Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1976, Qupperneq 34

Ægir - 01.07.1976, Qupperneq 34
ráði er að veðsetja Fiskveiðasjóði. Skal nefnd- in skipuð þremur mönnum. Nefndin kýs sér formann. Skal nefndinni heimilt með sam- þykki stjórnar Fiskveiðasjóðs að skipa menn til þess að meta eignir á sínum vegum, enda skal hún endurskoða matið og staðfesta það. Eignir skulu metnar til endurkaupsverðs, að frádregnum eðlilegum afskriftum, er miðast við rýrnun eignarinnar, frá því að hún var ný. Skal matsnefndin semja nákvæmar regl- ur um framkvæmd matsins, sem staðfestar skulu af stjórn Fiskveiðasjóðs. Lánbeiðendur greiða matskostnað. Heimilt skal matsnefndinni, eftir því sem henni þykir rétt, að notfæra sér möt, sem unnin hafa verið á vegum Fiskveiðasjóðs, Ríkisábyrgðasjóðs og Stofnlánadeildar sjáv- arútvegsins eftir 1961. 19. gr. Fiskveiðasjóður er undanþeginn opinberum gjöldum og sköttum, hverju nafni sem nefn- ast. Öll skjöl viðvíkjandi lánum, sem sjóður- inn veitir eða tekur, eru undanþegin stimpil- gjöldum. 20. gr. Skylt skal lántakendum að hafa hinar veð- settu eignir svo hátt vátryggðar, að vel nægi fyrir áhvílandi lánum, og tekur veðréttur Fiskveiðasjóðs jafnan einnig til vátrygging- arfjárins. Ef til útborgunar vátryggingarfjár kemur, getur Fiskveiðasjóður krafist þess, að honum sé greidd beint upphæð, sem svarar til áhvílandi láns eða lána hans, enda sé tekið fullt tillit til þeirra veðhafa, er á undan eru í veðröð. Öllum skuldunautum Fiskveiðasjóðs er skylt að láta sjóðnum í té árlegt afrit af resktrar- og efnahagsreikningum sinum í því formi, sem hann ákveður. 21. gr. Heimilt er að telja lán eða eftirstöðvar láns úr Fiskveiðasjóði fallin í gjalddaga án upp- sagnar: a) Þegar greiðslur af lánum eru ekki inntar af hendi á réttum gjalddaga, b) við eigendaskipti að veði fyrir láni, ef veð- ið ferst eða rýrnar verulega í verði, er selt eða sett á uppboð, enda skal bæði seljanda og kaupanda skylt að tilkynna sjóðnum eigendaskipti þegar í stað, c) ef hin veðasetta eign er ekki starfrækt i 6 mánuði eða meira samfleytt, eðli sínu samkvæmt og tilgangi. d) ef hin veðasetta eign er flutt úr þeim stað, þar sem hún var starfrækt, er lán var veitt, e) ef lántaki hættir störfum eða breytir rekstri sínum að verulegu leyti að dómi sjóðsstjórnar. 22. gr. Þegar lán er komið í gjalddaga, hefur Fisk- veiðasjóður heimild til að láta selja veðið við opinbert uppboð án undangengins dóms, sátt- ar eða fjárnáms, hvað veð í fasteignum og skipum með tilheyrandi áhrærir, skv. lögum um nauðungaruppboð, nr. 57 frá 1949, sbr. lög um veð frá 4. nóvember 1887, 3. gr., °S skal í þessu sambandi heimilt að semja svo um, að uppboð á hinu veðsetta megi fara fram í skrifstofu uppboðshaldara. Nú er skip e®a fasteign, sem Fiskveiðasjóður á veð í, seld á nauðungaruppboði og ber þá uppboðshald' ara að tilkynna Fiskveiðasjóði um uppboðið svo tímanlega, að hann getið látið fulltrúa sinn mæta við uppboðið. 23. gr’ • Skuldunautar Fiskveiðasjóðs eru skyldir ti þess að fullnægja öllum kvöðum og skuld- bindingum, sem á þá eru lagðar í lögum °S reglugeroum fyrir Fiskveiðasjóð. 24. gr. Sjávarútvegsráðherra getur með regluger sett nánari ákvæði um starfsemi Fiskveiða sjóðs. 25‘ gr' , ya Með lögum þessum eru numin úr gildi loe nr. 75 13. maí 1966, um Fiskveiðasjóð Islan s, ásamt síðari breytingum, sbr. lög nr. 33/19 > lög nr. 55/1973, lög nr. 99/1975 og 3. gr. la& nr. 27/1976. 26. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík 25. maí 1976. Kristján Eldjárn. (L. S.) Matthías Bjarnason- 244 — Æ G I R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.