Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1983, Qupperneq 10

Ægir - 01.02.1983, Qupperneq 10
Ingimar Jóhannsson og Björn Jóhannesson: Fiskeldi og fiskrækt í Kelduhverfi Á undanförnum árum hefur Fiskifélag íslands staðið fyrir athugunum á fiskeldis- og fiskrækt- ar-stöðu í Kelduhverfi. Ljóst er að óvíða á landinu er jafn mikið af volgu lindarvatni, sem hentar seiðaframleiðslu, og í Kelduhverfi. Við Litluá í Kelduhverfi hefur Fiskifélagið í samvinnu við Krossdal h.f. kannað vatnsgæði með tilliti til laxa- seiðaframleiðslu. Við Litluá má áætla að hægt sé að fá 1—2 þús. sek/1. af 12—14°C heitu vatni, sem hentar til seiðaframleiðslu. í Lóni í Kelduhverfi fóru á árunum 1976—80 fram umfangsmiklar athuganir á vegum Fiskifé- lags íslands á laxeldisaðstöðu. Fiskeldisfyrirtækið ISNO h.f. (stofnað af Tungulaxi h.f. og norska laxeldisfyrirtækinu MOWI) hefur nú í framhaldi af athugunum Fiskifélagsins hafið rekstur tilrauna eldisstöðvar sem er langstærsta fyrirtæki á þeim vettvangi hér á landi. Framkvæmdastjóri ISNO h.f. er Páll Gústafsson viðskiptafræðingur. P.O. Brandal fiskifræðingur hefur einkum unnið að þessu verkefni af hálfu norska fyrirtækisins Mowi. Starfsmenn ISNO h.f. hafa safnað þeim upplýs- ingum sem hér koma fram um laxeldið í Lóni. Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir laxeldinu í Lóni 1981—1982 og athugunum á volgu lindar- vatni við Litluá. Framkvæmd tilrauna. Fyrsta laxeldistilraun ISNO félagsins í flotkvíum í Lóni hófst i júní 1980. Vaxtarhraði í þeirri tilraun varð ekki eins og best verður á kosið, og náðist fiskurinn í um 2.5 kg. meðalþyngd eftir um 20 mánaða eldi. Einkum var það léleg vinnuaðstaða i Lóni, sem olli því að ekki var hægt að fóðra fisk- inn reglulega. Aðstaðan var hinsvegar bætt sumar- ið 1982 og byggð bryggja ásamt skemmu og íbúð- arhúsi. Með þessari bættu aðstöðu er hægt að sinna eldinu mun betur, og kemur það einkuú1 fram í jafnari og meiri fóðurgjöf og örari vaxtat- hraða fisksins. Úr fyrstu tilraun ISNO í Lóni, sem hófst sumaf' ið 1980, var slátrað haustið 1981 og 1982 um 1' tonnum af laxi, en auk þess voru 1000 fiskar teknir til áframhaldandi eldis og hrognatöku síðar. Yfirlit yfir fjölda og stærð lax í flotbúrunum 1 Lóni, vaxtarhraði, fóðurnotkun. Nú eru i eldi í Lóni um 55 þúsund laxar. Til saiU' anburðar má geta þess að heildarstangveiðin a landinu var sl. sumar um 35 þúsund laxar. Eldið fer fram í 10 búrum, sem hvert um sig er 144 m2 að flatarmáli og um 7 m að dýpt. Laxinn er alinn á norsku þurrfóðri (Skretting). Til að frani' leiða 1 kg af fiski hefur þurft um 2 kg af þurrfóðri- Á línuriti 1 og 2 má sjá vöxt fisksins á mismun' andi tímum. Á línuriti 2 má sjá vaxtarhraða fisk* af Kollafjarðarstofni og fisks af Laxamýrarstofu* á árinu 1982. Mjög fróðlegt verður að fylgjast me° vexti þessara fiskstofna, og þó einkum hvorl Kollafjarðarstofninn verður snemma kynþroska 1 eldinu. Hlutfall kynþroska fisks í búrunum er mjög mlS' munandi. í búri nr. 3 (1 árs seiði við upphaf eldlS Lóni frá Tungulaxi; eldi í Lóni hófst í júní 198* var hlutfall kynþroska lax um 40% eftir 17 má11 aða eldi í Lóni. í búri nr. 4 (2 ára seiði við uppka, eldis í Lóni, frá Tungulaxi: eldi í Lóni hófst í 1981) var hlutfall kynþroska lax um 36% í nóvea1' ber s.l. eftir 17 mánaða eldi. í búri nr. 5 (seiði a Laxárstofni, seiðin 1 árs við upphaf eldis í Lót"’ eldi í Lóni hófst í april 1981) var hlutfall ky11 þroska fisks um 10% í nóvember sl. eftir 17 m^11 aða eldi. Ljóst er að Laxárstofninn sker sig úr með lú£a 58 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.