Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.1974, Blaðsíða 22
Á TÆKJAMARKAÐNUM Decca Loran C Frá fyrirtækinu Decca Navi- gator Company Ltd. í Bret- landi er nýkominn á markað- inn sjálfvirkur Loran C mót- takari, sem nefnist DL-91. Þetta er 4. Loran C móttakar- inn, sem kynntur er „Á tækja- markaðnum“, en áður hefur verið fjallað um hliðstæða móttakara í 6. og 13. tbl. ’73 og 5. tbl. ’74. Loran C móttakarinn frá Decca er 407 mm á breidd, hæðin 203 mm og dýptin 305 mm og vegur móttakarinn 10 kg. Tækið er gert fyrir 110 og 220 V riðstraum (standard- tæki), og orkuþörf er 40 W. Með móttakaranum fylgir 1,8 m stangarloftnet svo og loft- netsmagnari. Staðsetningar- nákvæmni móttakarans er um 45 m í 100 sml. fjarlægð frá aðalstöð (master), skv. upp- lýsingum frá framleiðanda, og er þá miðað við að móttakar- inn leiti að stað, sem áður hef- ur verið tekinn út. Loran C sendistöðvar vinna saman í svonefndum keðjum og er ein aðalstöð (M) og ákveðinn fjöldi þjónustustöðva (S) í hverri keðju. Aðalstöð og ein þjónustustöð mynda sendipar og skynjar móttakar- inn innbyrðis tímamism. milli púlssendinga frá sendiparinu og gefur upplýsingar um á hvaða Loran C línu (hyper- bólu) móttakarinn (skipið) er staðsettur á. Tvö sendipör gefa tvær Loran C línur, sem hafa einn sameiginlegan skurðpunkt, sem er staðsetn- ing skipsins. Á framhlið mót- tökutækisins, lengst til vinstri, (sjá mynd 1) eru tveir mynd- skermar, og er sinn skermur- inn fyrir hvora Loran C línu. DL-91 móttakarinn frá Decca er fullkomlega sjálf- virkur, þarf aðeins að velja þá Loran-keðju, sem gildir fyrir svæðið, sem viðkomandi skip er statt á, snúa snerli frá „off“ til „auto“ og við eðlileg skilyrði sér móttakar- inn um að gefa staðarákvörð- unina hverju sinni. Bak við lok neðst á fram- hlið móttakarans eru ýmsir snerlar, m. a. til að stilla inn á þá keðju, sem gildir fyrir viðkomandi svæði. Sem viöbótartæki við Decca Loraninn verður mögulegt að fá Decca skrifara (sjá mynd 2), tæki sem gengur undir nafninu „Track Plotter 350 T“. Staðsetning skipsins hverju sinni er yfirfærð á pappír eða kort frá móttakaranum. Með skrifaranum er auðveldara að fylgja t. d. „gamalli" togslóð, sem til er á korti. Umboð fyrir Decca hér á landi hefur Rafeindaþjónustan h.f. Reykjavík. Skv. upplýsing- um frá umboðinu er verð mót- takarans með tilh. 5000$ F. O. B. í Bandaríkjunum, eða 490.000.- ísl. kr. miðað við gengi í ágúst. Decca skrifar- inn kiostar 1470 £ F. O. B. í Bretlandi, eða um 340.000,- ísl. kr. Mynd 1. Decca Loran C. Mynd 2. Decca „Track Plotter 256 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.