Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1983, Síða 16

Ægir - 01.02.1983, Síða 16
Mynd 7. Cerl að laxinum. Mynd 12. Eldistilraunaslöd við Litluá. Valninu er dœlt upp 1 loftunarsúlurnar tvœr t.v.á myndinni. Þaðan safnast það í hinn lárétta vatnsgeymi, en frá honum rennur vatnið í eldisker tneð laxaseiðum inni í skúrnum. Mynd 8. Fiskurinn vigtaður. Mynd 9. Laxinn stœrðarflokkaður og ísaður í kassa. Súrefni. Á töflu 1 eru súrefnismælingar á árinu 1982 gerðar í Innra-Lóni við flotbúr. Súrefni er uppgef- ið í mg/1. Á töflunni má sjá að súrefni er lágt á 6—8 m dýpi í byrjun ársins. Á vorin og sumrin er vatnið yfirleitt fullmettað frá yfirborði niður á botn. í lok september fer súrefni minnkandi á 6—8 m dýpi, og heldur súrefni áfram að minnka þar til' lok nóvember, að það tekur skyndilega að vaxa. Þessi aukning á súrefni kemur eftir að norðan fár- viðrið gekk yfir i lok nóvember. Hefur þá endur- nýjun og blöndun vatns náð frá yfirborði niður > 8—9 m dýpi. Þessari aukningu á súrefni fylgú minnkun á seltu eins og áður er um getið. Með auknu innstreymi á sjó í Innra-Lón, minnkar hætt- an á að eldisúrgangur valdi súrefnisleysi í Innra- Lóni. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með súrefnis- magni í Innra-Lóni, því að snöggar breytingar geta orðið, einkum ef rennsli um ósinn breytist. Helstu annmarkar á laxeldi í Lóni. Breytingar á innstreymi í Lón valda því að nú a sjór greiðari aðgang að Innra-Lóni en áður. Þann- ig verður endurnýjun salta vatnsmassans í Innra- Lóni örari en áður, einkum yfir vetrarmánuðina- Þessi endurnýjun veldur því að varmi frá sumar- mánuðunum geymist ekki eins og áður, þannig að hitastig í saltlaginu lækkar örar yfir vetrarmánuð- ina. Þannig eykst hætt á að hitastig fari undir hættumörk. Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með hitastigi, einkum á tímabilinu desember-febrúar, til að geta betur gert sér grein fyrir raunverulegt' hættu á ofkælingu. Með auknu eldi eykst magn úrgangs. Aukinn eldisúrgangur getur valdið súrefnisleysi og skapað vandamál við fiskeldið. Það er þvi nauðsynlegt að fylgjast vel með súrefnismagni, á mismunandi dýP> í Lóni, og hafa á takteinum aðferðir til að fjar- lægja eldisúrgang af botninum ef með þarf. í hvassviðri vill oft ísing setjast á búrin og þart þá að hafa mannskap tiltækan til að berja ísinn at búrunum. Þá getur ísrek valdið skemmdum á búr- 64 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.