Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1974, Side 13

Ægir - 01.11.1974, Side 13
Pláss til hins ýtrasta, og vitaskuld hlaut það að verða á kostnað öryggis við vinnuna. Það verður alltaf minna öryggi á vinnustað, þar sam miklu af vélbúnaði er þjappað saman, heldur en þar sem rúmt er um fólkið, ekki sízt þegar vinnuplássið er á sífelldri hreyf- ingu. Það leynir sér ekki, hvaða sjónarmið hafa ráðið, þegar litið er yfir vinnuplássið bæði ofan þilja og undir á litlu skuttogurun- um, en kannski er þó staðsetning brúarinnar á sumum skipanna gleggsta dæmið, þar sem öll stjórntæki skipsins voru færð þangað á skip- úiu, þar sem mest mæðir á því, öfugt við grunvallaröryggisreglu í skipagerð, að hafa stjórntækin, þar sem minnst mæddi á, og best var yfirsýnin. En þetta varð að gerast svo vegna veiðibúnaðarins. Við skulum vona, að það þurfi ekki að fara að hrófla við ýmsu grundvallarfyrirkomulagi í stórum flota nýrra og dýrra fiskiskipa, heldur nægi að laga eitt og annað. Ég veit að klókir erlendir tækni- menn og skipstjórnarmenn hafa reynt að auka vinnuöryggi á þessum skipum með því að laga eitt og annað, en án árangurs til þessa. Mér er því farið að bjóða í grun, að orsakirnar kunna að eiga sér ískyggilega djúpar rætur. Afkastasjónarmiðið getur gengið úr hófi og það getur farið svo að ógerningur sé að sam- ræma það fyllilega öryggissjónarmiðinu. Rétt er þó að vona, að okkur takist það nú, eins og áður í okkar hörðu og afkastamiklu sókn. Leiðrétting. Ruglingur varð í yfirskrift yfir dálkunum í töflunni um fiskaflann í janúar 1974 og 1973 í síðasta tbl. Til þess að bæta úr þessu fylgir rétta taflan sérprentuð með þessu blaði. Ægir leitaði álits tveggja þekktra skipstjórnar- rtlanna á slysafaraldri þeim, sem gengið hefur yfir á skuttogaraflotanum og birtist hér viðtal Víð Auðun Auðunsson og grein eftir Loft Júl- iusson. Viðtal við Auðun Auðunsson ~~ Finnst þér að slysahætta sé á einhvern hátt mismunandi á skuttogaraflotanum eftir stærð og gerð skipanna? — Það hef ég ekki rannsakað, en einhvern yeginn skilst mér, að þau séu heldur færri á smærri skuttogurunum, og ahugandi væri, hvort norsku og japönsku skipin hefðu ekki einhverja sérstöðu. Ég er ekkert að fullyrða Ulh þetta, heldur varpa þessu aðeins fram til athugunar. Norsku skuttogararnir eru um uaargt að mínum dómi haganlegar úr garði gerðir en sumir hinna nýju togara okkar. harna kemur að vísu annað til og það er það, að launakjörin á minni togurunum eru betri en á þeim stærri, það gæti því verið að at- hugun leiddi í Ijós, að á þá hefði valizt van- ara fólk. Beztu slysavarnirnar eru að hafa vanan mann í hverju rúmi, helzt úrvalsmann. Sbr. gamla Fylki, þá var það það sem sköp- um skipti, að mannskapurinn var úrvals- mannskapur. Ef það er tilfellið, að slysahættan sé meiri á stóru togurunum en þeim minni, gæti þar einhverju valdið um, hvað brúin er framarlega á þeim stóru. Það er orðið æði langt haf frá stjórnpalli og aftur að gálgum eða skutrennu. Það sést á sumum skipum, sem veiða með flotvörpu illa aftur á topprúllurnar úr híf- ingarstað og kannski er kallkerfið heldur ekki nógu sterkt til að skipanir heyrist nægjan- lega vel og skýrt, enda hávaði mikill frá vél- inni. — Það er verið að tala um hjálma til hlífðar við höfuðhöggum af togvírum. Heldurðu, að eitthvert gagn sé að því, og er ekki um nein haldbetri úrræði að ræða? — Það er vafalaust gagn að hjálmunum, þeg- ar menn eru við vinnu undir togvírunum, en erfitt er að komast hjá því, að menn þurfi að vera þar við vinnu við trollið, ef það þarfn- ast einhverrar lagfæringar við. Það er senni- lega ógerningur að breyta þessari vinnuað- stöðu á sumum stóru togurunum, sem slá ekki rifinni vörpu undan, heldur aðeins taka hana til hliðar með bobbingum og öllu saman. Á minni togurunum væri það gerlegt, en þó nokkrum vandkvæðum bundið að vera alveg miðsvæðis við netavinnuna og forðast þann- ig að vera undir togvírunum. Það er undir Æ GI R — 307

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.