Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1981, Page 15

Ægir - 01.07.1981, Page 15
veður, af t.d. vestri eru nærri óþekkt árum saman. Þetta þarf að sjálfsögðu nánari athugunar við, en kemur heim og saman við reynslu veðurglöggra manna um hversu ótrúlega langviðrasamt er þrátt fyrir allt á íslandi. Dálítið spjall um eðlisfræði ofviðra. Fimm hundruð ofviðri eru þvílikur fjöldi að ör- uggt má telja að skipuleg athugun verður aldrei gerð á aðdraganda þeirra allra vegna þeirrar vinnu sem slíkt krefst. Þetta er hálfbagalegt vegna þess að þó greinilegt sé að hvert einasta ofviðri hefur sín emstöku séreinkenni og er þannig öðruvísi en öll hm, er jafnframt greinilegt að mörg af þessum veðrum eru náskyld, þau skapast við svipaðar að- stæður. Ef þannig væri hægt að greina þessar að- stæður í grófum dráttum fer þekking á þessu sviði jafnframt að hafa spágildi og það er einmitt einn helsti tilgangur veðurfræðinnar að geta sagt fyrir um illviðri, þannig að tjóni sé haldið í lágmarki. Þegar farið er að líta á aðdraganda einstakra veðra sést mjög fljótlega að hann er undarlega oft svip- aður. Ég ætla að ræða hér tvær algengar ofviðra- ættir nokkru nánar. En fyrst skulum við líta á hvað það er sem veldur hvassviðrum. Ef farið er út í smáatriði verður svarið við þessu mjög flókið og allt það sem hér fer á eftir er þess vegna töluverð einföldun, nokkrum mikilvægum eðlisfræðilegum atriðum er sleppt algjörlega, og ég tek aðeins fyrir aðalatriði í stórum dráttum. Hér er loftþrýstingur aðalatriðið. Þrýstimunur milli tveggja staða gerir lofti kleift að komast á milli, rétt eins og mishæðir í landslagi ráða vatnsrennsli. Þar sem land er mjög flatt er litið rennsli á vatni, en þar sem bratt er fossar það niður á miklum hraða. Eins er með vindinn hann leitar út frá háþrýstisvæðum og niður í lægðirnar og því brattara sem er, þ.e.a.s. ÆGIR — 367

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.