Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1981, Side 27

Ægir - 01.08.1981, Side 27
Jakob Jakobsson: Fjarðasíld Inngangur Menn hafa það fyrir satt að ísland hafi verið bV8gt í nær 1000 ár áður en síldveiðar hófust að nokkru gagni. Þessi staðreynd hefur mörgum orð- lb umhugsunarefni ekki síst vegna þess að talið er fullvíst að ýmsir landsnámsmenn, þeirra á meðal Skallagrímur Kveld-Úlfsson, hafi verið þaulvanir S1|dveiðimenn í heimabyggð sinni í Noregi. Á land- námsöld hefur því ekki verið um að kenna kunn- nttuleysi. Allt öðru máli gegnir um síðari aldir, be,gar umkomuleysi, fákunnátta og hallæri herjaði n Islendinga. Margir telja, að íslendingar hafi svo ujótt vanist þorskveiðum að síldin hafi algerlega nllið í skugga þorsksins og því hafi menn ekki lagt neina stund á síldveiðar. Þá ber og að hafa í huga ab þorskveiðar, sem stundaðar eru með handfær- Unt, krefjast nálega engrar fjárfestingar, en ef stunda átti síldveiðar varð að minnsta kosti að orna sér upp neti með tilheyrandi útbúnaði, lóða- belgjum, drekum o.s.frv. Síldveiðar í stórum stíl urðu vart stundaðar nema með enn meiri tilkostn- aöi. Þá ber einnig að hafa í huga að síldargöngur nfa löngum þótt sveiflukenndari en þorskgöngur °8 hefur það ef til vill átt sinn þátt í því að menn V°ru oft gersamlega óviðbúnir, þegar firðir og fló- ar fylltust af síld fyrr á öldum. ^egar reynt er að finna skýringar á því hvers ^egna sildveiðar voru ekki stundaðar hér fyrr á ö áum er venjulega gefin sú forsenda að síld hafi verið hér í ríkum mæli frá örófi alda. Eftir því sem mer er best kunnugt eru þó engar skráðar heimild- þ’ SCm taba a^ aiian vafa um a^ sv0 ba^' ver1^- egar getið er um fiskigöngur í fornum ritum er lafnan att við þorsk. Síldar er hvergi getið og staf- rókur um síld í íslenskum lögum var ekki til fyrr en Seint á nítjándu öld. Þetta verður því furðulegra e bess er gætt að íslensk lög til forna voru talin vera sniðin eftir norskum lögum en í þeim eru ítar- legir kaflar um síld og síldveiðar. Þess skal þó getið að tvö örnefni, ,,Síldarmannagata“ milli Hval- fjarðar og Borgarfjarðar og ,,Síldargarðar“ í Grafarvogi benda til að síld hafi einhverntíma ver- ið veidd á þessum slóðum. Enda þótt síldin sé mjög algengur fiskur og eigi heima í öllum helstu hlutum kaldtempraðra hafa á norðurhveli jarðar er þó augljóst að hún þrífst betur á einum stað en öðrum. í Norðaustur-Atl- antshafi eru aðalheimkynni síldarinnar i Norður- sjó og við vesturströnd Noregs. Þar verða síldar- stofnarnir stærstir og þar eru hrygningarstöðvarn- ar mestar. Með þetta í huga held ég að við verðum að líta á íslandsmið sem jaðar útbreiðslusvæðis síldarinnar. Þegar vel árar geta því myndast hér allstórir síldarstofnar en sé náttúran síldinni ekki hliðholl er vel hugsanlegt að hér hafi komið alllöng síldarleysistímabil jafnvel án þess að náttúran hafi þar notið hjálpar mannsins eins og síðar varð, þegar síldin var ofveidd. Ég held að nauðsynlegt sé að hafa þetta í huga, þegar rætt er um að síldveiðar hófust ekki hér á landi fyrr en eftir miðja nítjándu öld. Norska tímabilið Hvernig svo sem síldargöngum hefur verið hátt- að hér við land fyrr á öldum er hitt ljóst, að á nítjándu öld hefur hana svo sannarlega ekki vantað á íslandsmið. Þrátt fyrir hvatningarorð forystumanna þjóðarinnar svo sem Jóns Sigurðs- sonar virtust íslendingar þó lengst af tómlátir um síldveiðar. Varla verður um það deilt, að það voru Norðmenn sem hófu síldveiðar við ísland í stórum stíl eins og rækilega er rakið í „Síldarsögu íslands“ eftir Matthias Þórðarson og í bókinni „Norske seilskuter pá Islandsfiske“ eftir Kari ÆGIR — 435

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.