
stofnana, ráðunauta og opinberra stjórnunar-
manna.
Samfara þessum spurningaformum, sem
send verða út til 2700 aðila, er ráðgert aö
heimsækja valin fyrirtæki og stofnanir, sem
verða þá einskonar þverskurðarmynd af heild-
arástandinu en jafnframt er þar höfð hlið-
sjón af að kynna sér svæðisbundnar þarfir.
ÆGIR — 115