Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1982, Side 34

Ægir - 01.08.1982, Side 34
Minningarorð: Hafsteinn Bergþórsson, framkvæmdastjóri F. 29. nóv. 1892 — d. 25. okt. 1981 Óðum fer að þynnast í röðum þeirrar kynslóðar er fæddist um síðustu aldamót, fólksins sem lifað hefir hina stór- kostlegu breytingu í ís- lenzku þjóðlifi, meiri en gerzt hefir með öðrum þjóðum á svo skömmum tíma. Einn þeirra manna sem lifði þessa breytingu og tók þátt í athöfnum tímans, er leiddu til breytinga, var Hafsteinn Bergþórsson, framkvæmdastjóri, en hann lézt 25. október s.l., 88 ára að aldri. Hafsteinn var fæddur 29. nóv. 1892 að Landa- koti á Álftanesi. Foreldrar hans voru Bergþór Þor- steinsson, skiptstjóri og Helga Hafliðadóttir (systir Hannesar skipstjóra og fyrsta forseta Fiskifélags íslands). Þegar Hafsteinn var 9 ára gamall féll faðir hans frá; systkinin voru 5. Var það þvi hlutskipti hans, „sem svo margra annarra, að þurfa að taka til hendi á unga aldri og vinna fyrir sér og sínum. Barnaskólamenntunar naut Hafsteinn að þeirrar tíðar hætti. Af dugnaði leitaði hann til náms í Verzlunarskólanum og lauk þaðan burtfararprófi. Ekki leikur vafi á því að sú menntun hefir orðið Hafsteini góð undirstaða að því, sem hann vann að á lífsleiðinni. Sjórinn og átök við þau viðfangsefni sem veiði og aflaföng gáfu, heilluðu hug Hafsteins. Gerðist hann því sjómaður. Hann leitaði sér náms i Stýrimannaskólanum og lauk farmannaprófi eftir eins vetrar nám, árið 1913. Að loknu prófi er Hafsteinn stýrimaður og skipstjóri á ýmsum togurum allt til ársins 1929, en þá fer hann í land og fæst við útgerð og fiskvinnslu eftir það. Á árabilinu 1930-1950 gerast margir hlutir í atvinnusögu þjóðarinnar sem ekki gefst rúm til að minnast hér, þó vert væri. Spor Hafsteins í Þe}rrl sögu má enn greina, hvort heldur litið er til vel eða vinnslu. Þau spor segja sína sögu um mannin11 og eiginleika hans — hann var bæði framsæH ogötull. f Árið 1950 verða nokkur kaflaskipti í sta Hafsteins, en þá ræðst hann til framkvæm a stjórnar við Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem Þa v . orðið eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtte landsins. Gegnir hann því starfi til 70 ára aldurs- Á Hafstein hlóðust ýmis trúnaðarstörf ten® sjávarútvegi. Sá trúnaður sem honum var fa11 sýnir bezt að hér fór maður sem litið var til traust hafði í samtökum sjávarútvegsmanna. helst til nefna: stjórnarstörf í Landssambandi i útvegsmanna, Sölusambandi ísl. fiskframleiðea ’ íslenzkri endurtryggingu, hafnarstjórn víkur. í stjórn Fiskifélags íslands var hann 1950—1966, lengst af varafiskimálastjóri. ^ Á þessum árum hafði Hafsteinn náið samsta^ við Davíð Ólafsson fyrrv. fiskimálastjóra. Dav segir m.a. um Hafstein: „Minnist ég þessa langa samstarfs með mikilli ánægju, því aldrei bar Þ skugga á og mörg góð ráð sótti ég til Hafste1^ Hann var hugkvæmur og kom sér þá vel löng ~ farsæl reynsla hans á sjó og við útgerð fiskvinnslu. Var gott til hans að leita, þegar ma vildi fræðast um þá hluti“. Sjávarútvegur, fiskvinnsla og þróun ÞesS greina hefur mjög byggt á mönnum sem byrj starfsferil sinn sem sjómenn. Mönnum sem öj1 sér menntunar, reynslu og góðrar þekkingar a sem að fiskveiðum laut, jafnframt staðgó r þekkingar á rekstri fiskiskipa. Sjómennsku þessara manna lauk oftast á stjórnpalli. Tók Þa annar þáttur í starfsævi þeirra, stjórnun nt®el. og fiskvinnslu. Kom þá í góðar þarfir sú Þetc ' “ og reynsla sem aflað var við störf á sjónum. Pa ^ þessara manna í farsælli þróun fiskveiða , vinnslu er ómældur. Sá þáttur kom e.t.v. glegS .j ljós við endurnýjun flotans frá síldveiðiskipulVí skuttogara. Þáttur kynslóðar Hafsteins BergÞ0 ^ sonar í farsælli þróun fiskveiða og vinnslu ómældur. ^ Á mannafundum var Hafsteinn ekki ma^.f margra orða. Hann var frekar fyrir að attia j sýndu merki vilja hans. Hafsteinn var fars ^ störfum. Samstarfsfólk allt minnist hans sem g J t Framhald á bls- 426 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.