Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1974, Síða 10

Ægir - 01.11.1974, Síða 10
Margt ýtir á sóknina . . . Á það hc'fur verið drepið, að veiðiáhuginn og veiðikappið sé meginsóknarhvati fiskimanns- ins og leiði til þess að hann auki sóknina hlutfallslega jafnt því, sem sóknargetan eykst, en það er fjölmargt fleira, sem stuðlar einn- ig að þessari staðreynd, sem við búum við í sókninni og veldur því að slysum fækkar ekki þótt skipakostur og tækja batni. Það ríkir mikil og hefðbundin samkcppni í sókninni hérlendis. Frá ómunatíð hafa afla- kóngar verið mikilsverðir menn, sem skilj- anlegt er hjá þjóð, sem á jafn mikið undir fiskveiðum og við Islendingar. Sóknin er nátt- úrlega mikill þáttur í baráttunni um afla- kóngssætið og þarf ekki það til, það er alltaf kapp í sókninni. „Þeir fiska sem róa,“ er gamalt orðtæki og sneið til þeirra sem sitja um of í landi. Kappsfullum veiðimönnum líð- ur ekki í annan tíma verr, en ef þeir sitja af sér róður að ófyrirsynju, eða hætta veiðum og leita lands, en aðrir halda áfram og lán- ast. Sú saga er ekki látin endurtaka sig á næstunni, og eins líklegt að það skip verði síðast upp næst þegar hann skellur á. Það hefur valdið mismunandi örlögum þorpa hvort þar hafa verið einn eða tveir menn, sem voru harðir sjósóknarar eða ekki. Hafi einhver slíkur verið í þorpinu hefur sóknin almennt haldist þar uppi, en hafi enginn slík- ur verið í öðru þorpi á erfiðum timum, hef- ur meöalsóknin þar hrapað og menn komist þar verr af en í hinu. Þetta á reyndar við í allri okkar sókn. Það eru oft tiltölulega fáir menn sem leiða hana og halda henni í há- marki. Og það eykur heildarafköstin og kemur þjóðinni allri til góða. Enn er það svo, að það er fljótt að spyrjast, ef menn eru lin- ir í sókninni, enda gætir þess oftast í afla- brögðunum. Skipstjórnarmenn vilja ógjarnan fá á sig slíkt orð og allra síst ungir menn. Þeir eru yfirleitt undir meiri sóknarþrýstingi en eldri mennirnir og treysta sér verr til að meta aðstæður rétt. Þeir taka því oft þann kostinn að fylgja sem fastast þeim djörf- ustu af eldri mönnunum og stundum taka þeir til í ákafa sínum, að leiða sóknina, en það getur reynzt þeim örlagaríkt, ef þá skort- ir reynslu í almennri sjómennsku. Ef afkoma skipanna er léleg og tap á út- gerðinni, svo sem oft er, eða róður eða túr má helzt ekki bregðast með cifla né að veiðar- færi séu skilin eftir, þá eykur slíkt ástand sóknarþrýstinginn. Menn geta leyft sér ýmis- lcgt ef vel gengur, eins og að liggja einn og einn dag í landi í tvísýnu sjóveðri, eða skilja eftir veiðarfæri án þess að stofna sér í bein- an voða við að bjarga því, en gangi illa út- gerðin, vilja menn ógjarnan láta kenna þvl um, að þeir hafi ekki borið sig eftir björg- inni. Dýrleiki nýrra skipa er þáttur í þess- um sóknarhvata. , Allt það sama og sagt hefur verið um sókn- ina má segja um sjóverkin. Hásetarnir eru margir haldnir miklum veiðiáhuga og hvetja ákaft til mikillar sóknar. Það er skiljanlegt, þar sem úr þeirra röðum koma síðar sjó- sóknarar í skipstjórastétt, og ekki eru þeir linari meðan þeir eru á unglingsárunum og bera ekki ábyrgðina, hvorki á sjálfum sér né öðrum. Það fellur í hlut yfirmannanna að gæta þess að sumir hásetanna fari sér ekki að voða við verkin af hreinni fífldirfsku og veiði- hug. Það ríkir einnig mikill metnaður og kapp hjá hásetunum vð sjóverkin og hver reynir að standa sig sem bezt hann getur. Hann er rækilega minntur á það af félögum sínum, ef hægt er að kenna honum einhver mistök og sé um gott skiprúm að ræða vill hann nátt- úrlega halda því. Kapp við verkin byggist á langri hefð eins og hjá skipstjórnarmönnum í sókninni. Kappsfullir hásetar hika ekki við að taka á sig áhættu við sjóverkin, ef þeim sýnist þess þörf og hana oft mikla, ef afli eða veiðarfæri er í hættu, þeir eru vanir því fra blautu barnsbeini margir að hraða sér við verkin eins og þeim er unnt, sérstaklega hraða þeir sér við að taka veiðarfærið og koma þvi út aftur, en einmitt við það er mest slysa- hættan og menn fara sannarlega oft óvarlega. í sókninni ríkir sem sé þessi vinnuhefð, að hver geri það sem hann getur, einkum 1 sambandi við veiðarfærið. Það eru óskráð lög að það sé sem minnstan tíma úr leik frá veiðunum. Kannski er þetta eina vinnan, sem eftir er í íslenskum atvinnuvegum, að taka veiðarfæri og kasta því aftur, þar sem krafist er mestu getu hvers og eins, og það er máski af því, að þetta þekkist hvergi lengur, að menn eru svo dómharðir ef slys verða. Þeir sem þekkja hefðina, álagið og aðstæðurnar hljóta að láta sér hægar. Þó eru til menn, sem muna 304 — Æ GI R

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.