Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1976, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1976, Blaðsíða 10
nota má í súpur á sama hátt og kjötkraft. Búið er að senda sýni af þessum krafti til ýmissa súpuframleiðenda erlendis, en við- brögðin hafa enn ekki orðið eins jákvæð og vonast var til. Þó er vitað að fiskkraftur er framleiddur bæði í Japan og Noregi en til- tölulega fáir, sterkir aðilar virðast hafa mikil völd á þessum markaði. Það er líklegt að hér þurfi að koma til verulegt áhættufjármagn í sölustarfsemi og markaðsleit. Þó að tilrauna- framleiðslan hafi tekist í tækjum Hvalstöðv- arinnar þarf að athuga betur nokkur tækni- leg atriði í þessu sambandi, auk þess sem hönnun verksmiðju og arðsemisútreikningar eru óunnin. Að þessu verkefni mun Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins vinna áfram. Niðursoðinn og lieilfrystur spærlingur. Þá er rétt að minnast á nokkrar afurðir úr þessum tegundum, sérstaklega spærlingi, sem enn hafa ekki komizt nema á „rannsókna- stofustig" vöruþróunar. Heilfrystur (IQF), slægður og hausaður spærlingur hefur verið sendur til fulltrúa sölusamtakanna í Evrópu, en umsagnir þeirra um sölumöguleika hafa ekki borizt enn. Vitað er að ýmsar Suður- Evrópuþjóðir borða allmikið af heilsteiktum smáfiski og hundruð þúsunda verkamanna frá Miðjarðarhafslöndunum stunda vinnu í Norður-Evrópu. Hugmyndin er að reyna að ná til þessa fólks hvernig sem til tekst. Að- gerð og sérfrysting á smáfiski eins og spærl- ingi er nokkuð dýr. Frekari tilraunir með vél- vinnslu, markaðsleit í samvinnu við sölusam- tökin svo og arðsemisútreikningar eru á verk- efnaskrá Rannsóknastofnunar fiskiðaðarins, þegar tími vinnst til. Niðursoðinn spærlingur er mjög ljúffengur hvort sem hann er í eigin safa, olíu eða ýms- um sósum. Hingað til hefur hann aðeins ver- ið soðinn niður í nokkrar dósir, en Rann- sóknastofnunin ætlar í sumar í samvinnu við Sölustofnun lagmetis, að sjóða niður á ýmsa vegu nokkurt magn af spærlingi sem Sölu- stofnunin mun svo nota til markaðsleitar. Hér verða að sjálfsögðu að fylgja arðsemis- útreikningar og athuganir á vélbúnaði og vinnslutilhögun. Þessar frumtilraunir munu kosta nokkurt fé, en þó varla meira en svo að Rannsóknastofnunin og Sölustofnunin 220 — ÆGIR muni ekki ráða við þær í sameiningu. Ef við- brögð markaðsins verða jákvæð og gera þarf framleiðslutilraunir í stórum stíl og hefja söluherferð, þá er hætt við að nokkurt áhættu- f jármagn þurfi til að koma. Ýmsar hliðarrannsóknir. Nákvæmar efnagreiningar og næringar- fræðilegar mælingar á báðum þessum fiskteg- undum hafa verið á verkefnaskrá stofnunar- innar um skeið og verður haldið áfram. Slík- ar mælingar eru að vísu oftast ein af fyrstu athugunum sem gerðar eru í hverju vöruþro- unarverkefni, enda var það einnig gert her að því er varðar helstu efnaflokka. Það sem eftir er að mæla eru vítamín, ýmis steinefm. eggjahvítusamsetning o. fl. Fleiri hugmyndir hafa fæðst um mögu- legar afurðir úr þessum fisktegundum og at' huganir sem gera þarf, en ekki unnist tími til að sinna eða prófa, ekki einu sinni á ranm sóknastofunni. Hvað þarf t. d. miklar fjar' festingar í fiskmjölsiðnaðinum til þess a^ það borgi sig að veiða kolmunna og spærling til bræðslu hér og hver er arðsemi slíkra fjar' festinga t. d. miðað við Borgarfjarðarbrú • Hvernig litist Japönum t. d. á hrognafullarJ spærling og er hægt að vélflokka spærling 1 hæng og hrygnu? Er hægt að sjóða niður kolmunnalifur, fyrst það þarf að vélslægj3 fiskinn hvort sem er? Hvernig er með geria' innihald afurðanna? Eru sníklar (ormam áberandi? O. m. fl. Það má ljóst vera af framansögðu að Þet verkefnasvið mun yfirgnæfa aðra starfse Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á nae unni. Stofnunin er lítil og fámenn. Hún ós ^ aði eftir heimild til að ráða sér einn tækn^ fræðing, en því var synjað. Hagfræðinga1 n og stjórnmálamennirnir sem það gerðu n ^ örugglega metið það þannig að arðsemi gagnsemi í vega- og brúabyggingu væri me en í nýjungum í fiskiðnaði, því að gert va1 r ^ fyrir upp undir tuttugu manna aukningu tæknilegu starfsliði Vegamálaskrifstofunnar Framhald á bls. '

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.