Ægir - 01.02.1976, Side 23
_lrgða, sem safnazt höfðu fyrir í landinu, en
apanir kaupa loðnu bæði af Rússum og Norð-
mönnum auk þess, sem þeir eru farnir að
veiða hana sjálfir. Nú eru birgðirnar frá 1974
po að verða uppurnar og standa vonir til að
aPanir kaupi í ár allt að 10 þús. lestum af
rystri loðnu af okkur. Nokkur óvissa ríkir
P° um þessa sölu, þar sem Rússar bjóða Jap-
°num mikið magn af loðnu, allt að 35 þús.
estum, Norðmenn 6000 lestir og sjálfir ætla
apanir að veiða á Nýfundnalandsmiðum einar
000 lestir. Japanskir loðnukaupendur óttast
að eins geti farið og 1974, að markaðurinn
offyllist og hafa því verið tregir til að gera
v'ð okkur bindandi samninga. Til mála hef-
nr komið, að Japanir (Toyotafyrirtækið)
eyptu einnig af okkur kúfisk og karfa.
Kússneski markaðurinn.
Eins og skýrt var frá í 20. tbl. var gerður
rammasamningur til 5 ára við Rússa og
var þar gert rað fyrir árlegri sölu allt
17 þúsundum lesta af frystum flök-
um 0g 7 þúsund lestum af heilfrystum fiski
eu um jólaleytið tókst þó ekki að ganga frá
sólu til Rússa nema á 8 þús. lesta magni alls
°g af því magni eru 5 þús. lestir flök en 3
P.us. lestir heilfryst. Búist er við viðbótarsölu
u Rússlands í samræmi við rammasamning-
lnn Pegar kemur fram á árið 1976.
'lauritania.
Mauritaniuveiðarnar reyndust ekki eins vel
°g skyldi og voru öll skipin komin heim fyrir
Afli þeirra var 800—3000 tonn eða þar
um bil og fór svo að afli íslenzku skipanna
sex Var álíka og norsku skipanna tveggja og
var orsökin of veikar nætur, að því er sagt er.
^jurskoðun sjóðakerfisins.
Sjómannasamband íslands hafði með bréfi
1 forsætisráðherra þann 8. apríl óskað eftir
eudurskoðun sjóðakerfis sjávarútvegsins og
iomenn ítrekuðu rækilega þetta í fiskverðs-
euunni í haust, þegar flotinn sigldi í höfn.
Javarútvegsráðherra skipaði nefnd til að end-
rskoða kerfið undir forystu þjóðhagsstofn-
unarinnar. Sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu
á aðalfundi L.f.Ú., að hann væri hlynntur
rækilegri endurskoðun sjóðakerfisins og það
væru einkum reglurnar um Olíusjóðinn og
Tryggingasjóð fiskiskipa, sem endurskoða
þyrfti enda tækju þessir tveir sjóðir mest til
sín eða um 68% af útflutningsgjöldunum 1975
og líklega um 73% á árinu, sem í hönd færi.
Hann sagði m. a.: „Sjóðakerfið hefur skap-
að tortryggni og hvetur ekki til sparnaðar
og ætíð er fyrir hendi misnotkun. Það er því
mikilvægt að yfirstandandi endurskoðun beri
árangur.“
Endurskoðunin reyndist seinunnari en ætl-
að hafði verið, enda varð vel til hennar að
vanda, svo mikilsvert mál sem þetta er í út-
gerðarmálunum. Rétt, sem þetta er skrifað,
hefur frétzt að nefndin sé að ljúka störfum
og hafi skilað áliti til sjávarútvegsráðuneyt-
isins og sé megintillaga nefndarinnar -— eða
sú veigamesta - að olíusjóðurinn sé lagður nið-
ur. Einnig leggur nefndin til að dregið verði
úr greiðslum í Vátryggingasjóð og að Stofn-
fjárssjóðsgjald verði lækkað í 10%, en tillög-
ur nefndarinnar hafa ekki verið birtar í heild,
þegar þetta er ritað.
Sjómannasamningar.
Samningsviðræður um kjör háseta á bátum
og minni togurum standa yfir, þegar þetta
er skrifað. Meginkrafa sjómanna er mikil
hækkun kauptryggingar, allt að 35% eða ca.
100 þús. kr. pr. mánuð, en allt verður þó á
reiki um samningana þar til vitað er, hvað
kemur út úr endurskoðuninni á sjóðakerfinu,
þar sem breytingar á því hafa óhjákvæmilega
mikil áhrif á skiptakjörin.
Síldarglæta.
í byrjun desember fann rannsóknarskipið
Árni Friðriksson miklar lóðningar af síld, sem
reyndist vera 2ja ára síld og töldu leiðang-
ursmenn allt benda til að þessi árgangur
(1973) væri allsterkur. Þessi árgangur ætti
að koma inn í veiðarnar haustið eða síðla
sumars 1977, þegar hann kemur inn til hrygn-
ingar.
Jakob Jakobsson sagði hins vegar í blaða-
viðtali að lítið bæri á 3ja ára síld og lofar
Æ G IR — 37