Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1976, Blaðsíða 24
það vitaskuld ekki góðu um veiðarnar á kom- andi hausti, en allt er nú þetta á uppleið, segir hann. Þroskastríðið. í núverandi þorskastríði hefur mikið geng- ið á í desember og það sem af er janúar. Fyrsta herskipið kom á miðin þann 26. nóv- ember og síðan önnur tvö í viðbót og enn er að geta þriggja dráttarbáta. Þessum mikla verndarflota hefur lánazt að vernda brezku togarana við veiðamar all-sæmilega, en ónæð- issamar eru þær þó Bretunum, því að þeir hífa ekki aðeins upp í dauðans ofboði, þegar varðskip nálgast, heldur hvaða skip sem er svo sem flutningaskip, rannsóknarskip eða jafnvel fiskibátar. Heildarafli Bretanna frá því að samningar runnu út 13. nóvember mun vera heldur meiri nú en á sama tíma í fyrra, en þess ber að gæta, að sókn þeirra nú er að minnsta kosti fjórðungi — ef ekki þriðjungi meiri en í fyrra á þessum tíma. I fyrra í des- ember og janúar voru Bretar hér yfirleitt með 20—40 togara en nú 40—60 að jafnaði á miðunum. Einhverju kann að valda um þessa auknu sókn, að þeir vilji sýna okkur svart á hvítu, að þeir geti veitt hér undir herskipavernd, en einnig kann nokkru að ráða um þetta að þeir séu búnir með kvóta sinn í Barentshafi og veiði treg í Hvítahafinu og við Norður- Noreg, enda hefur þar ekki orðið vart við togara undanfarið, segir í nýlegum Fiskara. Sóknarþunginn hér hefur jafnan markast all- verulega af því hvernig aflabrögð gerast á áðurnefndum miðum. Þeir þurfa svo sem ekki mikinn afla, brezku togararnir, eins og fiskverð hefur verið und- anfarið á brezka markaðnum. í byrjun des- ember seldi Ross Trafalgar í Húll 1764 kits eða um 112 tonn eftir 21 dags veiðiferð á íslandsmið og söluverðið var 38.445 sterlings- pund en það er jafngildi um 13 milljóna ísl. króna og meðalverð þá verið 117 krónur pr. kg. Verðið fór þó enn hækkandi fram eftir desember. í næstu viku seldi Ross Kelvin afla af íslandsmiðum á 138 króna meðalverði og þannig hafa sölurnar tíðum verið í haust eftir að þorskastríðið hófst, en þorskastyrj- aldir hleypa jafnan upp fiskverðinu sem kunn- ugt er. Hamlað skipakaupum erlendis frá. í endaðan nóvember (25) ákvað rikisstjórn- in að hamla gegn frekari skipasmíðum og kaupum með því að hætta að veita ríkisábyrgð (13,3%) fyrir fiskiskipum byggðum erlendis. Ný nefnd. Síðla í desember skipaði sjávarútvegsráð- herra nefnd til að gera tillögur um stjórn á fiskveiðum okkar Islendinga með tilliti til hinnar „svörtu skýrslu“ Hafrannsóknastofn- unarinnar um ástand fiskstofnanna. Þetta er 8 manna nefnd. Rétt sem þetta er skrifað stendur yfir mjög fjölmenn ráðstefna um sama efni. Vonandi gefur nefndin sér góðan tíma. Það er hættulegt á erfiðum tímum að föndra mikið við hefðbundinn atvinnuveg. Það skapar oftast fleiri vandamál, að minnsta kosti í byrjun, heldur en leysast, og þó að aflaleysi sé framundan, þá er áreiðanlega var- hugavert að gera einhverja gerbyltingu í ís- lenzkri sjósókn. Það getur haft örlagaríkari afleiðingar en hundrað þúsund tonna afla- brestur. Sú eina „bylting" sem til greina kemur er að fækka bátum í þorsksókninni með því að finna þeim önnur verkefni (djúprækju, spærling, kolmunna, skelfisk), draga úr netasókninni en auka línusóknina, stækka riðilinn í vörp- unni og auka veiðisvæði togaranna í stað þess að þrengja þau sífellt. Það hefur alla tíð verið óhappastefna og leitt til ofsóknar á viðkvæm mið en vannýtingar annarra. Svæðaskipting milli veiðarfæra er allt annað mál. Auka þarf raunhæft eftirlit á miðunum bæði til að forða árekstri milli veiðarfæra og eins til verndunar smáfisks. Ásg. Jak. 38 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.