Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1976, Blaðsíða 32

Ægir - 01.07.1976, Blaðsíða 32
1. gr. Fiskveiðasjóður íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Útvegsbanki Islands skal veita sjóðnum nauðsynlega fyrirgreiðslu og starfs- aðstöðu. Sjóðurinn lýtur sérstakri stjórn, eins og segir í lögum þessum. Heimili og vamar- þing sjóðsins er í Reykjavík. 2. gr. Hlutverk Fiskveiðasjóðs er að efla fram- leiðslu og framleiðni í fiskveiðum, fiskiðnaði og skyldri starfsemi með því að veita stofnlán með veði í fiskiskipum, nýsmíðuðum og eldri, vinnslustöðvum, vélum og mannvirkjum, sem að dómi sjóðsstjórnar eru í þágu sjávarút- vegsins, þ. á m. skipasmíðastöðvum, dráttar- brautum, viðgerðarverkstæðum, veiðarfæra- gerðum og verbúðum. Stjórn Fiskveiðasjóðs er heimilt að setja á fót sérstaka tæknideild, er sé stjórninni til ráðuneytis um tæknileg atriði í sambandi við mat á lánsumsóknum og til þess að fylgjast með smíði og búnaði fiskiskipa, fiskvinnslu- stöðva og annarra mannvirkja, sem Fisk- veiðasjóður veitir lán til, svo og að fylgjast með nýjungum á þeim sviðum. 3. gr. Auk stofnfjár samkvæmt 3. gr. laga nr. 75 13. maí 1966, um Fiskveiðasjóð íslands, skal fjáröflun til Fiskveiðasjóðs vera með eftir- töldum hætti: a) Vextir af lánum og öðrum kröfum. b) Útflutningsgjöld af sjávarafurðum, sem renna til sjóðsins lögum samkvæmt. c) Til viðbótar tekjum sjóðsins skv. b-lið greiðir ríkissjóður honum árlega fjárhæð er nemi % hlutum af tekjum skv. b-lið. d) Til viðbótar framlagi til sjóðsins skv. b- og c-liðum greiðir ríkissjóður honum ár- lega 35 millj. kr. e) Lántökur innanlands og erlendis, sbr. þó 7. gr. laga nr. 30/1960. 4. gr. Stjórn Fiskveiðasjóðs getur ákveðið stofn- un nýrra lánaflokka. Skal nánar kveðið á um þá í reglugerð, sem ráðherra setur, að fengn- um tillögum stjórnar sjóðsins. 5. gr. Ríkissjóður ábyrgist allar skuldbindingar Fiskveiðasjóðs gagnvart innlendum aðilum og 242 — Æ GI R greiðir þær, ef eignir og tekjur sjóðsins hrökkva ekki til. Einnig ábyrgist ríkssjóður greiðslu allra lána, svo og efndir allra skuld- bindinga, sem Fiskveiðasjóður tekur við af sjóðnum og stofnunum þeim, sem nefndar eru í 3. gr. laga nr. 75/1966. 6. gr. Fiskveiðasjóður heyrir undir ráðherra þann, sem fer með sjávarútvegsmál. Skal stjórn hans vera í höndum 7 manna, sem ráð- herra skipar til tveggja ára í senn og skulu 6 þeirra skipaðir skv. tilnefningum og 1 an tilnefningar. Hver eftirgreindra aðila tilnefn- ir 1 fulltrúa i stjórnina: Seðlabanki íslands, Landsbanki íslands, Útvegsbanki íslands, Landssamband ísl. útvegsmanna. Eftirtahn samtök í fiskiðnaði tilnefna sameiginlega 1 fulltrúa: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sjávarafurðadeild Sambands ísl. samvinnu- félaga og Sölusamband ísl. fiskframleiðenda- Verði þessir aðilar ekki sammála um tilnefn- ingu, skal ráðherra tilnefna fulltrúa þennan- Sjómannasamband íslands og Farmanna- °S Fiskimannasamband Islands skulu tilnefna SEuneiginlega 1 fulltrúa, en verði þessir aðilar ekki sammála skal ráðherra tilnefna hann- Jafnmargir varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Ráðherra skipar formann og varafor mann úr hópi hinna 7 stjórnarmanna. Til ÞeS® að fundur sjóðsstjórnar sé lögmætur, Þal meirihluti stjórnarinnar að sitja hann, 0 ræður einfaldur meiri hluti fundarins ákvör un stjórnarinnar. Ráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna- 7. gr. Verkefni stjórnar Fiskveiðasjóðs eru ÞesSl^ a) Ákvarðanir um lántöku og aðra fjárót , til starfsemi sjóðsins og útgáfu skjala því sambandi. b) Ákvarðanir um rekstrar- og greiðsluá< c) d) e) f) getl- anir Fiskveiðasjóðs, er gerðar skulu fy1 fram eitt ár í senn. Ákvarðanir um útlán sjóðsins og lánakj ákvörð' og er Úrskurður reikninga sjóðsins og un um ráðstöfun tekjuafgangs, svo ákvörðun um afskriftir af kröfum hans- Ráðning forstjóra sjóðsins. Heimih einnig að ráða aðstoðarforstjóra. Skipun matsnefndar. 8 gp. l'orstjóri sjóðsins hefur á hendi alla J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.