Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1981, Síða 56

Ægir - 01.08.1981, Síða 56
í skipinu eru tvær ísvélar frá Finsam, af gerð VIP 10 IMS, afköst 10 tonn á sólarhring hvor. ís- vélar eru í þilfarshúsi, s.b.-megin aftast undir hval- baksþilfari, en á neðra þilfari, undir ísvélaklefa, er einangruð og klædd ísgeymsla, um 16 m3 að stærð, og er ísinn fluttur þaðan með snigli að lest. Loft vinnuþilfars er einangrað með 150 mm steinull og klætt með 11 mm plasthúðuðum kross- viði, en siður eru einangraðar með polyurethan og klæddar með stálplötum. Fisilest: Fiskilest er um 600 m3 að stærð og gerð fyrir fiskkassa. í lest er unnt að koma fyrir 3800 90 1 fiskkössum. Stálklæðning í síðum lestar er löguð fyrir stöflun á kössum og því engir álpallar. Lestin er einangruð með polyurethan og klædd að innan með 5-6 mm stálplötum. Kæling í lest er með kæli- leiðslum í lofti lestar. Myndin sýnir frágang í lest, en stálklceðning í síðum er löguð fyrir stöflun á kössum. Ljósm.: Skipatœkni h/f, Bárður. í lest er rafknúið færiband, bæði til að flytja fisk og ís. Eitt lestarop (2400 x 2200 mm) er aftar- lega á lestinni, með álhlera á lömum sem búin er fiskilúgu, en að auki er ein minni lúga (fiskilúga) framan við aðallúgu. Á efra þilfari, upp af lestar- lúgu á neðra þilfari, er ein losunarlúga (3000 x 3160 mm) með stálhlera slétt við þilfar. Fyrir af- fermingu á kassafiski eru tveir kranar. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Aðalvindubúnaður skipsins er frá Brusselle og er um að ræða tvær togvindur, fjórar grandaravind- ur, tvær hífingavindur, tvær hjálparvindur, flotvörpuvindu og akkerisvindu. Allar Brusselle vindur, að undanskildum hjálparvindum á aftur- þilfari, eru rafknúnar. Annar vindu- og losunar- búnaður eru tvær litlar hjálparvindur og losunar- kranar, sem er vökvaknúið, og tvær kapalvindur fyrir netsjártæki, sem eru rafknúnar. Aftantil á togþilfari, s.b,- og b.b.-megin, aftan við þilfarshús fyrir togvindumótora, eru tvær tog- vindur (splittvindur) af gerð 3602 S. Tœknilegar stærðir (hvor vinda): Tromlumál ...........520mm°x 1540mm“x 1430 mm Víramagn átromlu.....1400 faðmar af 3Vi” vír Togátak á miðja tromlu .. 10.0 t Dráttarhr. á miðja tromlu 110 m/mín Rafmótor.............BBC, GN 315-M34F Afköst mótors........275 hö við 894 sn/mín Spenna, straumur.....390 V, 551 A Fremst í hvalbak eru fjórar grandaravindur gerð EL 6-1. Hver vinda er með einni tromln (406mmHx 980mm°x 645mm) og knúin af 61 BBC 3ja hraða riðstraumsmótor, togátak á tóma tromlu (435mm°) 6.0 t og tilsvarandi dráttarhraði 55 m/mín miðað við 3. hraðastig. Aftan við yfirbyggingu á hvalbaksþilfari eru tvær hífingavindur af gerð EL 8. Hvor vinda er með einni tromlu (406mm°x 630mm°x 430mm) knúin af 48 KW BBC 3ja hraða riðstraumsmótor, togátak á tóma tromlu (435mm°) 8.0 t og tilsvar- andi dráttarhraði 32 m/mín miðað við 2. hraða- stig. Aftast á togþilfari, s.b.- og b.b.-megin við skut- rennu, eru tvær hjálparvindur af gerð HL 7. B.b-' vindan er með tveimur útkúplanlegum tromluu1 464 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.