Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1981, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.1981, Blaðsíða 16
því meiri sem þrýstimunurinn er því hraðar fer loftið. Snúningur jarðar flækir svo þetta mál ásamt viðnámi sem mætir vindinum við jarðaryfir- borðið. Jarðsnúningurinn veldur því að loftið rennur utan í hæðunum sólarsinnis en andsælis utan í lægðunum nærri samsiða þrýstilínunum, sem eru einskonar hæðarlínur veðurlandslagsins. Þvi þéttari sem þessar þrýstilínur eru, því brattara er landið og því hvassara er í þessari hlíð. En þetta landslag allt á sér sínar orsakir. Hvers vegna er munur á loftþrýstingi milli staða? Hvað er loft- þrýstingur? Það sem mælt er, þegar við mælum loftþrýsting, er hversu mikill þungi hvílir á þeim stað þar sem loftvogin er. Ef mismunur er á loft- þrýstingi milli tveggja staða er því aðeins um að ræða mismunandi þunga sem hvílir á loftvogun- um. Loftið er mismunandi þungt yfir stöðunum tveimur. En hvers vegna skyldi það vera misþungt? Allflestir munu kannast við að hlýtt loft er léttara en kalt og það er einmitt þetta sem veldur þessum þrýstimun. Við skulum nú ímynda okkur að þessir tveir staðir séu t.d. Reykjavík og Stykkishólmur og að þrýstingur í Reykjavík sé hærri en í Stykkis- hólmi. Einhvers staðar yfir Stykkishólmi er þess vegna hlýrra en yfir Reykjavík. Yfirleitt er þessi munur neðan við u.þ.b. 6 km hæð, þó ekki alltaf, en þegar mikil illviðri geisa er það fyrst og fremst hitamun í neðstu 6 km lofthjúpsins um að kenna, stundum meira að segja í neðstu 3 km. Auðvelt er að sannreyna að hlýtt loft er létt og kalt loft þungt við heimilisstörfin. Gufan úr pottunum leitar upp með hlýja loftinu, en dettur ekki niður á eldavélina og þaðan niður á gólf, hins vegar gufar stundum af ísnum í frystikistunni, sú gufa fer ekki upp, heldur niður og jafnvel niður í niðurföllin. Ef þið opnið útdyrnar eða svaladyrnar flæðir kalda loftið að utan inn með gólfinu og öllum kólnar fyrst á fót- um. Myndin sýnir veðurlag í háloftunum á miðnœtti 22.12.1972. Heildregnu línurnar sýna hœð 500 mb flatarins 1 metrum og eru samsvarandiþrýstilínum veðurkortsins. Þvíþéttari hœðarlinur, því hvassara. Brotnu línurnar sýna svo hitann íþessum samafleO- Hér sést h vernig tunga af hlýju lofti stingur sér inn í kalda loftið 1 nágrenni Islands. Þetta htýja loft berst hratt til NA með hálofia' vindinum og kalt loft kemur aftur í staðinn. Hlýja loftið kom frá hafinu S/1 við Nýfundnaland og mœtti mjög köldu lofii fia N-Kanada á leið sinni til Islands. 1 þessu veðri urðu miklar skemmdir á möstrum í Búrfellslínu. 368 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.