Ægir - 01.07.1976, Blaðsíða 8
Dr. Björn Dagbjartsson:
Hvað er vömþróun?
Dæmi úr íslenskum fiskiðnaði
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins áætlar í
sumar og næsta vetur að halda áfram tilraun-
um til vöruþróunar úr kolmunna og spærlingi.
Þessu orði „vöruþróun" hefur verið hampað
mjög að undanförnu, en þar sem ekki er víst
að öllum sé ljóst hvað við er átt þá er ekki
úr vegi að skýra þetta hugtak dálítið nánar.
Það má segja að tilraunir Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins með vinnslu manneldis-
afurða úr þessum smáfisktegundum sem gerð-
ar hafa verið undanfarin ár hafi aðeins verið
fyrsta eða í mesta lagi fyrstu tvö stigin þ. e.
undirbúningsvinnan, sem að vísu er óhjá-
kvæmilegt að framkvæma en skilar ekki ár-
angri nema henni sé fylgt á eftir með mun
umfangsmeiri tilraunum.
Almennar skilgreiningar.
Öll stærri matvælafyrirtæki í heiminum
vinna stöðugt að vöruþróun. Yfirleitt er ann-
að hvort verið að leita að ,,gati“ á markaðn-
um og reynt að fylla það á undan keppi-
nautunum eða að nýjar vörutegundir, oft eft-
irlíkingar, eru framleiddar úr hráefnum sem
auðvelt er að afla og eru ódýrari en „ekta“
hráefni. Þegar vörutegund og tilsvarandi
framleiðsluaðferð hefur verið þróuð á rann-
sóknastofu er tekin ákvörðun um það að fram-
leiða nokkra tugi eða nokkur hundruð ein-
inga af vörunni, kanna fyrstu viðbrögð vænt-
anlegs markaðs og fá hugmyndir um hugs-
anlegt söluverð. Að þessum upplýsingum
fengnum er sezt niður með „aðal“ forstjór-
unum sem fjármagninu ráða. Þeir eru mjög
oft tæknimenntaðir, gagnstætt því sem hér
tíðkast. Niðurstöðurnar eru lagðar fyrir þá,
ásamt hagkvæmnisútreikningum að sjálf-
sögðu, og þá kemur að þeirri stóru ákvörð-
un: Á að hætta því fjármagni sem þarf til
að taka heila verksmiðju eða a. m. k. verk-
smiðjueiningu, breyta henni og oft búa nýj'
um vélum, kaupa umtalsvert magn af hra-
efni, vinna það og síðast en ekki síst hefja
söluherferð á þeim mörkuðum sem þegar er
búið að þreifa fyrir sér á. Flestir reikna rneð
verulegu tapi í byrjun, en auðvitað er buið
að reikna það út að framleiðslan sjálf, Þ- e'
hráefni, vinnsla, umbúðir, flutningar o. s. ír_v’
borgi sig þegar varan er farin að seljast an
verulegrar fyrirhafnar og fjármagnskostnað'
ur í vélum og búnaði hefur verið greidduf
niður að mestu.
Islensk dæmi.
Sem dæmi um íslenska tilburði til v°rU _
þróunar má taka vinnslu manneldisafurða
kolmunna og spærlingi.
En hvar erum við staddir á vöruþróunar
ferlinum með þessar tilraunir? Rétt er
taka það fram að mjöl og lýsi hefur verJ
unnið úr báðum þessum fisktegundum
að
erið
án
vandkvæða og afurðirnar selst vel. Á þvl sV1
er ekki þörf eiginlegra vöruþróunartilrau ^
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins mun sa
nú í sumar gera frekari athuganir á geym^ifl
kolmunna og spærlings til bræðslu, bseði
borð til þess að bátarnir geti verið lenguf ^
og í verksmiðjum svo að þær geti unnið
sem minnstum tilkostnaði. Stofnunin he
undanfarin ár efnagreint f jölda sýna af Þ
um fiskum og gert sér nokkra grein y
nýtingartölum, þ. e. hve mikið sé mögu
að fá af mjöli og lýsi. Þýðingarmikilli sPUgjg
ingu er ósvarað í þessu sambandi. Borgar ^
að veiða kolmunna og spærling til br®kert
„við íslenskar aðstæður?" Það er e
218
ÆGIR