Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1974, Page 11

Ægir - 01.09.1974, Page 11
sjó frá dælunum, þegar þeir voru að veiðum við Vestmannaeyjar. Við athugun kom í ljós, að yfir 90% af hrognunum í sýninu voru frJóvguð og höfðu þroskast eðlilega frá því að Þau voru tekin úr dæluvatninu. Fylgst var með Þluta af hrognunum, meðan þau voru að þrosk ast og reyndust þau þroskast alveg eðlilega °S klöktust út á réttum tíma. Hér var að visu aðeins um eitt sýni að ræða og þarfnast þetta ðetri rannsókna, en af þessu eina sýni var augljóst, að frjóvgun getur átt sér stað við ðælingu úr nót. Eggin, sem koma frá dæl- uoni, lenda með frárennslisvatninu í sjóinn, sökkva til botns og límast við botninn. Þroski eggjanna í sýninu sýnir, að lendi eggin á Þeppiiegum botni, á ekkert að vera því til íyrirstöðu að þau klekist eðlilega út. Skipverjar á Guðmundi RE gerðu í vetur tilraun með að hirða hrogn úr frárennslis- vatninu úti í sjó. Eins og við var að búast, límdust eggin saman í einn kökk og voru þau, þegar komið var í landi, eins og gúmmíaf- steypa af pokunum, sem þau voru í. Líming eggjanna í kökk á sér ekki stað, þegar egg eru hirt við löndun, af því að þau eru þá í flestum tilfellum dauð og búin að missa lím- eiginleika sinn. Reynist mögulegt að selja eggjaklumpana, er eins og nú stendur, ekk- ert því til fyrirstöðu að eggin séu hirt um borð í skipunum. í vetur og fyrravetur var áætlað að um 4—5.000.000 tonn af loðnu hafi gengið til hrygningar fyrir Suðurlandi. Þó veidd séu eins og í vetur og fyrravetur á milli 400 og 500.000 tonn, er það ekki nema 1/8— 1/12 af loðnunni, en 7/8—11/12 fær að hrygna í friði. Það eggjamagn, sem fer í sjóinn við dælingu skipanna, er því ekki nema svo lítill hluti af heildareggjamagninu, að það skiptir litlu hvorum megin hryggjar það liggur. Verði aftur á móti á næstu árum farið að veiða talsvert stærri hluta af göngunni, fer að vera ástæða til að sleppa eggjunum aftur í sjóinn. 2. MYND. LOÐNULIRFUR. A. Nýklakin lirfa. 5,6 mm löng. 18 sólarhr. eftir frjóvgun. B. U sólarhr. eftir klak. 6,7 mm lóng. 3 vikum eftir frjóvgun. ÆGIR^. 245

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.