Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1981, Síða 28

Ægir - 01.08.1981, Síða 28
Shete'ig Hovland. Þeir Bjarni Þórðarson og Smári Geirsson hafa nú nýverið þýtt þessa bók og hafa kaflar úr henni birst í blaðinu ,,Austurlandi“ á undanförnum mánuðum. Þessar síldveiðar byggð- ust fyrst og fremst á svokallaðri fjarðarsild. Þær voru einkum stundaðar á Austfjörðum og á Eyja- firði. Engum vafa er undirorpið, að sildveiðar Norðmanna hafa haft gífurleg áhrif á alla byggð og atvinnulíf á Austfjörðum um þetta leyti. Um þetta segir Matthías Þórðarson í síldarsögu sinni: ,,Á fjörðunum risu upp snotur kauptún og fiskiþorp með ræktuð tún og garða, þar sem áður voru gróðurlausir melar og klappir, versl- un og viðskifti byrjuðu, útvegur, atvinna og ýmsar framkvæmdir og samgöngur hófust, þar sem þessir nýju menn tóku sjer bólfestu og settust að. „Gullnáma er fundin“ sögðu menn, og hvað- anæfa af landinu kom fólk til þess að vinna við þessa námu. Peningar voru dýrir, sjaldgæfir og lítt þekktir manna á meðal, en Norðmenn voru með hendur fullar fjár, og mönnum var því auðvelt að fá sem þeir þurftu, fyrir vinnu við síld, yfir sumartímann. Peninga þurftu menn, í fargjald til Ameríku og til annara nauðsynja. En nú voru Austfirðir fundnir fyrir íslendinga, og það eitt út af fyrir sig var þýðingarmikið atriði. Því hvað vissi almenningur eiginlega um Austfirði áður en Norðmenn komu? Lítið sem ekki neitt. Fyrir þann tíma höfðu menn á Suður- og Vesturlandi, haft sáralítil kynni af þessum hluta lands, og þeir hver af öðrum, sem nú varð á allra vörum. Á Suðurlandi hafði ávallt verið talað um Múlasýslur, en Austfirðir lítt nefndir á nafn. Lærðustu menn syðra og vestra, höfðu nátt- úrulega heyrt getið um Eskifjörð og jafnvel Seyðisfjörð, en annað nafn var ekki til á þessum stöðum í daglegu tali en Múlasýslur, eitthvað ákaflega óþekt og langt í burtu. Að fara austur í Múlasýslur fyrir menn af Suður- eða Vestur- landi, þótti fjarstæða, óravegur, margra vikna ferð“. Það fer því ekki á milli mála, að Matthías Þórðarson telur að Austfirðir hafi nánast komist á landakortið vegna fjarðasíldarinnar og þeirra síld- veiða, sem Norðmenn stunduðu á siðari hluta nítj- ándu aldar. Frá norska tímabilinu: Síldarsöltunarstöð Ottós Wathne a Reyðarfirði. Enda þótt ,,gullnáma“ hafi verið fundin var þó ekki þar með sagt að unnt væri að grafa úr henni gull eftir hentugleikum. Svokölluðum duttlungum síldarinnar hefur löngum verið við brugðið og fór síldarútvegur Norðmanna svo sannarlega ekki var- hluta af því. Fljótlega kom í ljós, að síldin gekk ekki inn á firðina á ári hverju. Veiðiaðferð Norð- manna mun nokkru hafa ráðið um það hve miklaf sveiflur voru í aflanum. Síldveiðarnar voru svó til eingöngu stundaðar með landnót og fékkst þá að sjálfsögðu enginn afli nema síldin gengi inn í firð- ina og helst með löndum. Lítils háttar göngubreýt" ingar gátu því haft í för með sér að alger aflabrest- ur varð á þessum veiðum. Tafla 1. Síldveiðar Norðmanna við ísland 1879—1886. Þátttaka og aflid) Nóta- brúk Skip Skip- verjar Afli í þits.tunna Afli á mann 1879 4 9 72 3.0 42 1880 28 75 578 115.0 192 1881 90 187 1.799 167.6 93 1882 79 155 1.590 65.0 41 1883 92 157 1.807 103.9 58 1884 83 143 1.625 20.1 12 1885 56 83 776 24.7 32 1886 13 30 237 2.9 12 1) Skv. bókinni „Norske Seilskuter pá Islandsfiske11 eftir Kar' Shetelig Hovland. 436 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.