Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1983, Side 20

Ægir - 01.02.1983, Side 20
Tafla 1. Taflan hér að neðan sýnir glögglega hvernig saltfiskurinn tók smám saman við af skreiðinni sem aðalútflutningsvara íslendinga. Framleiðslumagnið er reiknað í tonnum (1000 kg). Ár 1630 1743 1764 1784 1806 1816 1840 1849 1855 1862 1864 1869 1871 1880 1890 1900 Saltfiskur 33 63 32 412 330 209 2203 2624 3358 3010 2862 2383 4161 8160 8752 12800 Skreið 460 861 979 698 373 398 485 519 494 332 63 201 124 0 0 0 árunum 1921—1930 nam verðmæti saltfiskútflutn- ings um 60% af heildarverðmæti íslenskra útflutn- ingsafurða. En gerum nú langa sögu stutta og hugum að þeim jarðvegi sem Sölusamband ís- lenskra fiskframleiðenda spratt upp úr. Heimskreppan og stofnun S.Í.F. Heimskreppan mikla, sem hófst árið 1929, bitn- aði illa á íslendingum, ekki síst vegna þeirra áhrifa sem hún hafði á afkomu saltfiskframleiðslunnar, helsta útflutningsatvinnuvegs þjóðarinnar. í kjöl- far kreppunnar tók verulega að sverfa að íslensk- um fiskframleiðendum og útflytjendum. Verðfall varð afskaplegt og undirboð færðust í aukana. Um áramótin 1931—32 voru fisksölumálin komin í það öngþveiti að jafnvel harðvítugustu samkeppnis- menn sáu gjaldþrot og hörmungar blasa við. íslenskir framleiðendur stóðu dreifðir. Flestir voru þeir svo aðsorfnir um fjármagn til atvinnu- rekstrar síns að þeir urðu að hafa vöru sína á boð- stólum þótt sýnilegt væri að markaðsverð væri mjög fjarri því að samsvara framleiðslukostnaði. Um þetta leyti var öll saltfiskverslun landsmanna í höndum nokkurra stórra útflytjenda. Samkeppnin milli þeirra var hin grimmúðugasta. Hver keypti fisk eftir eigin geðþótta og hver bauð hann út eftir eigin geðþótta. Við þessar aðstæður var ekki að undra þótt menn tækju æ meir að velta fyrir sér nauðsyn þess að stofna til samtaka hér innanlands um fisksöl- una. Slík samtakamyndun var ekki aðeins hags- munamál fiskframleiðenda heldur einnig bank- anna. Þeir voru í miklum vanda staddir þar sem skuldir útgerðarmanna og fiskútflytjenda höfðu stóraukist vegna kreppunnar. Þegar að því leið að framleiðsla ársins 1932 væri tilbúin til sölu á erlendum vettvangi kom í ljós að verðlag var lágt og fallandi. Þótti nú augljóst að allt væri að fara sömu leið eða verr en árið áður. Töldu menn að við svo búið mætti ekki lengur standa. Hófust því viðræður milli bankannai þriggja stærstu saltfiskútflytjendanna (Kveldúlfur> Alliance og Fisksölusamlögin við Faxaflóa) allra helstu útgerðarmanna með það fyrir auguú1 að koma sem fyrst þeirri skipan á að allur fiskuti sem fluttur væri út, yrði seldur af einum aðilu- Niðurstaðan varð sú að í júlibyrjun 1932 var koiU' ið á bráðabirgðasamtökum á þann hátt að fimin menn skipuðu nefnd til að annast fisksölunai bankastjórarnir Magnús Sigurðsson og Helg1 Guðmundsson auk þeirra Kristjáns Einarssonari Richards Thors og Ólafs Proppé sem fulltrúa þriggja stærstu útflutnings- og framleiðslufélag' anna. Sölusamband íslenskra fiskframleiðendai öðru nafni Fisksölunefndin, var orðið að veru- leika. Sölusambandi íslenskra fiskframleiðanda tókst 68 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.