Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 14
þetta geti rtafað af því, að annaðhvort hafi Daniel- sen af gáleysi e.t.v. ekki pantað ýmsa hluti, sem þurfti til útgerðar á þilskipi, sumarið 1850 og því ekki getað gert það út fyrr en um vorið 1852, eða þá að hann hafi haft skipið í smíðum sumarið 1851 og orðið að telja það fram til skatts, þar eð það var smíðað upp úr öðru eldra skipi, raunar var um breytingu að ræða. Til smiðinnar fékk Þorsteinn með sér Flóvent bónda Sigfússon á Ósi í Hörgárdal, sem lært hafði snikkaraiðn, sumir segja hjá Daníel föður Þor- steins. Eins og að framan er getið, byggðu þeir þó skipið ekki algjörlega að nýju heldur endurbyggðu að nokkru leyti og settu þiljur í hákarlaskip, sem Þorsteinn átti og Fönix hét. Eftir að skipið komst á flot á nýjan leik, var það þó allajafna nefnt Orri, og segir sagan það stafa af þvi, hve margar orra- hríðir þeir Þorsteinn og Flóvent hafi háð yfir smíði þess. Hvað sem þessu líður, þá þótti Orri engin fegurðarsmíð, hann var ákaflega lotinn, með gafli að aftan, og ekki var hann miklu stærri en opnu skipin, bar aðeins um 70 tunnur lifrar, en á þessum tímum var stærð hákarlaskipa yfirleitt miðuð við það, hve margar lifrartunnur þau gátu borið. Ekki hefur tekizt að finna neinar heimildir, er bendi greinilega til þess, að Orra hafi verið haldið úti til veiða sumarið 1851, enda engan veginn öruggt, að hann hafi verið til þá, sem að framan getur. Hins vegar er öruggt, að hann hefur gengið til veiða vorið 1852, því að í 1. tbl. Norðra, sem kom út í janúar 1853, segir, að þiljubátur þeirra Danielsens og Flóvents hafi þá um sumarið áður aflað 74 tunnur lifrar auk 10 tunna, sem skipverjar hafi áður fengið á opnu skipi. Þetta orðalag,”... sem skipverjar höfðu fengið áður á opið skip”, virðist geta bent til þess, að Orra hafi ekki verið haldið úti í byrjun vertiðar. Einnig virðist afla- magn það, er hann ber að landi, ekki benda til þess. Þá er einnig ólíklegt, að Danielsen hefði látið skipverja sína sækja sjó á opnu skipi um veturinn, meðan allra veðra var von, ef fullbúið þilskip hefði verið fyrir hendi. Loks má það einnig teljast fremur ólíklegt, að Norðri, sem sí og æ var hvetj- andi menn til stórræða í útgerðarmálum, hefði þagað yfir því, ef skipið hefði verið gert út sumarið 1851. Þannig virðist sem flest bendi til þess, að Orri hafi ekki verið smíðaður fyrr en veturinn 1851-52, hvernig svo sem stendur á þvi, að hans er getið í framtalinu 1851. Það er þó mögulegt að smiði hans hafi tafizt vegna timburskorts. Það var tvímælalaust mikið happ bæði Þorsteini á Skipalóni sem og öðrum þeim, er hákarlaútgerð stunduðu á þessum árum, að einmitt þá skyldu gerast þau tíðindi, að prentsmiðja var sett niður á Akureyri, hin fyrsta norðanlands, síðan Hóla- prentverk var flutt suður yfir fjöll u.þ.b. hálfri öld fyrr. Eitt fyrsta verkefni hinnar nýju norðlenzku prentsmiðju var prentun fyrsta norðlenzka blaðs- ins, sem hóf göngu sina í ársbyrjun 1853, svo sem að framan getur. Ritstjóri þess var Björn Jónsson, stórhuga maður og all víðsýnn, og það, er mestu máli skiptir fyrir það, er hér er fjallað um, haldinn brennandi áhuga á útvegsmálum og sá i hákarla- útgerðinni ótæmandi auðs- og framfarauppsprettu fyrir Eyfirðinga. Þegar í 1. tbl. Norðra árið 1853 eru ítarlegar fréttir af aflabrögðum Vestfirðinga á undanfar- andi ári, og segir þar m.a., að aflahæstu þilskip þeirra hafi aflað um og yfir 200 tunnur lifrar og hið hæsta hartnær 250 tunnum. Þá er og skýrt frá aflabrögðum norðanlands og sagt, að aflahæstu hákarlaskipin hafi hlutað 2—5 tunnur lýsis. Grein- inni lýkur með þessum orðum „...aptur hafði að- eins á opnum skipum verið lifrartunna í hlut á Rauðasandi frá páskum og heldur ekki hlutast vel á þeim kringum Jökul, og er það kennt þilfarsskip- unum, sem öll fiska dýpra en verið er á opnurn skipum.“ Þarf ekki að fara í grafgötur með það, að hér hvetur ritstjórinn Norðlendinga til þess að auka þilskipaflota sinn. Árð 1853 var hákarlsafli yfirleitt mjög góður, og af aflafréttum i Norðra er svo að sjá sem úthaldið hafi heldur verið farið að lengjast. Þetta má ráða af því, að 31.júlí 1853 skýrir Norðri frá því, að há- karlsafli hafi orðið mjög góður og Jörundur i Grenivík (Hákarla-Jörundur) orðið hlutarhæstur með um 5 tunnur lýsis í hlut. Nú skyldi maður ætla, að vertíðinni væri lokið, þar eð komið var fram um slátt. Svo er þó ekki að sjá, því að 1 september segir Norðri, að afli hafi orðið með mesta móti og að sagt sé, að Jörundur hafi hlutað 714 tunnu lýsis. Ekki er þess þó getið, hve leng' Jörundur hafi haldið út, sem vart hefur verið nema út ágúst í mesta lagi, né heldur hvort hann hafi verið einn um hituna eftir júlílok. Þá má og ráða það af júlíblaði Norðra 1853, að verð á lýsistunnu var þá 22 rd. á Akureyri, en nokkru hærra á ísa- firði og Siglufirði. Ekki lét Norðri enn undir höfuð leggjast að brýna Norðlendinga með frásögnum af því, er til 422 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.