Ægir - 01.08.1981, Síða 21
‘nn stöðugt, og árið 1861 var hann orðinn alls 32
P'lskip, eða nærri því hámarki, sem hann náði.16
Svo sem fram hefir komið, er ritgerð þessi að all-
ni'klu leyti byggð á þeim heimildum, sem hin
yrstu norðlenzku blöð veita, og fram til þessa á
orðra. Sú breyting verður á norðlenzkri
aðaútgáfu um áramótin 1861-62, að Norðri
rettir að koma út, en Björn Jónsson hefur útgáfu
nýs blaðs, Norðanfara. Með Norðanfara verða
n *ar heimildir um hákarlaútveg við Eyjafjörð
æði fyllri 0g þetri, enda Björn Jónsson eins og
a ur hefir verið getið, hinn mesti áhugamaður um
utvegsmál og sjósókn. Ekki er þó sami eldmóður-
lnn í skrifum Björns Jónssonar nú og í upphafi,
enda varla von. Þegar hér er komið sögu er
ny.iabrumið farið af þilskipaútgerðinni, hún vex
e ki mikið hvað skipatölu snertir, ævintýrið er
°rðið að raunveruleika, og í hönd fer þroska-
f eiðið með miklum þjóðfélagsbreytingum, sem af
PVl leiða. Ekki má þó skilja þetta svo, að hinn
storhuga ritstjóri hvetju ekki Norðlendinga til
. a°a sern fyrr, öðru nær. Nú er hins vegar breyt-
lngin orðin sú, að þeir eru orðnir fremstir og verða
J1 ekki lengur hvattir til dáða með frásögnum af
a rekum annarra. Ritstjórinn talar því í tón þess,
sent valdið hefur.
1 aPríl 1862 getur Norðanfari þess, að gæftir séu
stirðar og að ísalög hafi hamlað veiðum.
okkur skip höfðu þó náð legu fyrir páska og
Ur u hæstu hlutir 42 kútar lifrar. Ekki var þetta að
I 'su neinn metafli, en gæta verður þess, að í einni
e§u, sem varla hefur orðið miklu lengri en í mesta
^agi þrjár vikur, hafa hásetar haft u.þ.b. árskaup
■nnumanns. Þess verður þó að gæta, að vöruverð
°r hækkandi á þessum árum. Af næstu blöðum er
$a Ijóst, að heldur hefir útlitið vænkazt eftir því,
em á leið vertíðina, því að í mai skýrir Norðanfari
ra því, að hákarlsafli sé afbragðsgóður hjá sum-
a?1’en hvergi lakur. Það kemur fram í sömu frétt,
j. nákarlamiðin eru að fjarlægjast landið og sínar
j.0rnu stöðvar, enda segir Norðanfari, að sum ey-
lrzku skipin hafi sótt allt vestur fyrir Hornstrandir
j,8 liggi fram af miðum ísfirðinga á allt að 300
a ma dýpi, en sjálfir liggi ísfirðingar á 100—150
a ma dýpi. Segir blaðið eyfirzku skipin yfirleitt
sk' 3 ^ ^ vaðarhöld á borði, þá hákarl sé undir og
'Pverja hvorki neyta svefns né matar svo
ekl^rUm l^e^ Þetta 1 huga telur blaðið það
við ' ^ur^a’ Þótt Eyfirðingar afli bezt hákarl hér
land, er þeir séu bæði hinir harðfengustu
sjósóknarar og hafi auk þess beztan útbúnað. í
júníblaði 1862 getur Norðanfari þess, að þilskip,
sem þá um sumarið voru gerð út á millum Tjörness
og Skaga, væru alls 32 að tölu, þar af höfðu 8
verið keypt utanlands frá. í skýrslu, sem birtist í
Norðanfara sumarið 1863, kemur í ljós, að á
vertíðinni 1862 öfluðu skipin á millum Tjörness og
Skaga í alls 1763 tunnur lýsis, þar af öfluðu
eyfirzku skipin í 991 tunnu, en þau þingeysku í 690
tunnur. Ef miðað er við, að þetta sumar hafi í
kauptíð fengizt 27 rd. fyrir tunnuna, nemur þetta
aflamagn að heildarverðmæti um 47 þús. rd., sem
vart getur talizt mjög mikið, en þó varla lélegt að
heldur.
Þótt þannig megi segja, að árið 1862 hafi verið
heldur í lakara lagi, hvað aflamagn snerti, er það
að mörgu leyti athyglisvert fyrir okkur nútíma-
menn. Það, sem fyrst vekur athygli, eru sagnirnar í
Norðanfara um það, að ísalög voru fyrir Norður-
landi i apríl, en hákarlamenn náðu þó einni legu
fyrir páska. Þetta virðist gefa til kynna, þótt oft
megi telja að jaðri við fífldirfsku, að menn voru
orðnir kjarkmeiri og skirrðust síður en fyrr við að
bjóða hinum forna vágesti byrginn og sigruðust
líka á honum.
Þá ber frásögnin um sókn Eyfirðinga á mið ís-
firðinga þess glöggan vott, að menn létu það ekki
lengur á sig fá, þótt hákarlinn fjarlægðist landið
og gangi ekki á sín fornu mið uppi við fjörusteina.
Þeir voru orðnir færir um að leita eftir honum og
fylgja honum eftir, ef svo bar undir. Það er jafnvel
ekki ólíklegt, að sagnirnar um það, er „mikli skip-
stjórinn” Jón Loftsson frá Grenivík fór á hákarla-
veiðar norður við Jan Mayen, séu einmitt frá þessu
ári.
Árið 1863 birti Norðanfari mjög litlar aflafregn-
ir, en ljóst er þó, að það ár aflaði Steinn Jónsson á
Svæði i Höfðahverfi á þilskip sitt 180 tunnur lýsis,
er nemur um 300 rd. í hlut. Af fréttum í Norðan-
fara má sjá, að lýsisverð var fremur gott þetta
sumar eða 28 rd. á tunnuna. Af þeirri einu frétt,
sem vitnað var til hér að framan, er þó ekki auðvelt
að geta sér nákvæmlega til um heildaraflann þetta
sumar, því að Steinn var, eins og viðurnefni það,
er honum var gefið bendir til (afla-Steinn), mjög
mikil aflamaður, en svo er að sjá sem árið hafi
verið í meðallagi.
Árið 1864 var gott aflaár, en í marz 1865 birti
Norðanfari skýrslu yfir afla þess. Segir, að með
hörmungum hafi tekizt að reita skýrsluna saman
ÆGIR — 429