Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1981, Blaðsíða 16
inni í Norðra, sem getið var hér að framan, hafði önnur . kútan strandað og legið ósjófær í fjörunni á Raufarhöfn í 3—4 ár. Friðrik eygði þegar við komuna til Raufarhafnar þann möguleika, er í skipsflaki þessu fólst. Brá hann skjótt við og festi kaup á því í því ásigkomu- lagi, sem það var í þarna í fjörunni. Að svo búnu hélt hann áfram för sinni til Eyjafjarðar, en er þangað kom munu fararefni þau, er hann hafði lagt upp með, hafa verið tekinn að þverra. Sagan segir, að mágur hans Anton bóndi Sigurðsson í Arnarnesi muni hafa veitt honum einhverja hjálp, sem þó mun hafa dugað skammt, því að stuttu eftir heimkomuna gekk hann á milli kaupmann- anna á Akureyri, sem þó munu hafa tekið honum heldur fálega, nema Edvald Möller, sem þá var verzlunarstjóri Örum & Wulffs á Akureyri. Lánaði hann Friðriki við til viðgerðar á skipinu. Mun Friðrik nú hafa þótt hagur sinn hafa vænkazt nokkuð og hélt til fundar við Þorstein á Skipalóni. Vel mun Þorsteini hafa getizt að þessum unga og stórhuga manni, a.m.k. léði hann honum Orra sinn til flutninga á áhöldum og efnivið austur á Raufarhöfn. Raunar kemur þarna fram nýr þáttur í gagnsemi þilskipanna, sem þó átti eftir að sannast enn betur síðar, þ.e. flutningar með ströndum fram. Svo vel sóttist Friðriki viðgerðin, að vorið 1854 sigldi hann skútu sinni inn Eyjafjörð. Segir sagan, að þá hafi hann skuldað Edvald Möller 600 rd., en ekki hikaði þó Möller við að lána honum 50 rd. í viðbót. Hélt Friðrik skipi sínu úti til hákarla- veiða þetta fyrsta sumar og aflaði svo vel, að um haustið gat hann greitt skuld sína við Möller að fullu. Þegar hér er komið sögu, eru þilskipin orðin tvö við Eyjafjörð og reynslan af þeim orðin það góð, að lengur er vart hægt að tala um fálmkenndar til- raunir í þessum efnum, enda má nú segja, að þil- skipaútgerð fái byr undir báða vængi þar nyrðra. Þá kemur hinsvegar til annar þáttur þessa braut- ryðjendastarfs, sem vafalaust hefur valdið hinum fyrstu útgerðarmönnum þilskipa við Eyjafjörð talsverðum heilabrotum. Það var nefnilega ekki nóg að hafa skip, það varð líka að hafa einhverja til þess að stjórna þeim. Svo óheppilega vildi þó til, að um þessar mundir var enginn skipstjórnar- lærður maður við Eyjafjörð, enda varla von. Ekki er vitað með vissu, hver muni hafa stjórnað Orra hina fyrstu vertið, er hann gekk til veiða, en allar líkur benda til, að það hafi Jóhannes snikkari Sigurðsson frá Hrísum í Svarfaðardal gert. Um vorið 1855 segir Norðri, að Jóhannes hafi verið eina vertíð fyrir þiljubáti þeirra Danielsens og Flóvents. Þetta virðist vera erfitt að vefengja, og þá kemur ekki önnur vertíð til greina en hin fyrsta, því að vitað er með fullri vissu, að vorið 1853 tók Ari Arason frá Vatni á Höfðaströnd við stjórn á Orra. Hann hafði farið til Noregs í því skyni að læra þar sjómennsku, og um haustið 1852 fór hann til ísafjarðar og nam þar stýrimannafræði í stýrimannaskóla Torfa Halldórssonar. Þeir Ari og Jóhannes eru því að vissu marki brautryðjendur á sviði norðlenzkrar skipstjórnar ásamt með Friðriki Jónssyni, sem jafnan fór sjálfur með skipstjórn á Mínervu sinni fyrstu vertíðirnar. Því var þeirra einnig getið sérstaklega meðal brautryðjendanna. III. Bændaútgerðin til 1868 Það virðist vera næsta óhagganleg staðreynd, að frumherjar íslenzkrar þilskipaútgerðar við Eyjafjörð, eins og hún þróaðist, urðu að vera skipasmiðir. Þessi staðreynd skýrist betur, ef litið er til Vestfjarða til samanburðar. Á Vestfjörðum og þá einkum á ísafirði var þil' skipaútgerðin svo til alla tíð í höndum kaupmanna og bundin fjársterkum fyrirtækjum, sem mörg hver gerðu út mörg skip. Þetta var því í fyllsta máta stórútgerð, og arðurinn af henni rann að miklu leyti út úr landinu, einkum framan af. Við Eyjafjörð var þessu öðruvísi farið. Framan af töldu jafnvel hinir fjársterkustu útvegsbændur þar um slóðir sig þess engan veginn um komna að ráðast í það stórvirki að eignast þilskip. Þetta stafaði vafalaust mikið af því, að samkværnt þeirra áliti var ekki hægt að eignast þilskip, nem3 með því móti að kaupa það frá útlöndum. Þegar hinir beztu smiðir í sýslunni höfðu aftur á móú sýnt það svart á hvítu, að þeir voru færir um að smíða þilskip, þótt oft væri af vanefnum, stóð sizt á hinum að fylgja fast eftir og styðja þá með ráðum og dáð. Einnig hlýtur það að hafa verið öllum mikil stoð, að óvíða á íslandi mun félags- þroski hafa verið meiri um þessar mundir, en einmitt i Eyjafirði og í vestursveitum Þingeyjar- sýslu. Norðri skýrir mjög skilmerkilega frá aflabrögð' um sumarið 1854, og voru þau yfirleitt góð. í maí' og júníblöðunum segir, að hákarlsafli hafi orðið mjög góður hjá þeim, er sótt hafi, og í júlíblað' 424 —ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.