Ægir - 01.02.1983, Qupperneq 18
þessum efnum og enn er langt í land að hægt sé í
alvöru að tala um hafbeit sem atvinnugrein. Á veg-
um ISNO félagsins var sleppt til hafbeitar 20 þús-
und laxaseiðum sumarið 1981, og öðrum 20 þús-
undum sumarið 1982. Árangur þessara hafbeitar-
tilrauna er enn ekki kominn í ljós, þar sem meiri
hluti af þeim laxi, sem sleppt var, dvelur 2 ár í sjó.
Fyrstu sleppingar Fiskifélagsins í Lón sumarið
1978 virtust lofa mjög góðu og veiddust í net sam-
tals tæp 6% og var sá lax að mestu stórlax (2 ár í
sjó). Seinni sleppingar Fiskifélagsins hafa ekki
skilað eins góðum árangri.
Ljóst er að veiðar Færeyinga í sjó virðast hafa
mikil áhrif á laxagengd, einkum á Norðaustur- og
Austurlandi. Það má því ætla að árangur af haf-
beitartilraunum verði ekki nægjanlega góður á
meðan mikill hluti hafbeitarlaxins er veiddur á
hafi.
Úthafsveiðar Færeyinga þarf þvi tafarlaust að
stöðva, til að tryggja framþróun hafbeitar.
Heimildir:
1. Aðalsteinn Sigursson. Rannsóknir í Lóni í Kelduhverfi sum-
arið 1963. (Óbirt).
2. Ingimar Jóhannsson, Björn Jóhannesson 1977.
3. Ingimar Jóhannsson, Björn Jóhannesson 1979.
4. Ingimar Jóhannsson, Laxeldistilraunir í Lóni í Kelduhverfi
1980—1982. Ægir nr. 3, 114—118.
5. Erlingur Hauksson. Könnun á botndýralífi í Lónum i
Kelduhverfi sumarið 1979. Náttúrugripasafnið á Akureyri
fjölrit nr. 11 1982.
Sandsíli
Framhald af bls. 106
A. marinus spawns, from October to December or January,
mainly at the S- and SW-coast but insignificant spawning takes
also place at the N- and E-coast. A. tobianus and H. lanceolatus
spawn most probably later. Ripe females of H. tobianus have
been caught at the S-coast in late March.
A. marinus larvae hatch at 4 to 6 mm from March to June.
The distribution of newly hatched larvae in May 1977 and 1979
is shown in figs. 2 and 3. In the O-group surveys at Iceland in
August A. marinus has exclusively been found. The distribution
of O-group in 1977 and 1979 is shown in figs. 3 and 4. In table I.
abundance estimates of O-group sandeel in 10'® fish are shown.
A considerable part of the 1-group sandeel seem to migrate to
the spawning grounds at S- and SW-Iceland and stay locally as
mature fish.
In tables 2 and 3, age, weight, length and age- and length
distribution of A. marinus at different locations at Iceland is
shown. Table 4 shows the oil and dry matter content of A. mar-
inus.
Attempts to develop fisheries on sandeels were carried out in
1978 to 1980. In July and August 1978 and 1979 good catches
were taken at Ingólfshöfði at SE-Iceland, in other locations
catches were small and the by-catches a problem. In 1980 the
catches at Ingólfshöfði as well as at other locations were small
and the by-catches a great problem. Fisheries were not attempt"
ed in 1981 and 1982.
As A. marinus is one of the most common fish species at Ice-
land it is suggested that attempts should be made to solve the
by-catch problem and develope commercial fisheries on the
sandeel stock.
LÖG OG REGLUGERÐIR
Reglugerð
Nr. 22 um sérstök línu- og netasvæði út af
Suðvesturlandi og Faxaflóa.
1. gr.
Á tímabilinu frá og með 1. febrúar til og með 31. mars
1983, eru allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu bann-
aðar á 7 sjómílna breiðu svæði utan við línu, sem dregin
er úr punkti 63°33 '1 N, 23°03 '0 V, vestur og norður
um í 5 sjómílna fjarlægð frá Geirfugladrangi í punkt
64°04 '9 N, 23°45 '0 V og þaðan í 270° réttvísandi. Að
austan markast svæðið af línu, sem dregin er 213° rétt-
vísandi úr punkti 63°33 '7 N, 23°03 '0 V.
2. gr.
Á tímabilinu frá og með 10. febrúar til og með 15. ma'
1983, eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar a
svæði, sem að sunnan markast af línu, sem dregin er rétt-
vísandi 270° frá Stafnesvita í punkt 63°58 '3 N.
23°40 '5 V og þaðan í eftirgreinda punkta:
a) 64°04 '9 N, 23°45 '0 V.
b) 64°04 '9 N, 23°42 '0 V.
c) 64°20 '0 N, 23°42 '0 V og þaðan í 90° réttvísandi-
3. gr.
Á tímabilinu frá og með 20. mars til og með 15. má’
1983, eru allar veiðar með botn- og flotvörpu, bannaðar
á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru á mil'1
eftirgreindra punkta:
a) 63° 10 '0 N, 22°00 '0 V.
b) 63°25 '3 N, 22°00 '0 V.
c) 63°33 '1 N, 23°03 '0 V.
4. gr.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlög'
um samkvæmt ákvæðum laga nr. 81 31. maí 1976, um
veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Með mál út af brotum
skal farið að hætti opinberra mála.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr;
81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands til
þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni ölluh1
þeim, sem hlut eiga að máli. Frá og með 10. febrúaf
1983, fellur úr gildi reglugerð nr. 605 2. nóvember 1982,
um sérstakt línu- og netasvæði út af Faxaflóa.
Sjávarútvegsráðuneytið, 19. janúar 1983-
66 — ÆGIR