Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1981, Qupperneq 29

Ægir - 01.08.1981, Qupperneq 29
Rannsóknir Bjarna Sæmundssonar Svo vel vill til að Bjarni Sæmundsson fiskifræð- ln8ur ferðaðist um Austfirði sumarið 1898 og skrifaði ítarlegan kafla í ársskýrslu sína um síld- ve*ðar við Austurland. Þessi skýrsla birtist í 24. ár- Sangi Andvara árið 1899. í upphafi kaflans um síld °g síldveiðar segir Bjarni eftirfarandi: ,,Síld hefur eflaust gengið í firðina á Austur- landi frá ómunatíð, en síldveiðar hafa ekki ver- ið stundaðar þar nema síðustu 30 ár. Því eins og kunnugt er byrjuðu, Norðmenn fyrst veiðar sín- ar þar milli 1860—70, og eftir 1877 byrjuðu einn- ig innlendir menn. Á þessu tímabili hafa menn yeitt háttum síldarinnar og göngum hennar í firðina nokkura eftirtekt. Og þó þekkingin á bessu sé ekki mikil, þar sem engar rannsóknir eða reglubundnar athuganir hafa verið gjörðar, þá álít ég þó sjálfsagt, að geta hér hins helzta, er menn sögðu mér um reynslu sína og athuganir í þessa átt. Þeir, sem gáfu mér beztar upplýsingar um þetta efni, voru þeir C. Tulinus, konsúll á Eskifirði, og Imsland, kaupmaður á Seyðis- firði, sem báðir hafa lengi haft síldarveiða- útgerð”. Næst vitnar Bjarni í skýrslu, sem Tuliníus hafði s rifað fyrir sænskan prófessor, en hann leitaði uPPlýsinga hjá Tuliníusi um hvort timaskipti væru a síldveiðum á íslandi. Skýrslan hefst þannig: ,,Spurningunni um hvort tímaskifti séu að síldarveiðum á íslandi, vil ég svara játandi, en mJög er mismunandi, hve löng aflatimabilin eru, oftast 3—7 ár, og þverr þá síldargengdin smám saman á ári hverju, þangað til síldarlaust Verður, en það hefir sjaldan verið á Austfjörð- um lengur en 2 ár. Stundum vex aflinn smám- saman, eins og fyrir 1895, en á eftir er þá hér Urn bil enginn afli þegar næsta ár á eftir. Hér Verð ég þó að gjöra þá athugasemd, að menn §eta ekki dregið nákvæma ályktun um, hve Húkil síld er fyrir, af því, hve mikið aflast, því °ft hefir verið síld, án þess að menn hafi veitt hana hér á íslandi, þar eð það er mjög komið Undir verðinu á síld í útlöndum, með hve mikilli atorku síldarveiðin er rekin. Þar að auki hefir Vlndur og veður mikil áhrif á göngur síldar- lnnar, og oft er hún í þéttum torfum rétt inni v'ð ströndina, en hinir tíðu norðanstormar á haustin aftra henni frá að ganga inn í firðina; og þótt hún gangi inn í djúpa firði, heldur hún þó oft mánuðum saman kyrru fyrir í djúpinu og þar er ekki auðið að veiða hana. Stundum gerir hafísinn alla veiði ómögulega mánuðum saman; og loks er það mín sannfæring, að jafnvel þótt síldin sé í stórum torfum úti fyrir fjörðunum, þá gengur hún ekki inn í þá, séu þeir átulausir. Fyrir 1877 aflaðist eigi svo lítið af síld um nokkur ár hér á Austurlandi. Þá var nægð síld- ar, en fáir, sem stunduðu síldveiðar, en þá kunnu og stunduðu þær aðeins Norðmenn; þetta var, að mig minnir, árin 1866—69. Eftir það aflaðist lítið, þangað til að aflatímabilið á Austurlandi byrjaði 1878; það stóð til 1885. Aflinn var mjög lítill haustið 1896 og veturinn á eftir, og eftir miðjan okt. var síldarlaust, og hið litla, er aflaðist, fekst frá 10. sept. og fram í miðjan okt.‘‘. Nokkru síðar í grein sinni segir Bjarni Sæ- mundsson: „Almenn skoðun er það að síldiri komi norðan með að jafnaði og er það líklegast því suður með ströndinni liggur norðanstraumur næst landi og með honum berst síldarátan. Ármann á Barðsnesi sagðist oft hafa athugað sildargöngur úti fyrir Norðfirði og hefðu þær haldið suður með án þess að ganga í fjörðinn. Vopnfirðingar álíta einn- ig að þar komi síldin norðan með og sökum þess að fjörðurinn er svo víður eiga þeir betra með að at- huga það. Þar kemur síldin nú ekki fyrr en í júlí en fyrir sextán árum í júní‘‘. Ennfremur segir Bjarni: ,,Síld sú sem veiddist í sumar (1898) í fjörðunum var af ýmissi stærð en feit og með engum eða lítt þroskuðum hrognum og sviljum“. í lok skýrslu sinnar gerir Bjarni grein fyrir því hve nótaveiðin hafi reynst stopul og færir fyrir því svipuð rök og gert var hér að framan. Þá hvetur hann eindregið til að menn taki upp nýja veiðiað- ferð, þ.e.a.s. reknetaveiðar sem eflaust gefi jafn- astan og vissastan arð. ,,Það sýna reknetaveiðar Hollendinga og Skota,“ segir Bjarni Sæmundsson að lokum í skýrslu sinni frá 1898. Upp úr aldamótum virðist fjarðasíldin ekki hafa verið eins algeng og á síðustu áratugum nítjándu aldar. Síldveiðarnar höfðu komið Austfirðingum á bragðið, en þegar síldin minnkaði sneru þeir sér að þorskinum. Sumarið 1920 var Bjarni Sæmundsson ÆGIR — 437
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.