Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1981, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.1981, Blaðsíða 18
hefur oftast reynst ástæðulítill? Það má nefnilega ekki spá illviðrum of oft. Við munum öll of vel dæmisöguna „úlfur, úlfur“. Svo kemur ofviðrið sem veðfurfræðingurinn hafði grun um en spáði ekki. Hvað þá? Jú, hann verður e.t.v. réttilega að kenna skorti á upplýsingum um. Eins og áður sagði er algengast að svona lægðir komi til íslands u.þ.b. Vi sólarhring eftir að skil stóru lægðarinnar hafa farið yfir. Á vetrum er dimmt það stóran hluta sólarhringsins að oft sést blikubakki lægðarinnar kröppu illa eða vekur alla vega ekki á sér athygli. Það fyrsta sem gerir vart við sig er loftvogarfall og að vindur snýst úr S eða SV í SA eða A og eykst. Stormurinn skellur síðan á eftir að loftvogin hefur fallið i nokkra klukkutíma, oft ekki nema 2 til 3. Oftast er loftvogarfallið mjög mikið, loftvogin fellur um 2 og allt upp í 8 til 9 mb á klukkustund, eða um 6 til 25 mb á 3 tímum, en þegar loftvogarbreytinga er getið sérstaklega í veðurfréttum er einmitt miðað við 3 tíma. Veðrið er síðan verst við skil lægðarinnar, þar sem kalda loftið ryðst áfram við yfirborð. Að minu mati ættu allir sem eitthvað eiga undir veðri að eiga loftvog og læra að nota hana. Þegar loftvogin fer að falla um 1 strik, hvort sem er mm eða mb, á 15 til 20 mínútum aftur og aftur ætti enginn að fara á sjó eða í ferðalag fyrr en þessu falli linnir, alveg sama hvað veðurspáin segir. Hin ættin sem ég ætla að minnast á er allt öðru- vísi. Aðdragandi veðra af þeirri ætt er, að af ein- hverjum ástæðum hefur kalt loft sest að við A-Grænland og jafnvel suður um ísland og myndar af þunga sinum hæð. Svo gerist það að hlýtt loft kemur sígandi norður vestur af Bret- landseyjum og yfir þeim og sækir að þessu kalda lofti sem leitar þá undan, en það kemst illa burt m.a. vegna þess að Grænland liggur bakvið og það hrannast hreinlega upp við Grænlandsströnd og veldur þvi að þrýstimunur milli köldu hæðarinnar og hlýja loftsins og lægðarinnar í suðri verður gífurlegur og mikið A og NA ofviðri geisar á ís- landi. Stundum gerist þetta vestar, þannig að of- viðrið nær sér aðeins á strik úti á Vestfjarðarmið- um, en nær ekki til lands. Gjarnan er þá SA eða A andvari inni við land, en utar eru NA 10 til 12 vind- stig. Ekki eru þó nærri öll NA og A illviðri af þess- ari ætti. Sé litið á svona illviðri yfir landið í heild má fullyrða að þeim er mun betur spáð en hinni ættinni, sem ég lýsti hér áðan, enda aðdragandinn oftast lengri. Þó skella svona veður stundum óvænt á S-ströndinni og á Halamiðum. Hegðan loftvogarinnar þegar svona veður eru að hefjast er talsvert önnur en i hinni ættinni. Að vísu fellur loftvog oft talsvert og stundum mikið við S og A land, en oftar jafnt og þétt lengi, heldur en snögg- lega og stutt. Hins vegar stígur loftvog gjarnan fyrir V og N land og jafnvel líka á Vestfjörðum. Þetta stafar af því að þegar þrýst er að kalda loft- inu verður kalda lagið þykkara og þá stígur loft- vogin. Svona veður standa oft í 2 til 3 sólarhringa. Mesta veður á síðari árum af þessari ætt gekk yfir landið í lok janúar 1966, í Reykjavik fauk þá m.a. þakið af Heklu og víða um land urðu miklir skað- ar. Þess má geta hér til gamans að mesta illviðri frostavetursins mikla 1880 til 1881, svokallaður Phönixbylur, var hreint ótrúlega líkur þessu veðri og stóð einmitt sömu daga 85 árum áður. Einnig voru illviðri um miðjan janúar 1975 sem ollu miklum sköðum og óvenju fannfergi af þessari ætt. Um fellibylji. Rétt er að minnast örlítið á heimsóknir fellibylja sunnan úr höfum. Það gerist alloft að fellibyljir komast inn á nyrsta hluta Atlantshafs. Nú, þegar þetta er samið hafa fellibyljir gert það á þessu hausti. Enginn þeirra getur talist verulegur þó sum- ir hafi litið hálfilla út um tíma. Fellibyljir eru í eðli sínu hitabeltisverur, sem þola illa loftslagið i norðurhöfum og þurfa árlega sérstök skilyrði til að lifa umskiptin af, eiginlega á sama hátt og ljón sem hleypt yrði á afrétt Húnvetn- inga þyrfti sérstök skilyrði til að geta valdið tjóni- Nægilegar rannsóknir virðast ekki hafa farið fram á þeim skilyrðum sem fellibyljir þurfa til að hægt sé að segja með vissu hvenær þeir eru hættulegir og hvenær ekki. En þeir geta verið mjög hættulegir sem dæmin sanna. Reikna má með að venjulega komist 2-5 fellibyljir árlega inn á norðanvert Atlantshaf. Að þessu eru þó talsverð áraskipti. Flestir koma í september, þó nokkrir í ágúst og október, en sárafáir í öðrum mánuðum. Ef reiknað er með 3 á ári ættu um 240 fellibyljir að hafa komist inn a nyrsta hluta Atlantshafs frá aldamótum. Af þess- um hafa 10 til 15 valdið tjóni hérlendis eða um eða innan við 5% og aðeins 3 hafa valdið umtalsverðu tjóni og eru í hópi verstu veðra sem hér hafa komið á þessu tímabili, raunar sá fyrsti rétt fyrir aldamót- in, þ.e. á aldamótaárinu 1900, og kom að landim1 370 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.