Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1981, Page 54

Ægir - 01.07.1981, Page 54
NÝ FISKISKIP Otto N Þorláksson RE-203 Nýr skuttogari, m/s Otto N Þorláksson RE- 203, bættist við fiskiskipastól landsmanna 6. júní s.l. Skipið er smíðað hjá Stálvík h/f í Garðabæ og er smíðanúmer 28 hjá stöðinni. Þetta er fimmti skuttogarinn sem Stálvík h/f smíðar, en áður hefur stöðin afhent Stálvík S1 (fyrsti skuttogarinn smíð- aður innanlands), Runólf SH, Elínu Þorbjarnar- dóttur ÍS og Arinbjörn RE. Skipið, sem er hannað hjá Stálvík h/f, er stærsti skuttogari sem smíðaður hefur verið hér á landi og er jafnframt stœrsti skuttogarinn af minni gerð (undir 500 brl.), sem smíðaður hefur verið fyrir ís- lendinga. Af nýjungum um borð má nefna átaksjöfnunarbúnað fyrir rafknúnar togvindur (splittvindur) en hliðstæður búnaður er hins vegar í skuttogurum hérlendis, sem búnir eru vökvaknún- um togvindum. íKolbeinsey ÞH, sem afhent var í maí s.l. (sjá 6. tbl. ’81) og einnig er búin rafknún- um togvindum er hliðstæður búnaður frá öðrum framleiðanda. Einnig má nefna að staðsetning tog- vindna er frábrugðin því sem tíðkast, þegar um splittvindur er að ræða, þar sem þær eru einni hæð ofar, þ.e. ásíðuhúsum aftantil á togþilfari, en ekki á sjálfu togþilfarinu. Otto N Þorláksson RE er í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og er þetta sjötti skuttogarinn í eigu B.Ú.R., en fyrir eru: þrír spœnskir skuttogarar af stærri gerð, þ.e. Bjarni Benediktsson, Ingólfur Arnarson og Snorri Sturluson; Hjörleifur (áður Freyja RE), skuttogari af minni gerð sem keyptur var þriggja ára til landsins; og Jón Baldvinsson, skuttogari af minni gerð, sem smíðaður var í Portúgal á s.l. ári. Skipstjóri á Otto N Þorlákssyni RE er Magnús Ingólfsson og 1. vélstjóri Þórður Guðlaugsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Marteinn Jónasson. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki >í< 1A1, Stern Trawler, Ice C,*í<MV. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum stafna á milli, með peru- stefni, skutrennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars og brú aftantil á hval- baksþilfari. Mestalengd ........................ 57.00 m Lengd milli lóðlína................ 50.15 m Breidd ............................ 10.30 m Dýpt að efra þilfari ............... 7.30 m Dýpt að neðra þilfari............... 5.00 m Eiginþyngd .......................... 932 t Særými (djúprista4.95 m) . 1550 t Burðargeta (djúprista 4.95 m) ....... 618 t Lestarrými .......................... 660 m3 Lifrargeymar ......................... 10 m3 Brennsluolíugeymar (svartolía) .... 136 m3 Brennsluolíugeymar (dieselolía) .... 46 m3 Daggeymar ............................ 11 m3 Ferskvatnsgeymar ..................... 46 m3 Andveltigeymir ....................... 30 m3 Ganghraði (reynslusigl.- afl 2100 hö) 14.0 hn Rúmlestatala ........................ 485 brl. Skipaskrárnúmer..................... 1578 Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum i eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn ásamt keðjukössum; íbúðir ásamt botngeymum fyr>r brennsluolíu; fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu; vélarúm með síðugeymum fremst fyrir smurolíu, austur o.fl. og vélgæzluklefa og andveltigeymi aftast; og skutgeyma (þurrými) att- ast, að hluta fyrir ferskvatn. Aftast i íbúðum er asdikklefi- Fremst á neðra þilfari er stafnhylki og keðju- kassar, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er netageymsla og dælurými s.b.-megin, þá tvi- skipt vinnuþilfar með fiskmóttöku aftast og stýris- vélarrúm aftast fyrir miðju. S.b.-megin við fisk- móttöku og stýrisvélarrúm er vélarreisn og hjálpar' vélarými, en b.b.-megin vélarreisn, stigagangur og verkstæði. Aftast í íbúðarými b.b.-megin er is- geymsla. 406 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.