Ægir - 01.07.1976, Blaðsíða 26
D9. Skipum, 26 m og minni, er heimilt að
veiða með botnvörpu á tímabilinu frá 1.
janúar til 20. júní og 1. ágúst til 15. sept-
ember upp að suðurströnd meginlandsins
á svæði, sem takmarkast að austan af
lengdarbaug 21°57' v.lg. og að vestan af
lengdarbaug 22°32' v.lg.
E. KEYKJANES- OG FAXAFLÓASVÆÐI.
El. Utan línu sem dregin er 5 sjómílur utan
við Geirfugladrang úr punkti í 5 sjómílna
fjarlægð réttvísandi suður frá Geirfugla-
drang í punkt í 6 sjómílna fjarlægð rétt-
vísandi vestur frá Skálasnaga (vms 40),
er heimilt að veiða allt árið með botn-
vörpu og flotvörpu.
E2. Á tímabilinu 1. nóvember—31. desember
er heimilt að veiða með botnvörpu og
flotvörpu utan línu, sem dregin er í 12
sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu á
svæði, sem að sunnan markast af línu
dreginni réttvísandi suður frá Reykja-
nesaukavita (vms 34) og að vestan af
línu, sem dregin er réttvísandi vestur frá
Reykjanesaukavita.
E3. Frá línu réttvísandi suðvestur frá Reykja-
nesaukavita (vms 34) að línu réttvísandi
vestur frá Skálasnaga (vms 40) er skip-
um sem eru 39 metrar að lengd eða minni,
heimilt að veiða allt árið með botnvörpu
og flotvörpu utan línu, sem dregin er 4
sjómílur utan við viðmiðunarlínu.
F. BREIÐAFJÖRÐUK.
Fl. Utan línu, sem dregin er frá punkti í 6
sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá
Skálasnaga (vms 40) þaðan í punkt
65°05'0 N og 24°27'5 V, þaðan í punkt
65°05'0 N og 24°42'5 V og þaðan í punkt
í 12 sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur
frá Bjargtöngum (vms 43), er heimilt
að veiða með botnvörpu og flotvörpu allt
árið.
F2. Utan línu, sem dregin er frá punkti í 4ra
sjómílna fjarlægð réttvísandi vestur frá
Skálasnaga (vms 40) í punkt í 4ra sjóm.
fjarlægð réttvísandi vestur frá Bjarg-
töngum (vms 43), er skipum, sem eru 39
metrar að lengd eða minni, heimilt að
veiða með botnvörpu og flotvörpu allt
árið.
F3. Á tímabilinu 1. júní—31. desember er
skipum, sem eru 26 metrar að lengd eða
minni heimilt að veiða með botnvörpu
og flotvörpu utan línu, sem dregin er i
4ra sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu
á Snæfellsnesi, norðan við línu réttvis-
andi vestur frá Skálasnaga (vms 40) og
utan við viðmiðunarlínu milli Öndverð-
arnesvita (vms 41) og Skorarvita (vms
42). Að norðan takmarkast svæði þetta
af 65°16'0 n.brd.
G. VESTFIRÐIR.__________________________
Gl. Frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöng-
um (vms 43) að línu réttvísandi norður
frá Horni (vms 48) er heimilt að veiða
með botnvörpu og flotvörpu allt árið ut-
an línu, sem dregin er 12 sjómílur utan
við viðmiðunarlínu.
4. gr.
Ráðherra er heimilt að veita frekari tog-
veiðiheimildir en greindar eru í lögum þess-
um í takmarkaðan tíma á tilgreindum veiði-
svæðum, ef hafís lokar venjulegum veiðisvæo-
um innan fiskveiðilandhelginnar, enda korm
til meðmæli Hafrannsóknastofnunarinnar.
Ráðherra er heimilt að skipta veiðisvæðum
milli veiðarfæra og takmarka þannig vei
heimildir þær, sem veittar eru í lögum ÞesS
um, með því að banna notkun ákveðinna ger ,
af veiðarfærum á tilteknum veiðisvæðum
takmarkaðan tíma.
6' gr' •* og
Nú á sér stað á tilteknu veiðisvæði seiða-
smáfiskasdráp í þeim mæli, að varhugave
eða hættulegt getur talist, og skal þá sjávar
útvegsráðuneytið gera nauðsynlegar ráðst
anir til að sporna við því. Er ráðuneytm
heimilt að tilkynna bann við öllum togve*
um á þeim svæðum, svo og öðrum veiðu >
ef nauðsyn þykir. Jafnan skal umsögn Da^
rannsóknastofnunarinnar liggja fyrir, áður ^
slíkar tímabundnar veiðitakmarkanir eru
gildi numdar.
236 — Æ GIR